Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Síða 149
lega fylgst með þvagútskilnaði hvern klukkutíma og vökvagjöf aukin í samraani
við það. Markvert er, að ekki fengu nema fimm sjúklingar skammvinnan diabetes
insipidus eftir aðgerð, einn hafði haft diabetes insipidus fyrir aðgerð og var
ekki um neina sérstaka breytingu á því að ræða í eða eftir aðgerðina.
Cortison acetat var gefið fyrir og áfram eftir aðgerð í smáminhkandi skömmtum
niður í 37,5 mg á sólarhring, sem talinn er nægilegur viðhaldsskammtur. Á þeirri
meðferð útskrifuðust allir nema tveir, sem haft höfðu meningioma, og útskrifuðust
lyfjalausir. Cortison meðferðin þjónar tvennum tilgangi; sem viðhaldsmeðferð ef
um skort á ACTH og þannig cortisoni er að ræða og sem hindrandi (suppressiv) með-
ferð á heiladingul (áframhaldandi æxlisvöxt).
Sex sjúklingar útskrifuðust á thyroxin meðferð, allir vegna lágra skjaldkirtils-
prófa, ýmist fyrir og eftir, eða eingöngu eftir aðgerð. Einn sjúklingur hafði
panhypopituitarismus fyrir aðgerð og var á meðferð og hélt sömu meðferð áfram
eftir aðgerð.
Sjö sjúklingar fengu geislameðferð, þ.e. allir sjúklingar með craniopharyngioma og
auk þess fjórir sjúklingar með adenoma. Geislameðferð var gefin í samráði við
röntgenlækna á Landspítala. Á seinni árum hefur yfirleitt verið talið rétt að
geisla craniopharyngioma, þó að það geti á engan hátt talist illkynja æxli og sé
af öðrum uppruna. Ástæðan er sú, að geislun kemur að einhverju leyti í veg fyrir
áframhaldandi blöðrumyndanir, sem alloft koma fyrir við craniopharyngioma, sérstak-
lega eftir aðgerð.
Hvað eosinophil adenomin varðar er yfirleitt talið rétt að geisla sjúklinga með
virk æxli (acromegaliu), ef ekki eru merki um suprasellar æxlisvöxt (sjónsviðs-
truflanir). Sé aftur á móti um hann að ræða þykir rétt að gera frontal cranio-
tomiu og nema æxlið brott ásamt hluta af framparti (pars anterior) heiladinguls og
geisla sjúklinginn á eftir.
Rétt er geta þess, að á seinni árum hefur færst í voxt að gera transsphenoidal
brottnám á heiladingli eða denomum úr honum, þó ekki sé um sjónsviðstruflanir að
ræða og er farið að gera það í stað geislunar.
Transsphenoidal aðgerðinni er einkum beitt þegar heiladingull er tekinn sem palli-
ativ ráðstöfun hjá sjúklingum með krabbamein tengd innkirtlastarfsemi (prostata og
mamma), eða vegna slamrar retinopathiu hjá sykursýkisjúklingum.
Hjá þeim sjúklingum, sem hafa einkenni ofan sella turcica, eins og sjónsviðstrufl-
anir eða obstructivan hydrocephalus, gera flestir enn frontal craniotomiu, sem
reyndar var gerð hjá öllum þeim sjúklingum, sem hér um ræðir.
Hvað chromofob adenomin varðar er geislameðferð umdeild, en þar skiptast þeir
sjúklingar sem hér um ræðir í tvo hópa, eftir því hjá hvorum taugaskurðlækninum
þeir hafa verið. Ekki er ástæða til fara út á hálar brautir hvað rök snertir með
eða á móti geislun chromofob adenoma.
Tíu sjúklingar útskrifuðust heim til sín, tveir útskrifuðust á Landspítalann til
mats á innkirtlastarfsemi og fleira, og tveir útskrifuðust til endurhæfingar á
Grensásdeild Borgarspítalans.
öllum sjúklingunum hefur verið fylgt eftir í góðri samvinnu taugaskurðlækna, inn-
kirtlasérfræðinga, taugalækna og augnlækna.
Sjónsviðsnœlingar hafa verið gerðar árlega a.m.k. hjá tólf-sjúklingum. Hjá tveimur
hefur verið talið ástæðulaust að fá sjónsvið.
Fylgikvillar
Eftir þær aðgerðir, sem hér um ræðir, var lítið um fylgikvilla. Aðgerðirnar eru
147