Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Side 124
mun fleiri en karlar, hlutfallið 1.31:1, og er það í samrami við ýmsar aðrar
rannsóknir. í Odense var hlutfallið það sama. 1 Sheffield (5) 1.60:1 og við
uppgjör frá lyflækningadeild Landspítalans 1957-1968 voru konur einnig í miklum
meirihluta, 2.15:1 (9). Langflestir sjúklinganna, 82%, eru innan við fimmtugt
og er þessi aldursdreifing svipuð þeim rannsóknum, sem vitnað hefur verið í. 11%
eru undir 20 ára, en £ rannsókn, sem gerð var á 62 slysavarðstofum í London (3)^
voru 14% undir tvítugu og í Oxford 20% (1). Lyfjanotkun hefur breyst nokkuð hjá
þeim sjúklingum, sem lagðir eru inn vegna lyfjaeitrunar á síðari árum. Barbituröt
hafa verið á undanhaldi, en í staðinn hafa komið benzodiazepine lyf^svo sem
Diazepam og Nitrazepam og einnig eru tricyclisk lyf meira notuð en áður (2,5,3).
1 Reykjavík er þróunin greinilega svipuð. I athugun Þórðar Harðarsonar á lyf-
lækningadeild Landspítalans 1957-1968 (9) voru barbituröt tekin í rúmlega 65% til-
fella, og í töflu 6 sóst að notkun Mebumals hefur minnkað um helming en notkun
Diazepams hefur aukist um um það bil fjórðung á árunum 1971-1975. Er þetta að
mörgu leyti heppileg þróun því eitranir af völdum benzodiazepine lyfja eru mun
vægari og auðveldari viðfangs en barbiturat eitranirnar. Meprobamat, sem var í
öðru sæti í rannsókninni 1957-1968 (9), er nú að mestu horfið^af sjónarsviðinu.
Samkvænt rannsókn frá landlæknisembættinu og lyfjaeftirliti ríkisins (8) var sala
amfetaminlyf ja meiri hór en á öðrum Norðurlöndum. Þrátt fyrir það eru amfetamin-
lyf aðeins skráð í 3 tilvikum í þessari rannsókn og því ekci mikið um að sjúklingar
sóu lagðir inn á lyflæknisdeild vegna alvarlegrar misnotkunar á þessum lyf jum.
Áberandi er hversu stór hópur misnotar brói áfengi og lyf, 39% tilfellanna, og
einnig er £ mjög mörgum tilfellum um fleiri en eitt lyf að ræða, 32%. Er þetta
svipað niðurstöðum frá Odense (2) og London (3). Alls voru notaðar um 60 mis-
munandi lyfjategundir, en engin eitrun var skráð af völdum eiturlyfja (hard drugs).
Samantekt
Grein þessi er yfirlit yfir lyfjaeitranir innlagðar á lyflækningadeild Borgar-
spitalans árin 1971-1975 og er einungis fjallað um þær eitranir sem eru afleiðing
lyfjamisnotkunar. Alls voru innlagnir 318 og voru konur £ talsverður meirihluta,
hlutfallið 1.31:1 og um 80% sjúklinga voru innan við fimmtugt.
Innlagnafjöldi af völdum eitrana var svipaður frá ári til árs og hlutfallslega var
engin aukning á eitranatilfellum á þessu árabili. Er þetta mjög frábrugðið niður-
stöðum svipaðra rannsókna £ Skandinaviu og Englandi þar sem innlögnum af vöídum
eitrana (self-poisoning) hefur fjölgað mjög mikið á þessu timabili. Algengustu
ástaeður fyrir innlögn voru tentamen suicidi, 107 sjúklingar og abusus medicament-
orum, 84 sjúklingar. Algengt var að sjúklingar notuðu lyf og áfengi samt£mis,
39% tilfella, og fleiri en eitt lyf voru notuð £ 32% tilfella.
Misnotkun á Mebumal natrium hefur minnkað mjög mikið, en £ staðinn hafa komið lyf
sem valda vasgari eitrunareinkennum svo sem benzodiazepinelyf. Flestar voru inn-
lagnir á miðjum vetri, £ desember og janúar, og um hásumarið, £ júl£ og ágúst.
Summary
In-this article a 5-year^survey (1971-1975) is made of admissions due to self -
poisoningto the Reykjavik City Hospital Medical Department. The Reykjavik
City Hospital emergency room covers an area of approximately 100.000 inhabitants.
Contrary to most other reports from Scandinavia and England there has not been a
sigmficant rise in admissions due to self-poisoning during this period (fig. I).
The female male ratio is 1.31:1 and approximately 80% of the patients are under'
50 years of age. The use of barbiturates has declined and minor tranquilizers
ure the drugs most commonly used now- The use of alcohol and drugs in combination
ís very common, 39%, and polydrug overdose is recorded in 32% of the cases. The
highest incidence of admissions is in midwinter, December and January, and in
midsummer, July and August.