Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Blaðsíða 5

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Blaðsíða 5
3 Ársæll Jónsson, Hörður Filippusson, Ólafur Grímur Björnsson, Bjarni Þjóðleifsson FRUMRANNSÓKN Á EFNASAMSETNINGU GALLS MEÐAL ÍSLENDINGA INNGANGUR Kólesterolgallsteinar eru algengt vanda- mál meðal vestrænna þjóða, og fara Islend- ingar ekki varhluta af því. Áætla má, að tiðni gallsteina sé um 20% meðal miðaldra kvenna á íslandi.2 Það er nokkuð lægri tíðni en gerist meðal Svía og aðeins 1/3—1/4 af þeirri tíðni, sem hæst gerist i heiminum í dag.3 4 Kliniskar athuganir benda til, að gallsteinar séu algengari meðal kvenna, og aðrir átættuþættir eru offita, notkun pillunn- ar, blóðkólesterollækkandi lyf og megrunar- kúrar. Nýjar mælingaraðferðir á efnasamsetn- ingu galls hafa bent til, að hlutfallsleg aukn- ing á kólesteroli í galli, miðað við gallsölt og fosfolípíða, sé undanfari myndunar kól- esterolgallsteina hjá mönnum.7 Samspil þessara þriggja þátta hefur verið túlkað með þríhyrningi, sem kenndur er við Admirand og Small.1 1 þessari grein er skýrt frá notkun þessara aðferða við rannsókn á gallsýnum úr Islendingum. Áhugavert var að kanna, hvort samsetning galls í íslendingum væri frá- brugðið þvi, sem gerist meðal annarra þjóða. f grein þessari er skýrt frá niðurstöðum frumrannsóknar af þessu tagi. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Gallsýni voru fengin hjá 41 einstaklingi, sem skipt var í 3 hópa. Fyrsti hópurinn sam- anstóð af 11 heilbrigðum einstaklingum sem samanburðarhópur. f öðrum hópi voru 23 sjúklingar, sem undirgengust skurðaðgerð vegna gallsteina, og var sýni tekið á meðan á aðgerð stóð. í þriðja hópnum voru 7 maga- skornir einstaklingar, sem innkallaðir voru til hópskoðunar með magaspeglun. Hópur 1 og 3 voru rannsakaðir fastandi að morgni. Slanga var leidd niður í skeifugörn, og þvi næst gefið cholecystokinin í æð til þess að framkalla samdrátt í gallblöðru. Enzym-spektrofotometriskar aðferðir voru notaðar við mælingu. á gallsýrum og kólest- eroli, en fosfolípiðar voru mældir sem fosfat eftir úrdrátt með fitusolvent.11 Notað var t-test til að bera saman niður- stöður hópanna. Uppleysanleiki kólesterols í gallsýnum var metinn með því að færa nið- urstöðutölur inn á þríhyrning Admirands og Smalls.1 Rannsóknir þeirra höfðu sýnt fram á, að kólesteról helst i upplausn innan boga- dregnu linunnar, en myndar kristalla utan hennar (mynd 1). í þríhyrningnum eru not- uð hlutfallsgildi efnanna innbyrðis og þynn- ingaráhrif hafa þvi ekki áhrif á niðurstöður. NIÐURSTÖÐUR í Töflu I sést, að kólesterof í galli sjúk- finga með gallsteina er marktækt hærra (p< 0,05) en hjá heilbrigðum og hjá einstakling- um, sem gengist höfðu undir magaskurð. Gallsölt mældust marktækt hærri (p<0,05) hjá magaskornu fólki, miðað við heilbrigða- og gallsteinahópinn. Fosfólípídar mæidust marktækt lægri (p < 0,05) hjá magaskornu fólki, miðað við hina hópana tvo. Þessar niðurstöður voru settar inn i þrí- hyrning Admirands og Smalls, sjá mynd 1. Frá lyflæknisdeild Landspítalans og Rannsókn- arstofu Landspítalans í meinefnafræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.