Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Qupperneq 77
Af öllu samanlögðu má því segja, að bráða rannsóknatíðnin hér sé ekki frábrugðin
því, sem gerist erlendis, en má teljast of há. Meðferðin mun nEEStum alltaf
ráðast af klinisku ástandi sjúklingsins hver svo sem niðurstaða röntgenrannsóknar-
innar er, með örfáum undantekningum þó.
Sjálft brotið er oft aukaatriði miðað við þá heilasköddun sem orðið hefur. I þeim
tilvikum, sem brotið er innkýlt, eða ef það opnar leið milli heila og afhola
nefsins eða annars umhverfis, breytir það verulega gangi meðferðar. í þeim tilvikum
þar sem erfitt er að meta kliniskt ástand, t.d. hjá ölvuðu fólki, er vafasamt að
byggja meðferðina á neikvæðri röntgenrannsókn eingöngu. Þegar um börn er að ræða
verður að gæta sérstakrar varúðar þar sem kliniskt mat á þeim er oft erfitt.
Einnig þurfa þau minni áverka til þess að brot hljótist af.
Samantekt
Endurskoðun var gerð á bráðarannsóknum á höfuðkúpu m.t.t. brota árið 1975. Heildar-
fjöldi slíkra rannsókna var 1241 og brot greindust hjá 78, eða 6.3%.
Svo virðist sem hluti rannsókna, sem gerður er af réttarlæknisfratóilegum ástæðum,
og rannsóknir á höfuðkúpu án teljandi ytri áverka eða einkenna um heilahristing,
sé óþarfur og þjóni ekki hagsmunum sjúklingsins.
Summary
Emergency roentgen examinations of the skull in cases of trauma in the year 1975
were reviewed. The total number of examinations was 1241 with diagnosis of
fracture in 78 cases or 6,3%.
It seems that in a number of cases the skull X-ray was obtained for medicolegal
reasons mostly. When there was not an extemal evidence of injury or symptoms
of cerebral canmotion the X-ray examination did not affect the treatment and was
in that sense unnecessary.
Heimildir:
1. Bell RS, Loop JW: The utility and futility of radiographic skull examination
for trauma. N Er.g J Med 284(5) :236-9, 4 Feb 71.
2. Bergstrand I: Röntgenundersökning vid frakturmisstanke -det diagnostiska
utbytet. Lakartidningen 69(45):5207-9, 1 Nov 72.
3. DuBoulay GH: Principles of X-ray diagnosis of the skull. London, Butterworths,
1975.
4. Kranieröntgenundersögelser ved kranietraumer. Ugeskr læger 124(33):1729, 14 Aug
72.
Lawaetz 0: Kranieröntgenundersögelse i den akutte visitation af hovedtraumer
pá skadestuen. Ugeskr læger 137(10):547-50, 3 Mar 75.
6- Lawaetz 0: Kranieröntgenundersögelser pá indlagte patienter med hovedtrauma.
Ugeskr læger 137(10):551-4, 3 Mar 75.
7- Palmertz B: Diagnostiskt utbyte av akut skallröntgen vid trauma. Lakar-
tidningen 72(16):1673-4, 16 Apr 75.
3- Taveras JM, Wood EH: Diagnostic neuroradiology. Baltimore, William & Wilkins,
1975.
75