Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Page 56

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Page 56
Áhrif kulda á fingurgóm og lófa voru prófuð með því að halda fingrinum og síðan lófanum í um það bil tvær mínútur undir rennandi köldu kranavatni (hiti um það bil sex gráður). Sama próf var gert á tilsvarandi stöðum á heilu hendinni, til samanburðar. Með þessu móti verður nasst því komizt að meta, hvort sjúkleg og bagaleg kulvísi sé til staðar eða ekki. Hvergi kom fram óeðlileg kulvísi í lófanum, en hins vegar í nokkrum tilvikum á fingrum (tafla 3). Þrýstingseymsli á góm og lófa voru könnuð með því að þrýsta á gómendann og lófabótina með enda á trépinna, sem var 2 millimetrar í þvermál. (Varðandi niðurstöður sjá töflu 3). Hreyfisvið fingurliða var eðlilegt hjá öllum sjúklingunum. Leitað var álits sjúklings og/eða aðstandenda um árangur meðferðarinnar. í yngri flokknum töldu allir sig ánægða, bæði með útlit og nýtigetu handarinnar. Báðir hinir fullorðnu voru ánægðir með útlit fingursins, en annar (nr. 15) kvaðst mundu kjósa annan stað en lófann til fyllingar gómsins, ef hann mætti aftur velja, reynslunni ríkari. Umræða Gatewood (8) lýsti fyrstur notkun lófaflipa við meðferð á finguráverkum 1926. Raunar notaði hann þo ekki flipann til meðferðar á fingurgómum í upphafi. Flatt (1955) mælti með aðferðinni undir tilteknum kringumstæðum, við meðferð fingurgóms- áverka (5K Síðan hefur hún verið notuð nokkuð hér og þar, og er yfirleitt getið í kennslubókum um handarskurðlækningar. Þrátt fyrir þetta hafa tiltölulega fáir tjáð sig um árangur þessarar meðferðar og enn færri byggt álit sitt á viðhlítandi könnun á árangrinum (14,22). Engin slík könnun mun til, þar sem lýst er sæmilega glögglega mismunandi útbreiðslu áverkans, en það hlýtur að ráða nokkru um árangur meðferðarinnar og væntanlega fylgikvilla, er henni kunna að fylgja. Sjúklingar virðast í engu tilviki hafa verið flokkaðir niður í aldurshópa og aldrei synist hafa verið gerð viðhlítandi könnun á árangri þessarar meðferðar hjá börnum eða unglingum sérstaklega. Nokkrir höfundar hafa getið meðalaldurs og nefnt hver sé aldur elzta og yngsta sjúklingsins, en að öðru leyti ekki tekið tillit til aldursins við mat á árangri (3,13,14,15,22). Árangur af þessari meðferð er þó væntanlega ekki sambærilegur hjá börnum og full- orðnum, fremur en árangur af meðferð ýmissa annarra áverka (23). Þessir vankantar á þeim fáu könnunum, sem til eru, gera niðurstöður þeirra^næsta óábyggilegar og samanburð á árangri þessarrar aðferðar og annarra, lítt trú- verðugan. Það sem talið hefur verið aðferð þessari til gildis er einkum að fingurgómurinn sé þakinn húð, sem líkist mest eðlilegri gómhúð að útliti, áferð og stöðugleika. Hnjaskþol húðarinnar sé gott og tilfinning í henni verði tiltölulega eðlileg. Einnig verði fylling gónsins oftast góð, jafnframt því, sem fylliefnið sé tekið á stað, sem lítt sé áberandi (14,15). Tvennt hefur aðferðinni helzt verið fundið til foráttu; að hún geti leitt til stirðleika í fingurliðum (13,14,20,22) og að húðtökustaðurinn í lófanum verði stundum til vandræða viðkvamur (13,14,15). Þeir, sem kannað hafa tíðni hreyfiskerðingar í fingrum við aðferð þessa, telja, að heraiar gæti all oft eða í 25-38 af hundraði tilfella, en hins vegar sé skerðingin yfirleitt það lítil, að hún valdi ekki vandræðum. Flestir telja stirðleikahættuna óverulega, að minnsta kosti, ef sjúklingar eru ekki eldri en 40-50 ára og þar sem borið hafi á stirðleika, stafi hann oftast af því, að fingurinn hafi verið óþarf- lega le'ngi saumður við lófann eða aðrir meðfvlgjandi áverkar valdi honum (14,15). 54
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.