Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Qupperneq 46

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Qupperneq 46
44 brustu, er gaskútur sprakk, þegar ihann var að logsjóða. Kaðall slóst í auga verkamanns í stálsmiðju og vélvirkjanemi missti auga í ótilgreindu vinnuslysi. Tveir slösuðust við vinnu í niðursuðuverk- smiðju. Yíir annan helltist vítissódi, er hann vann við hreinsun, en hinn rak hníf í auga í kaffitíma, er hann var að opna öl- flösku með hnífi og hlaut hann holund. Einn fékk maurasýru í augu við sútunar- vinnu og annar rak koparvír í auga, er hann var að vírbinda ullarknippi, hlaut af þvi holund. Unglingur fékk vítissóda í auga við flösku- þvott í gosdrykkjaverksmiðju og starfsmað- ur i verksmiðju fékk asbestduft í auga. Starfsmaður í lýsisbræðslu fékk vítissóda í auga og kaðall slóst í auga verkamanns við tógvinnu. 9.3.5 ViÖ landbúnaöarstörf slösuöust 9: Af þeim meiddust þrír af völdum húsdýra. Kýr stangaði gamlan sjóndapran bónda og hefur hann nú aðeins ljósskynjun á auganu. Kind stangaði einn við rúningu og í annan sparkaði kálfur. Þrír slösuðust við girðingarvinnu. Missti einn þeirra auga er gaddavír reif það, en hinir hlutu minniháttar augnáverka. Drengur í sveit fékk heykvísl í auga og er sjón á því nú 6/60 Snellen vegna slysadrers. Strá stakkst í gegnum glæru eins við heyskap og bóndakona fékk lút í auga við þvott á mjaltavél. Hlaut hún af þvi ör á glæru og er sjón á því 6/24 Snellen. 9.3.6 Viö ýmis konar vinrm uröu fyrir augnslysum 7: Af þeim voru þrír, sem fengu háþrýsti- vatnsbunu í auga, tveir slökkviliðsmenn og einn unglingur. Hlaust af því slæmt augn- mar í öllum tilfelium. Ungur maður fékk málmbút í auga við há- spennulínuvinnu, hlaut af því holund og slysadrer. Hafnarverkamaður fékk slæmt högg á auga við uppskipun og er sjón á auganu að- eins handarhreyfing. Einn rak sig á og fékk við það gat á veitukúf (filtrationsblöðru), sem hann hafði á auganu eftir glákuaðgerð. Leikari hlaut minniháttar augnbruna af völdum gerviblóðs á leikæfingu. 9.4 Slys tengd umferð. Tuttugu og tvö slysanna eða 4% voru tengd umferð. Dreifing meðal kynja var jöfn, 11 karlar og 11 konur. Holund hlutu 45.6%, 31.8% augnmar og 22.7% minniháttar augn- áverka. 1 umferðarslysunum töpuðust fjögur augu, tvö hafa aðeins ljósskynjun og níu hlutu eitthvert sjóntap. Fjórtán slösuðust i bilslysum sem far- þegar: Af þeim voru 11 sem skullu í fram- rúðu og hlutu níu holund á auga og eru þrjú þeirra ónýt. Eitt framsætaslysanna er sérlega lær- dómsrikt. 1 því slasaðist 18 ára piltur. Hlaut hann marga skurði í andliti og var gert að slysum hans á sjúkrahúsi úti á landi. Mikið mar og bjúgur var í augnlokum, og ekki litið á augun fyrr en rúmri viku síðar, að í ljós kom að hann hafði hlotið holundir á bæði augu og er annað sennilega ónýtt. Sjö ára stúlka hljóp fyrir bíl á leið í skól- ann og ekið var á gamlan bónda, á þjóðvegi gegnum hlaðið. Hlaut hann töluverð andlits- meiðsli og missti annað augað. Tólf ára drengur hlaut slæmt mar á auga, þegar grjóthnullungur spýttist undan aftur- hjóli bils, sem spólaði af stað. Bóndi, sem ók dráttarvél eftir þjóðvegi fékk stein í auga undan bíl, sem ók fram úr. Tveir slösuðust við notkun bifhjóla. 1 öðru tilfellinu ók ungur maður út af vegi og rotaðist, hlaut einnig augnmar. 1 hinu til- fellinu skall krókur á farangursgrindar- teygju í auga unglings, er verið var að draga bifhjólið með henni. Hlaut hann slæmt augnmar með slysadreri. Maður fékk krók í auga, er hann var að spenna fastan farangur á farangursgrind með þar til gerðri teygju. Sjón á því auga er aðeins handarhreyfing. Kona hlaut lömun á augnvöðvataug eftir höfuðkúpubrot, er hún var farþegi á skipi. 9.5 Slys í sambandi við skemmtanir og áfengisneyslu. Slys við skemmtanir og áfengisneyslu voru 41 eða 7.5% slysanna. Nær eingöngu karlmenn eru i þessum flokki. Langflestir voru á aldrinum 16—50 ára. Aðeins einn var 15 ára og fimm eldri en 50 ára. Holund hlutu 22.0%, 34.2% augnmar, 7.3% augnbruna og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.