Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Síða 71
tíðni, meðferð og afdrif sjúklinga með æðagúl
(ANEURYSMA) A HEILAÆÐUM 1972-1976.
Örn Smári Arnaldsson
Frá röntgendeild
Inngangur
Tilgangur þessarar greinar er að skýra frá tíðni æðagúls (aneurysma), sem greinst
hefur við cerebral angiografiu hér á landi á árunum 1972-1976 og gera grein
fyrir meðferð og afdrifum sjúklinganna.
Taugaskurðlækningar hófust á Borgarspítalanum í lok ársins 1971, og er því fjallað
hér um fyrsta 5 ára. tímabilið, sem skurðaðgerðir við þessum sjúkdómi hafa verið
framkvaandar hér á landi.
Hér verður ekki rœtt um orsakir, gang sjúkdómsins eða kliniska greiningu.
Mikið finnst ritað um subarachnoid blæðingu og má vísa á t.d. Richardson og Hyland
(8), Trumphy (9), Pakarinen (7), Locksley
(5,6), Guðmundsson (2,3) og Granholm (1).
Tíðni og staðsetning
Subarrachnoid blæðing er talin stafa frá sprungnum æðagúl í ca. 51% tilfella (6).
Hjá fólki undir 60 ára aldri er tíðni blæðandi æðagúls talin geta verið allt að
0.01% (6,1). Við krufningar finnst æðagúll hjá ca. 1-5% (1).
Blæðing frá asðagúl er talin algengari hjá konum (ca. 3:2). Á aldrinum 40-50 ára
er blæðing frá æðagúl þó talin algengari hjá körlum.
Tíðni blæðandi æðagúls er hæst á aldrinum 50-54 ára (1).
Um 95% æðagúla ganga út frá a. carotis intema, a. cerebri anterior og a. cerebri
media, en ca. 5% eru staðsettir á a. vertebralis-basilaris-kerfinu. Fleiri en einn
æðagúll koma fyrir í allt að 20% tilfella.
Efniviður
Af 77 sjúklingum, sem greindust með æðagúl við cerebral angiografiu voru 66 með
einkenni um skyndiblatóingu, en 11 komu til rannsóknar af öðrum ástæðum.
Tafla 1 sýnir hversu margir sjúklingar hafa greinst með æðagúl á ári á tínabilinu
1972-1976.
Tafla 2 sýnir kyn- og aldursdreifingu sjúklinganna á umræddu tímabili.
Tafla 3 sýnir staðsetningu æðagúlanna.
Hjá umræddum 77 sjúklingum greindust alls 94 æðagúlar. Hjá 13 sjúklingum greindust
tveir og hjá 2 sjúklingum ^reindust þrír æðagúlar. Fleiri en einn æðagúll greind-
ist hjá 15 sjúklingum eða í 19.5% tilfella. Carotis angiografia var gerð aðeins
öðrum megin hjá 29 sjúklingum, en báðum megin hjá 48 sjúklingum. Vertebralis
angiografia var gerð hjá 17 sjúklingum eins og nánar er sýnt í töflu 4.
69