Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Page 130

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Page 130
fékk þar áframhaldandi sjúkraþjálfun og auk þess iójuþjálfun meó ákveðnu lið- verndarprógrammi. Við komu á deildina vildi hann í byrjun ganga með hægra hné beint og stíft, en hann hélt vinstra hné beygðu, þannig að það vantaði 35° upp á að hann rétti úr því til fulls. Ekki var að finna merki um vökva í hnjá- liðum og sjúklingur var hitalaus. Með virkri sjúkra- og iðjuþjálfun fór líðan sjúklings batnandi og hann útskrifaðist þ. 18.6.'76 og er þá verkjalaus, lið- status eðlilegur og hreyfing í liðum eðlileg og sársaukalaus. Foreldrum var gerð grein fyrir eðli sjúkdómsins og sjúklingi ráðlagt að taka áfram Aspirin. Greinarhöfundur fylgdist síðan með sjúklingi og var líðan góð, þar til í okt. 76, að vinstra hné var dálítið bólgið, en hreyfing í liðnum eðlileg. Kvartaði sjúklingur nú um stirðleika x vinstri hnélið og var það hans eina kvörtun. Rtg.mynd af báðum hnjám var tekin þ. 7. okt. '76 og var mynd, sem fyrr, eðlileg. Blóðstatus eðlilegur. Gigtarpróf neikvæð sem fyrr. Sjúklingur var nú orðinn þreyttur á að taka Aspirin og hætti lyfjatöku í samráði við foreldra sína. Mánuði síðar, eða þ. 11. nóv. '76 er hann lagður ihn á Lyflækningadeild Borgar- spítalans. Vinstra hné var orðið stokkbólgið og nú var hann einnig stirður í hægra hné. Blóðrannsóknir eðlilegar, en sökkið nœldist nú 16 mm., AST 1/166. Þvagskoðun eðlileg. Tvisvar var gerð ástunga á vinstra hnélið og samtals var tænt út 80 ml af gulleitum seigum vökva. Sjúklingur útskrifaðist þann 22. nóv. '76 og var ráðlagt að halda áfram reglulega með Aspirin. í jan. '77 er vinstra hné bólgið og var sjúklingi ráðlagt að taka antimalaría- lyf (Chlorokin) auk Aspirins. Við skoðun þann 2. mars '77 er líðan sjúklings góð og engin bólga í liðum. Greinarhöfundur sá síðan sjúkling ekki aftur fyrr en í lok okt. '77. Þá var vinstra hné aftur orðið bólgið og verkur í liðnum. Sjúklingur hafði í byrjun júní '77 hætt allri lyfjatöku, þar sem hann var orðinn þreyttur á "langvarandi töfluáti" og var auk þess einkennalaus frá liðum. Ný rtg.mynd var tekin þann 24. okt. '77 og sýndi nú greinilega breytingar í vinstra hnélið (usurumyndun á mediala tibia condylnum á epiphysunni, sem er lang algengasta beinbreytingin við rheumatoid arthrit í hnélið). Sjá röntgen- myndir. Einnig er grunur um bvrjandi samsvarandi breytingar í hægra hnélið. Sjúklingur er þannig kominn með greinilegar röntgenbreytingar, sem staðfesta sjúkdómsgreininguna. Þar sem vitað er, að langvarandi liðþelsbólga (synovitis) veldur niðurbroti á brjóski og beini í lið, þá þótti rétt að leggja sjúkling inn og undirbúa liðþelstöku (synovectomiu). Sjúklingur er því lagður inn á Endurhæfingadeild Borgarspítalans þann 31. okt. '77 og fær sjúkraþjálfun með tilliti til væntanlegrar skurðaðgerðar. Blóðstatus eðlilegur. S-elektroforesa eðlileg. ANF neikvæður. Þvagskoðun eðlileg, augnskoðun eðlileg. Hreyfigeta í vinstra hné er góð, en nokkur vökvi og liðþelsþykknun er til staðar. Þreifi- eymsli eru um allan liðinn, en aðallega utan og ofanvert við hnéskelina (suprapatellar recess) og yfir liðnum aftanveróum. Stungið er á liðnum þann 3. nóv. '77 og tæmt út 20 ml af gruggugum, hálfseigum vökva. Skoðun á liðvökva sýndi hvít blóðkom per mikrol.:3300, rauð blóðkorn per mikrol.:2.900, eggja- hvíta g/100 ml: 4,01, polymorfonuclear frumur 20, mononuclear 80, mucinclot eðlilegt, gigtarpróf á liðvökva neikvaá. Þann 8. nóv. '77 var síðan tekinn á Slysadeild Borgarspítalans liðþelsbiti til rannsóknar og reyndist liðþel veru- lega þykknað og bólgið. Snásjárskoðun á vefjabita sýndi fitu og bandvef að nokkru klæddan reglulegum liðþelsfrumum. Undir þekjunni dálítill bjúgur, fjöldi hárasða og dreifð íferð plasmafruma og lymphocyta. PAD: væg bólga (ospecifiskur synovitis). Sjúklingur fékk áframhaldandi þjálfun og þann 24. nov. '77 er gefið osmium í vinstri hnélið. Viku seinna, eða þann 1. des.'77, er liðþel síðan fjarlægt á Slysadeild Borgarspítalans (synovectomia gen.sin.). Liðþel var ekki eins bólgið og þegar sýni var tekið, enda hafði sjúklingurinn fengið osmium og gerði þetta aðgerðina mun auðveldari, en ella hefði orðið. Við útskrift þann 27. des. '77 var enginn vökvi í hnénu. Hreyfigeta góð, getur rétt úr hnénu til fulls og beygt í 140°. Líðan sjúklings hefur síðan verið góð og hann er aftur farinn að taka þátt í leikjum skólafélaga sinna. Tekur nú lyfin reglulega.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.