Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Síða 116
Með samanburði á töflu 2 og 4 sést, að um helmingur þeirra, sem tóku lvf, er
magaskolaður, en nær allir, sem beita eggjárni, gera það í þeim mæli, að sauma
þarf sárin.
Af töflu 5 slst að 65% kvennanna og 42% karla eða 56% af hópnum öllum eru lagðir á
sjúkrahús að lokinni rannsókn og/eða meðferð á göngudeild. Af þeim, sem á sjúkra-
deildir fara, leggjast 63.3% inn á einhverja af deildum Borgarspítala, þar af
flestir, eða 29.6% á geðdeild, og sxðan kemur gjörgæsludeild með 21.4%.
Alls fara 40, eða 22.9% hópsins strax á geðdeild eða geðspítala, en það er 41%
þeirra er á spítala fara eftir sjálfsvígstilraun. Ekki liggur fyrir, hve margir
þeirra, sem fara á gjörgæsludeild, lyflæknisdeild eða önnur sjúkrahús fara síðar
á geðdeild eða geðspítala.
2.6. Aðstæður. Alvara
Reynt var að meta af gögnum f jölskylduaðstæður, hvar tilraun var gerð og hver alvana
lægi bak við og eru niðurstöður þeirra kannanna í töflum 6 og 7.
Tafla 6 sýnir, að mikill meirihluti kvenna gerir tilraun í heimahúsum. Hjá körlum
er fjölbreytni nokkuð meiri, bæ5i úti við og svo koma við sögu bæði hegningarhús
og geðspítali.
Af töflu 7 sést, að alvara er talin bak við tilraun eða líklegt, að svo sé, í nær 90
tilvika.
Hér er að sjálfsögðu oft um mjög erfitt mat að rasða.
Kannað var hve margir höfðu verið taldir undir áhrifum áfengis, er tilraun var gerð,
og voru skráðir 37 karlar ölvaðir, eða 50.7% og 44 konur, eða alls 81, eða 46.3%
af hópnum öllum.
3. Skil
1 þessari könnun hefur verið reynt að fá upplýsingar um nokkur atriði varðandi
sjálfsvígstilraunir hér á landi. Eftirfarandi staðrevndir virðast liggja fyrir
af könnuninni:
1. Konur gera oftar sjálfsvígstilraunir en karlar og er hlutfallið 1.4:1. Til
samanburðar má nefna, að hlutfall karla og kvenna í sjálfsvígum hér á landi er
4:1 (3).
2. Ekki virðist hægt að greina mun á tíðni eftir búsetu fólks.
3. Ekki eru finnanlegar árstíðasveiflur í sjálfsvígstilraunum.
4. Við aldursflokkaskiptingu kemur í ljós, að 108 eða 61.7% eru á aldri 20-39 ára
en aðeins 16, eða 9.1% eldri en 50 ára. 52 konur, eða 51% eru á aldrinum 12
til 29 ára. Ungar konur eru því í miklum meirihluta þeirra, sem sjálfsvígs-
tilraun gera á árinu 1976, eða 74 konur á aldrinum 12 til 39 ára.
í þessu sambandi má minna á, að á tímabilinu 1962-1973 fyrirfóru sér 22 konur
á aldrinum 15-39 ára, eða minna en 2 á ári. Athyglisvert er, hve fleiri konur
en karlar eru undir 16 ára aldri.
5. Við könnun aðferða er lyfjaát langalgengast eða nær 3/4 tilvika. Aðrar aðferðir
en lyfjaát og skurðir til blæðinga kom tæpast fyrir. Hinar öruggari aðferðir
svo sem að skjóta sig eða hengja eru ekki reyndar og gæti það bent til minni
alvöru bak við tilraun en fólkið vill vera láta.
Þau lyf, sem notuð eru, eru yfirgnæfandi róandi lyf og svefnlyf, eða um 60%.
Áberandi lítið er þó af barbitúrötum, enda eru þau eftirritunarskvld og því
skrifuð í litlum mæli af læknum og ekki handbær.
Þegar til meðferðar tekur, er athyglisvert, hve nargir þeirra, sem sjálfsvíg
6.