Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Qupperneq 72
Meóferó og afdrif
Meðferó viö blæöingu eftir sprunginn æðagúl er breytileg, bæöi meÖ lyfjum og aögerö,
og hafa mörg atriði áhrif á hana. Varanleg lækning er sjaldgæf nema meö skurÖ-
aögerð.
Eins og fram hefur komiö voru 66 sjúklingar meö einkenni um skyndiblæðingu. Alls
gengu 50 þeirra undir skurðaðgerð.
Tafla 5 sýnir meöferð og afdrif þessara sjúklinga.
Alls eru 24 sjúklingar dánir, en auk þess hafa 9 sjúklingar hlotið varanlega
fötlun á miðtaugakerfi. Góðan bata fengu 33 sjúklingar eða 50%.
Margir sjúklingama voru ílélegu ástandi við komu og hefur það örugglega áhrif á
afdrif þeirra.
Umræða
Hér hefur verið skýrt frá tíðni æðagúla sem greinst hafa hér á landi á árunum
1972-1976. Eftir því sem best verður séð er tíðni hér nokkru lægri en t.d. í
Svíþjóð (1). Skýringin gæti legið í því, að ekki komi allir, sem fá subarachnoid
blæðingu til greiningar. Aberandi margir sjúklinganna eru í slænu ástandi við
komu. Er því líklegt, að sjúklingar með litlar blæðingar komi ekki til greiningar.
Sjúklingar, sem fá höfuðverk, sem jafnar sig á nokkrum dögum, leita ef til vill
ekki læknis, og stundum er greiningin óviss eða t.d. migrene.
Æðagúll á a. cerebri media virðist algengari hér en annarsstaðar (tafla 3).
Efniviðurinn er takmarkaður og vafasamt að draga nokkra sérstaka ályktun.
Nokkur umrasða hefur orðið, bæði í ræðum (4) og ritum (1) hvar og hvenær best sé að
framkvama cerebral angiografiu. Oft þarf að framkvæna skurðaðgerð í skyndi vegna
fylgikvilla, en aðgerð á æðagúl þarf annars að gera áður en veruleg hætta á nýrri
blæðingu skapast. Astand, aldur sjúklings og önnur atriði geta valdið því að
skurðaðgerð sé óframkværanleg. Vafalítið er æskilegast, að rannsókn fari fram
sem fyrst, þegar því verður við komið, og við þær aðstæður sem best er völ á.
Best er, að sjúklingur sé rannsakaður þar sem meðferð fer síðar fram, þ.e.a.s.
þar sem taugaskurðlækning fer fram, því nokkur áhætta er alltaf við flutning á
sjúklingi. Sú venja hefur verið ríkjandi undanfarin ár að gera carotis angio-
grafiu báðum megin hjá sjúklingum með subarachnoid blæðingu, og einnig vertebralis
angiografiu, ef blæðingarstaður hefur ekki fundist við carotis angiografiu. Með
tilkomu tölvusneiðmyndatækja beinist þróun í þá átt að gera tölvusneiðmyndarannsókn
sem fyrstu skoðun og sxðan carotis angiografiu og/eða vertebralis angiografiu í
ljósi þeirrar niðurstöðu, sem þá hefur fengist.
Öryggi í greiningu þessara sjúklinga mun aukast, þegarýrægt verður að gera tölvu-
sneiðmyndarannsókn hér á landi. Meðferð yrði á þann hátt markvissari og tryggði
fleiri sjúklingum með æðagúlsblæðingu bata.
Samantekt
Gerð er grein fyrir 77 sjúklingum með asðagúl á heilaæðum árin 1972-1976. Skýrt er
fré tíðni, meðferð og afdrifum. Rætt er um þýðingu og nauðsyn tölvusneiðmynda-
rannsóknar fyrir sjúklinga með subarachnoid blæðingu.
Summary
The incidence of aneurysms of intracranial arteries in Iceland in the period 1972-
1976 is reported and the course of 77 patients is described.
The use of CT-examination in patients with subarachnoid haemorrhage is discussed.
70