Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Page 147
ÆXLI I HEILADINGLI OG GRENND
Árni B. Stefánsson
Bjarni Hannesson
Kristinn Guðmundsson
Frá skurðlækningadeild
Inngangur
Æxli £ heiladingli og nánasta umhverfi hans (regio sellae turcicae) verður að
teljast fremur sjaldgæfur sjúkdómur. Fram á árið 1972 voru sjúklingar með slík
æxli og aðra skurðtæka sjúkdóma í heilabúi sendir utan til lækninga, einkum til
Danmerkur, en þá hófu tveir heila- og taugaskurðlæknar störf á skurðlækningadeild
Borgarspítalans. Frá þeim tíma hafa heilauppskurðir farið fram þar.
Grein þessi fjallar um alla sjúklinga með æxli í eða við heiladingul, sem komið
hafa til aðgerðar á Borgarspítalann frá 1972 til þessa dags. Fjöldi sjúklinga
gefur allgóða hugmynd um tíðni þessara sjúkdóma hér á landi á umræddu tímabili,
þar sem aðgerðir á þessu sviði eru ekki framkvændar annars staðar hérlendis.
Efniviður
Um er að ræða alls fjórtán sjúklinga, semt voru á aldrinum 29 til 74 ára þegar þeir
komu til meðferðar. Konur voru sex, en karlar átta. Utan af landi voru sex, en
átta af stór-Reykjavíkursvæðinu. Þrír höfðu áður farið í aðgerð erlendis vegna
sama sjúkdóms. Einn þeirra hafði meningioma og var skorinn upp í Kaupmannahöfn
1954, annar craniopharyngioma, skorinn í Kaupmannahöfn 1955, og sá þriðji einnig
craniopharyngioma og var skorinn upp tvisvar á árinu 1968 á Mayo Clinic, Rochester,
Minnesota.
Greining og einkenni
Sjóntruflun er eitt mikilvægasta einkennið í þessum sjúkdómi. Sjónsviðsbrevtingar
komu fram hjá öllum, sem sjónsviðsmæling var gerð hjá (12), og var yfirleitt um
breytingar til hliðanna (temporal) að ræða.
Níu sjúklingar leituðu fyrst augnlæknis vegna sjóntruflana og átta þeirra voru
lagðir inn með ákveðinn grun um æxli vegna sjónsviðsbreytinga. Einn sjúklingur
var innlagður af augnlækni með grun um "retrobulbar neuritis", rannsókn leiddi í
ljós hækkun á calcium í serum, sem aftur leiddi til fundar á æxlum í kalkkirtlum
(adenonHta), sem voru tekin og skownu síðar fannst stækkun á sella turcica og
adenoma í heiladingli. Hvað annað varðar vísast til töflu 1.
Rannsóknir
1. Venjulegar blóðrannsóknir, lungnamynd og hjartarafrit voru tekin í öllum til-
vikum, en leiddu ekkert sérstakt í ljós. Mælingar á blóðsöltum voru yfirleitt
innan eðlilegra marka, en £ þrem tilvikum fannst haekkað chlorid, sem gefur
reyndar engar sérstakar upplýsingar, £ einu tilviki hækkað calcium, samanber
sjúklinginn, sem segir frá hér að ofan, og £ tveimur tilvikum laakkað kal£um.
Hormónahagur var kannaður hjá öllum sjúklingum fyrir aðgerð. Þetta var vfir-
leitt gert af innkirtlasérfræðingum utan Borgarsp£tala og þær niðurstöður
liggja ekki að öllu leyti fyrir £ sjúkraskrám skurðlækningadeildar, en nokkuð
var um lækkun á 17 keto-steroidum £ þvagi eða cortesoli £ serum og einnig var
um lækkuð skjaldkirtlispróf að ræða.
145