Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Síða 114
og sjálfsvígstilraunir, sem settar voru á sviÖ til aö vekja athygli á sér og til-
finningum sínu, s.s. reiöi, hatri, sorg, vonbrigðum, einmanaleik.
Sjálfsvígshugsanir - er hugarástand, sem bæði er hægt að sjá á og heyra um hjá
einstaklingnum og getur hugsanlega skapaö hættu fyrir líf hans.
I hóp þeirra, sem hafa sjálfsvígshugsanir, kona þeir, sem ótilkvaddir eða aðspurðir
ræða um vangaveltur sínar-'um sjálfsvíg og þráhyggjuhugsanir sínar um sjálfsvígs-
aðferðir og viðbrögð annarra við þeim.
Sjálfsvígstilhneiging og skilaboð er það, þegar einstaklingur gefur til kvnna með
umtali, framkomu eða verknaði, að hann hyggi á sjálfsvíg.
Sjálfsvígsatferli (suicidal behaviour ) - er þróun sú, sem einstaklingur gengur í
gegn um fra sjalfsvígstilhneigingu og hugsun til tilraunar eða sjálfsvígs.
Sjálfsvígsferli - er skilgreining eða lýsing á sjálfsvígsatferli einstaklings.
Sjalfsvigsferli geta verið mjög mismunandi, svo sem er um ferli annarra sjúklegra
einkenna og sjúkdóma. Sjálfsvígsferlið getur verið brátt (akut), blundandi (latent
eða hægfara langvarandi (kroniskt). Samkvænt þessu getur sjálfsvígsferli spannað
yfir áratugi, jafnvel ævi einstaklings, en að sjálfsögðu eins og sést á meðfvlgjand
mynd, er ferlið ekki alltaf jafnaugljóst, þ.e.a.s. tilhneigingin til sjálfsvígs
er mismikil í ferlinu. Við sjáum þannig oft sálrænt hættuástand í ferlinu með
mikilli sjálfsvígshættu og sjálfsvígsatferli. Mynd 1.
Mat læknis á sjálfsvígshættu byggist á könnun þeirra þátta, sem hér hafa verið
raktir og mati á vægi þeirra.
2. Efniviður könnunar
1 þeim tilgangi að fá hugmynd um fjölda sjálfsvígstilrauna var sá hópur athugaður,
sem komið hafði á Göngudeild Slysadeildar Borgarspxtala á árinu 1976 og fengið
greininguna: sjálfsáverki viljandi, eitranir. Akveðið var að sleppa úr hópnum
öllum 10 ára og yngri og fara síðan yfir sjúkraskrár hinna og meta eftir þeim,
hvort um sjálfsvígstilraun vasri að raeða eða aðrar ástæður.
Alls höfðu verið með fyrrgreinda greiningu 653 (4), þ.e. 122 (66 karlar og 56 konur
með greininguna sjálfsáverki viljandi og 531 (262 karlar og 269 konur) með grein-
inguna eitrun.
Þegar hópurinn hafði verið grisjaður samkvaant því, er fyrr greindi, voru eftir 175
einstaklingar,102 konur og 73 karlar, sem taldir voru hafa gert sjálfsvígstilraun
á árinu. Á göngudeild slysadeildar komu á árinu 1976 30.070 manns í 51.175 heim-
sóknir.
Hópurinn, sem hér um ræðir er því 0.58% af öllum einstaklingum, sem á deildina komu
og komur hans 0.40% af öllum komum á deildina. Alls voru komur hjá konum 117 en
hjá körlum 88.
7 karlar komu tvisvar sinnum.
2 karlar komu fjórum sinnum.
1 karl kom þrisvar sinnum.
Af konum komu 11 tvisvar og tvær þrisvar. Komur hópsins alls eru því 205.
Af gögnum göngudeildarinnar var síðan reynt að kanna ákveðna þætti í sambandi við
þennan hóp og verða þeir þættir raktir hér á eftir. Nokkrum forvitnilegum þáttum,
svo sem atvinnustétt og hjúskaparstétt, varð þó að slepDa sökum ófullnægjandi
upplýsinga.
112