Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Side 106

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Side 106
hin eðlilega (fysiologiska) leið hljóðsins frá ytra eyra inn í innra eyrað í gegnum miðeyrað var sniðgengin. Það var svo ekki fyrr en 1952, sem Rósen (11,12) hóf sínar aðgerðir, svokallaðar ístaðsliðkanir (mobilisatio), og var það af hreinni tilviljun. Við eyrnaaðgerð brást honum, að því er virtist togalistin, og rak hann af slysni einn hakann allharkalega í ístaðið, en við það losnaði það og sjúklingur- inn fékk all verulega heyrnarbót. Þetta varð honum hvati til frekari aðgerða, og hóf hann sinn þekkta feril, sem eyrnaskurðlæknir upp frá því. Hann birti nokkrum árum síðar árangur 211 eyrnaaðgerða sinna, sem sýndi, að 22% aðgerðasjúklinga fengu heyrnarbót upp að 30 heymareiningum. Sá galli var þó á gjöf Njarðar, að flestir þessara sjúklinga fengu smám saman versnandi heyrn að nýju, þar eð bein- myndun óx fljótlega yfir glufu þá, sem brotin var í xstaðsplötuna. Heermann (5) og Derlacki gera svo læknum það mögulegt, að fjarlægja hina föstu plötu með sér- stökum hökum og meitlum, sem notaðar hafa verið allar götur síðan við slíkar að- gerðir. Það er þó ekki fyrr en 1957, að Shea (10,16) framkvæmir fullkomið ístaðs- brottnám á þann máta, sem gert er enn þann dag í dag, að öðru leyti en því, að gerviístað, sem hann notaði, var gert úr plaströri, en það hafði ýmsa ókosti, sem svokallað Schuknechts gerviístað hefur ekki. Við sjálfa aðgerðina (9,10) er ístaðið fyrst losað frá langálmu steðja. Að því loknu eru báðar álmur ístaðs losaðar frá plötu. Síðan er platan klofin í tvennt þversum, og hvor hlutinn fjarlægður út af fyrir sig, þannig að gátt inrtra eyrans er opnuð og í gegnum glæran ytri-vessa (perilympha) sést í posa og skjóðublett (sacculus et utriculus). Sjálft aðgerðarsvæðið er í raun og veru ekki stærra en sem svarar ístaðsplötu, en hún er 1/2 mm á breidd og 3 1/2 mm á lengd. Að þessu loknu verður að gera gerviístað, sem gert er úr stálvír 0,5 mm í þvermál, sem á er hnýttur örlítill biti bandvefs, til að fylla upp í sporöskjuglugga. Er þetta aðferð Schuknechts. Stærð gerviístaðsins verður að vera nákvænlega sú sama og þess, sem fjarlægt var, ef vel á að takast. Að því búnu er lykkja gerviístaðs smeygt utan um langálmu steðja og bandvefsbitinn, eins og áður segir, látinn fylla út í sporöskjuglugga og verður umfram allt að gæta þess, að stálvírinn snerti ekki aðliggjandi veggi, en þá er heyrnarbót í verulegri hættu. Hliðarverkanir Hliðarverkanir aðgerða eru yfirleitt litlar. Sjúklingur getur þó fengið svimaköst fyrstu 2-3 daga eftir aðgerð, sem venjulega hverfa án nokkurrar meðferðar. Mið- eyrnabólga er sjaldgæf, en kemur þó fyrir og er tekin til meðferðar á venjulegan máta. Einkenni frá hljóðholsstreng (chorda tympani), sem stundum verður að skera í sundur, og í flestum tilvikum að ýta til hliðar meðan á aðgerð stendur, eru ekki óalgeng. Sjúklingur fer þá bragðskynstruflanir á fremri hluta tungu, sömu megin og aðgerð var gerð, auk þess minnkar flæði frá munnvatnskirtlum sömu megin. Þessi einkenni hverfa þó í flestum tilvikum eftir 4-6 vikur. Skemmd á hljóðhimnu getur átt sér stað, en er oftast óveruleg, og smá göt gróa furðu fljótt. Andlitslömun (paresis nervi facialis) kemur fyrir í einu tilfelli af 200 aðgerðum og er talið stafa af bjúg í beingangi taugar (canalis nervi facialis). Greinar- höfundur hefur haft eitt tilfelli, en þá var gerð þrýstingsminnkandi aðgerð stuttu eftir ístaðsbrottnámið, með frílögn taugar frá hnjáhnoða (ganglion geniculi) til stikilsgats (foramen stylomastoideum). I einu tilfelli af 100 er talið, að heyrn geti versnað við aðgerð og stafar það af skemmd í innra evra, og kemur fram sem miðlægt heyrnartap við heyrnarrit, sjá mynd 4a. Ára ngur aðnerða Heyrnarfræðilegur árangur aðgerða er metinn með tvennum hætti, en þar er mið tekið af stærðargráðu mismunar bein- og loftheyrnar fyrir og eftir aðgerð. í fyrra til- viki er árangur mældur í heyrnareiningum. Ef bil milli bein- og loftheyrnar að aðgerð lokinni er 10 einingar eða minna, er talað um "closed bone air gap" og árangur ágætur. í öðru lagi er notuð svokölluð Fletcher formúla (4), en þá er í prósentum reiknað út, hversu mikið áðurnefnt bil hefur lokast. Er þá miðað við þrjár höfuðtíðnir talskynjunarsvæðisins, þ.e.a.s. 500, 1000 og 2000 sveiflur. Sjá mynd 4b og c. 104
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.