Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Page 140
lega nýlega er komið á markað (22).
Rannsóknir hafa leitt í ljós, að halothane eykur blóðrás í heila (23,4). Þrýsting-
urinn eykst einnþá meira ef hann hefur verið hækkaður fyrir af einhverjum orsökum.
Þrýstingshækkunin mun þó ekki vara lengur en 10-30 mín. og einnig ná korra í veg
fyrir þessa hækkun hjá flestum, en ekki öllum, ef sjúklingarnir eru látnir ofanda
í 10 mín. áður en farið er að nota halothane (2,16).
Methoxyflurane eykur blóðrás í heila svipað og halothane.
Enflurane var í fyrstu ekki talið hækka þrýsting í heilabúi, en nýrri rannsóknir
sýna, að umtalsverð hækkun verður við enfluranesvæfingar (19). Glaðloft hefur
lítil áhrif á blóðrás í heila og mun ekki hækka þrýsting í heilabúi, nema ef til
vill hjá sjúklingum, sem eru með aukinn þrýsting af einhverjum orsökum.
Ether og Cyclopropan eru ekki notuð við aðgerðir á heila, meðal annars vegna
sprengihættu.
Ketamine veldur mikilli hækkun á þrýstingi í heilabúi og er talið óheppilegt til
svæfinga hjá sjúklingum með aukinn þrýsting (20).
Morfín og mepheredine minnka heilablóðrás. Sama er að segja um lyf þau sem eru
notuð til "neurolept" svæfinga, droperidol og fentanyl (7).
Lengi vel var haldið að curare hefði lítil áhrif á heilann, en nýlega hefur verið
sýnt fram á, að curare eykur þrýsting í heilabúi (21). Talið var hugsanlegt að
histaminframköllun orsakaði þessa þrýstingshækkun. Pancuronium, sem kom á markað-
inn sem vöðvaslakandi lyf fyrir nokkz'um árum, veldur ekki histaminframköllun og er
því talið betra en curare við svæfingar vegna heilaaðgerða. Hins vegar getur það
valdið nokkurri blóðþrýstingshækkun og er því hugsanlegt að betra sl að nota curare
hjá sjúklingum með mjög hækkaðan blóðþrýsting.
Sársauki og óróleiki eykur þrýsting í heilabúi bæði hjá heilbrigðum og sjúklingum
með heilaskemmdir og hugsanlega einnig hjá meðvitundarlausum. Þess vegna er talið
ráðlegt að nota verkjalyf nokkuð ríkulega hjá slíkum sjúklingum.
Langt er síðan ljóst varð, að hæfileg oföndum (Pa C02 25-35 mm.Hg.) lækkaði þrýst-
ing 1 heilabúi (13). Þessi þrýstingslækkun stafar af minnkaðri blóðrás í þeim
hluta heilans, sem svarar breytingum á koldioxidþrýstingi og er því nauðsynlegt
að nægilegur heilbrigður heilavefur sá til staðar. Varast skal mikla oföndun
(pa Co2<20 mm.Hg.) ella getur súrefnisskortur orðið í heilanum. Aðrar aðferðir,
sem notaðar eru til að lækka þrýsting í heilabúi, eru þær að draga út ireenuvökva
eða nota lyf, svo sem mannitol, urea, furosemide (Lasix) og stera.
í eðlilegum heila er blóðrásinni stýrt með svokallaðri sjálfstjóm (autoregulation)
sem slr heilanum fyrir eðlilegri blóðrás, þrátt fyrir sveiflur í blóðþrýstingi.
Þessi sjálfstjórn hefur efri og neðri mörk. Neðri mörkin eru u.þ.b. 60 mm.Hg. hjá
sjúklingi með eðlilegan blóðþrýsting og efri mörk um 125-140 mm.Hg. Neðan við
þessi mörk verður blóðrás ónóg í heila og ofan við mörkin verður æðaútvíkkun og
plasmaleki, sem eykur þrýsting í höfuðkúpu (11). Hjá sjúklingum með háan blóð-
þrýsting færast þessi mörk upp á við, þannig að ónóg blóðrás verður við hærri
blóðþrýsting og bjúgur sömuleiðis. Talið er þó, að ekki sl hætta á ferðum, ef
blóðþrýstingur hækkar aðeins stutta stund.
Líkamskæling niður £ 28-30°C mun hafa verið nokkuð notuð áður í sambandi við heila-
aðgerðir, einkum þegar þurft hefur að loka fyrir slagæð einhvern tíma. Þessi að-
ferð mun nú lítið notuð og hefur ekki verið notuð af okkur.
I sambandi við aðgerðir í fossa posterior í sitjandi stöðu eru tvö vandamál helst,
annars vegar lágur blóðþrýstingur og hins vegar loftkekkir. Af 25 sjúklingum, sem
voru 1 sitjandi stöðu var blóðþrýstingsfall í byrjun aðeins hjá tveimur. Þessi