Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Qupperneq 93
Le Fort I. Þó er oftar, auk efri og neöri kjálka tengingar, þörf á vírsaumum
(osteosuturum) eins og að ofan er lýst. Fer það eftir misgengi brotendanna.
Við Le Fort III er byrjað á því að tengja saman efri og neðri kjálka. Mikil inn-
kýling getur hafa átt sér stað, og þarf oft að nota mikinn togkraft fram og niður
til að losa um brotin. Síðan eru miðandlitsbrotin sett í skorður og tengd saman
með vírum. Sjálft miðandlitið er síðan fest með upphengingarþráðum, sem víraðir
eru við næsta fasta punkt fyrir ofan, oftast processus zygomaticus ossis frontalis.
Nefbrotum, sem yfirleitrt eru til staðar í sambandi við þessi brot, er komið í réttar
skorður um leið (1,2,5,7).
Brot á neðri kjálka, greining þeirra og flokkun
Á áðurnefndu 7 ára tímabili voru 155 sjúklingar lagðir inn á Borgarspxtalann vegna
brots (brota) á neðri kjálka. Af þeim voru 109 karlar (70%) og 46 konur (30%), eða
2,5:1.
Algengustu brotstaðir í neðri kjálka eru eftirtaldir í tíðniröð:
1) Processus condylaris (36%)
2) Corpus mandibulae (21%)
3) Angulus mandibulae (20%)
4) Regio symphysis (15%)
5) F*rocessus alveolaris (3%)
6) Ramus ascendens (3%)
7) Proc. coronoideus (2%).
Við flokkun brota á neðri kjálka er ekki aðeins notast við ofanskráða staðsetningar-
flokkun. 1 því augnamiði að lýsa eðli brota og jafnvel ástandi kjálkans fyrir slys,
eru þau (eins og önnur brot) greindí opin brot og lokuð annars vegar og hins vegar
eru þau greind eftir nærveru tanna og staðsetningu þeirra og notagildi við meðferð
miðað við brotstað (4,6).
Algengasta einkenni um brot á neðri kjálka (og efri kjálka) er skakkt bit (malocc-
lusion) (4,6). Opið bit er algengasta form bitskekkju í brotum efri kjálkans.
Einnig er það algengt einkenni, þegar processus condylaris mandibulae er brotinn
beggja megin. Svo nefnt hliðarkrossbit sést að öðru leyti oftast við brot á neðri
kjálka.
Önnur algeng einkenni eru:
1) Verkir, sem eru meiri við brot á neðri kjálka en við önnur andlitsbrot vegna
togs tyggingarvöðva.
2) Kjálkahreyfingar eru takmarkaðar og sjúklingur getur oft ekki opnað munninn.
3) Afskraant útlit og ósamræni milli hægri og vinstri hliðar.
4) Hreyfing á brotstað.
5) Bólga og mar, blæðing á brotstað.
6) Tilfinningarbrjál (paraesthesia) viðkomandi tauga. Einkenni um brot eru annarsí
beinu sambandi við staðsetningu þeirra.
Markmið meðferðar er að ná fram réttu biti tanna, sem oftast um leið hefur í för með
sér, að brotendar leggjast rétt saman (4,6). I langflestum tilfellum hefur meðferð
þessara brota falist í lokaðri "reposition" eingöngu, þ.e. tengingu milli efri og
neðri kjálka. Eðli sxns vegna hafa nokkur brot verið meðhöndluð einnig með opinni
"reposition", þ.e. með beinni tengingu brotenda.
Uppgjör
Eins og fyrr segir, var ekki unnt að gera taanandi uppgjör á þeim andlitsbrotum, er
komið höfðu til meðferðar á Háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspítalans á áðurnefndu
txnabili. Hins vegar var farið lauslega yfir tölvuupplýsingar, er fyrir liggja og
kom þá í ljós, að á árunum 1971-1977 voru teknir til meðferðar 473 sjúklingar með
andlitsbrot og skiptast þeir eins og sýnt er í töflu 1.
91