Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Page 5
3
Ársæll Jónsson, Hörður Filippusson, Ólafur Grímur Björnsson,
Bjarni Þjóðleifsson
FRUMRANNSÓKN Á EFNASAMSETNINGU GALLS
MEÐAL ÍSLENDINGA
INNGANGUR
Kólesterolgallsteinar eru algengt vanda-
mál meðal vestrænna þjóða, og fara Islend-
ingar ekki varhluta af því. Áætla má, að
tiðni gallsteina sé um 20% meðal miðaldra
kvenna á íslandi.2 Það er nokkuð lægri tíðni
en gerist meðal Svía og aðeins 1/3—1/4 af
þeirri tíðni, sem hæst gerist i heiminum í
dag.3 4 Kliniskar athuganir benda til, að
gallsteinar séu algengari meðal kvenna, og
aðrir átættuþættir eru offita, notkun pillunn-
ar, blóðkólesterollækkandi lyf og megrunar-
kúrar.
Nýjar mælingaraðferðir á efnasamsetn-
ingu galls hafa bent til, að hlutfallsleg aukn-
ing á kólesteroli í galli, miðað við gallsölt
og fosfolípíða, sé undanfari myndunar kól-
esterolgallsteina hjá mönnum.7 Samspil
þessara þriggja þátta hefur verið túlkað með
þríhyrningi, sem kenndur er við Admirand og
Small.1 1 þessari grein er skýrt frá notkun
þessara aðferða við rannsókn á gallsýnum úr
Islendingum. Áhugavert var að kanna, hvort
samsetning galls í íslendingum væri frá-
brugðið þvi, sem gerist meðal annarra þjóða.
f grein þessari er skýrt frá niðurstöðum
frumrannsóknar af þessu tagi.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Gallsýni voru fengin hjá 41 einstaklingi,
sem skipt var í 3 hópa. Fyrsti hópurinn sam-
anstóð af 11 heilbrigðum einstaklingum sem
samanburðarhópur. f öðrum hópi voru 23
sjúklingar, sem undirgengust skurðaðgerð
vegna gallsteina, og var sýni tekið á meðan
á aðgerð stóð. í þriðja hópnum voru 7 maga-
skornir einstaklingar, sem innkallaðir voru
til hópskoðunar með magaspeglun. Hópur 1
og 3 voru rannsakaðir fastandi að morgni.
Slanga var leidd niður í skeifugörn, og þvi
næst gefið cholecystokinin í æð til þess að
framkalla samdrátt í gallblöðru.
Enzym-spektrofotometriskar aðferðir voru
notaðar við mælingu. á gallsýrum og kólest-
eroli, en fosfolípiðar voru mældir sem fosfat
eftir úrdrátt með fitusolvent.11
Notað var t-test til að bera saman niður-
stöður hópanna. Uppleysanleiki kólesterols í
gallsýnum var metinn með því að færa nið-
urstöðutölur inn á þríhyrning Admirands og
Smalls.1 Rannsóknir þeirra höfðu sýnt fram
á, að kólesteról helst i upplausn innan boga-
dregnu linunnar, en myndar kristalla utan
hennar (mynd 1). í þríhyrningnum eru not-
uð hlutfallsgildi efnanna innbyrðis og þynn-
ingaráhrif hafa þvi ekki áhrif á niðurstöður.
NIÐURSTÖÐUR
í Töflu I sést, að kólesterof í galli sjúk-
finga með gallsteina er marktækt hærra (p<
0,05) en hjá heilbrigðum og hjá einstakling-
um, sem gengist höfðu undir magaskurð.
Gallsölt mældust marktækt hærri (p<0,05)
hjá magaskornu fólki, miðað við heilbrigða-
og gallsteinahópinn. Fosfólípídar mæidust
marktækt lægri (p < 0,05) hjá magaskornu
fólki, miðað við hina hópana tvo.
Þessar niðurstöður voru settar inn i þrí-
hyrning Admirands og Smalls, sjá mynd 1.
Frá lyflæknisdeild Landspítalans og Rannsókn-
arstofu Landspítalans í meinefnafræði.