Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Blaðsíða 51
FINGURGÖMSÁVERKAR
Rögnvaldur Þorleifsson
Frá slysadeild
Fingurgómsáverkar með missi vefja, einkum mjúkvefja, eru all algengir, ekki sízt
hjá bömum. Vitneskja um möguleika og markmið meðferðar slíkra áverka hefur því
mikið hagnýtt gildi, betói fyrir sjúklinginn og lækninn.
Enda þótt velja þurfi meðferð að nokkru með hliðsjón af formi áverkans hverju sinni,
og aldri og aðstæðum sjúklings, er hægt að setja fram nokkrar grundvallarreglur
um meðferð þessara áverka.
Áverkum þessum má skipta í tvo meginflokka. í öðrum þeirra hafa bæði mjúkvefir og
bein glatazt, en í hinum er kjúkubeinið lítt eða ekki skaddað og stendur nakið
fram úr mjúkvefjunum.
Meginmunur þessara flokka er sá, að í hinum fyrri hefur stoð og stytta mjúkvefjanna,
þ.e.a.s. beinið, glatazt og er því ekki til að byggja á, ef bæta á mjúkvefjamissinn,
en í hinum síðari er stoðin til staðar og ef vel tekst til, má oft á tíðum endur-
skapa góminn með stuðningi af beininu og utan um það.
Millistig eru auðvitað til, þar sem nokkuð hefur tapazt af beini, auk mjúkvefjanna
og eykur það á vandann við val meðferðar.
Markmið meðferðar þessara áverka er nokkuð misjafnt eftir því hver á í hlut.
Stefna ætti að tveimur meginmörkum; annars vegar að góðu útliti og hins vegar að
sem beztri starfshæfni fingursins og handarinnar.
Aðferðir þær, sem til greina koma, eru þessar helztar:
1. Umbúðir eingöngu
a) Við húðmissi:
Þar sem aðeins vantar lítið eitt af húð, en ekki af öðrum vefjum, nægir að
leggja á umbúðir og láta sárið gróa upp. Örið dregst saman með timanum. Þessi
aðferð hentar hjá sjúklingum á öllum aldri, við framangreind skilyrði.
b) Við vefjamissi af fremsta köggli hjá börnum:
Vefir í sárinu eru að mestu leyti látnir óhreyfðir, þar á meðal bein, þótt það
standi fram úr mjúkvefjum. Umbúðir eru á lagðar og skipt siðan á þeim með
eins til tveggja vikna millibili, unz fingurinn er groinn. Þessi aðferð er
sögð gefa góða raun hjá ungum börnira og árangurinn talinn^byggjast á því, að
endurvaxtarhæfni mjúkvefja á fremsta fingurköggli bama sé merkilega góð^(3,
11,21,23). Ekki er vitað á hvaða aldri þessi hæfni glatazt. Ljóst er þó,
að þessi aðferð dugir ekki fullorðnu fólki og varla táningum.
2. Sár þakin með þunnri húðbót (split skin graft).
Þetta er góð lausn, þar sem bein er ekki bert í sárinu og sárið fremur lítið
ummáls. Þunn bót grær yfirleitt greiðlega við þarai grunn, sem hún er á lögð,
sé þess gætt, að blóð safnist ekki undir hana. Bótin skreppur sanen með
tínanum, svo húð með eðlilegu skyni dregst vfir verulegan hluta af upprunalega
sárfletinum og eftir verður lítið ör, sem oftast verður ekki til baga. BÓtin
má varla vera stærri en 1 fersentimeter (10). Stærri bót dregst ekki nægilega
49