Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Page 130
fékk þar áframhaldandi sjúkraþjálfun og auk þess iójuþjálfun meó ákveðnu lið-
verndarprógrammi. Við komu á deildina vildi hann í byrjun ganga með hægra hné
beint og stíft, en hann hélt vinstra hné beygðu, þannig að það vantaði 35° upp
á að hann rétti úr því til fulls. Ekki var að finna merki um vökva í hnjá-
liðum og sjúklingur var hitalaus. Með virkri sjúkra- og iðjuþjálfun fór líðan
sjúklings batnandi og hann útskrifaðist þ. 18.6.'76 og er þá verkjalaus, lið-
status eðlilegur og hreyfing í liðum eðlileg og sársaukalaus. Foreldrum var
gerð grein fyrir eðli sjúkdómsins og sjúklingi ráðlagt að taka áfram Aspirin.
Greinarhöfundur fylgdist síðan með sjúklingi og var líðan góð, þar til í okt.
76, að vinstra hné var dálítið bólgið, en hreyfing í liðnum eðlileg. Kvartaði
sjúklingur nú um stirðleika x vinstri hnélið og var það hans eina kvörtun.
Rtg.mynd af báðum hnjám var tekin þ. 7. okt. '76 og var mynd, sem fyrr, eðlileg.
Blóðstatus eðlilegur. Gigtarpróf neikvæð sem fyrr. Sjúklingur var nú orðinn
þreyttur á að taka Aspirin og hætti lyfjatöku í samráði við foreldra sína.
Mánuði síðar, eða þ. 11. nóv. '76 er hann lagður ihn á Lyflækningadeild Borgar-
spítalans. Vinstra hné var orðið stokkbólgið og nú var hann einnig stirður í
hægra hné. Blóðrannsóknir eðlilegar, en sökkið nœldist nú 16 mm., AST 1/166.
Þvagskoðun eðlileg. Tvisvar var gerð ástunga á vinstra hnélið og samtals var
tænt út 80 ml af gulleitum seigum vökva. Sjúklingur útskrifaðist þann 22. nóv.
'76 og var ráðlagt að halda áfram reglulega með Aspirin.
í jan. '77 er vinstra hné bólgið og var sjúklingi ráðlagt að taka antimalaría-
lyf (Chlorokin) auk Aspirins. Við skoðun þann 2. mars '77 er líðan sjúklings
góð og engin bólga í liðum. Greinarhöfundur sá síðan sjúkling ekki aftur fyrr
en í lok okt. '77. Þá var vinstra hné aftur orðið bólgið og verkur í liðnum.
Sjúklingur hafði í byrjun júní '77 hætt allri lyfjatöku, þar sem hann var
orðinn þreyttur á "langvarandi töfluáti" og var auk þess einkennalaus frá liðum.
Ný rtg.mynd var tekin þann 24. okt. '77 og sýndi nú greinilega breytingar í
vinstra hnélið (usurumyndun á mediala tibia condylnum á epiphysunni, sem er
lang algengasta beinbreytingin við rheumatoid arthrit í hnélið). Sjá röntgen-
myndir. Einnig er grunur um bvrjandi samsvarandi breytingar í hægra hnélið.
Sjúklingur er þannig kominn með greinilegar röntgenbreytingar, sem staðfesta
sjúkdómsgreininguna. Þar sem vitað er, að langvarandi liðþelsbólga (synovitis)
veldur niðurbroti á brjóski og beini í lið, þá þótti rétt að leggja sjúkling
inn og undirbúa liðþelstöku (synovectomiu). Sjúklingur er því lagður inn á
Endurhæfingadeild Borgarspítalans þann 31. okt. '77 og fær sjúkraþjálfun með
tilliti til væntanlegrar skurðaðgerðar. Blóðstatus eðlilegur. S-elektroforesa
eðlileg. ANF neikvæður. Þvagskoðun eðlileg, augnskoðun eðlileg. Hreyfigeta
í vinstra hné er góð, en nokkur vökvi og liðþelsþykknun er til staðar. Þreifi-
eymsli eru um allan liðinn, en aðallega utan og ofanvert við hnéskelina
(suprapatellar recess) og yfir liðnum aftanveróum. Stungið er á liðnum þann
3. nóv. '77 og tæmt út 20 ml af gruggugum, hálfseigum vökva. Skoðun á liðvökva
sýndi hvít blóðkom per mikrol.:3300, rauð blóðkorn per mikrol.:2.900, eggja-
hvíta g/100 ml: 4,01, polymorfonuclear frumur 20, mononuclear 80, mucinclot
eðlilegt, gigtarpróf á liðvökva neikvaá. Þann 8. nóv. '77 var síðan tekinn á
Slysadeild Borgarspítalans liðþelsbiti til rannsóknar og reyndist liðþel veru-
lega þykknað og bólgið. Snásjárskoðun á vefjabita sýndi fitu og bandvef að
nokkru klæddan reglulegum liðþelsfrumum. Undir þekjunni dálítill bjúgur,
fjöldi hárasða og dreifð íferð plasmafruma og lymphocyta. PAD: væg bólga
(ospecifiskur synovitis). Sjúklingur fékk áframhaldandi þjálfun og þann 24.
nov. '77 er gefið osmium í vinstri hnélið. Viku seinna, eða þann 1. des.'77,
er liðþel síðan fjarlægt á Slysadeild Borgarspítalans (synovectomia gen.sin.).
Liðþel var ekki eins bólgið og þegar sýni var tekið, enda hafði sjúklingurinn
fengið osmium og gerði þetta aðgerðina mun auðveldari, en ella hefði orðið.
Við útskrift þann 27. des. '77 var enginn vökvi í hnénu. Hreyfigeta góð, getur
rétt úr hnénu til fulls og beygt í 140°. Líðan sjúklings hefur síðan verið góð
og hann er aftur farinn að taka þátt í leikjum skólafélaga sinna. Tekur nú
lyfin reglulega.