Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Síða 29

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Síða 29
27 Jón G. Stefánsson, Ingvar Kristjánsson ATHUGUN Á GREININGARHÆFNI TVEGGJA SPURNINGAUSTA NOTAÐRA VIÐ HÓPRANNSÓKNIR I GEÐLÆKNISFRÆÐI INNGANGUR Geðlæknisfræðilegar hóprannsóknir bein- ast oft að þvi að finna ókunn geðsjúkdóms- tilfelli í skýrgreindum hóp. Til þessa eru not- uð sálfræðileg próf, skoðanir eða aðrar að- ferðir, sem henta þykja. Með þessum að- ferðum er reynt að greina á milli þeirra ein- staklinga hópsins, sem sennilega eru geð- sjúkir og hinna, sem líklega eru heilbrigðir á geði. Þær aðferðir, sem notaðar eru við hóprannsóknir leiða ekki til sjúkdómsgrein- ingar, en þeir einstaklingar, sem þær benda til að geti verið sjúkir, þarfnast nánari skoðunar til að ákveða hvort þeir séu sjúkir og þá til sjúkdómsgreiningar ef við á. Aðferðir til hóprannsókna verða að vera ódýrar og auðveldar í r.otkun. Þær þurfa einnig að vera þannig úr garði gerðar að hægt sé að fá sem flesta einstaklinga þess hóps, sem á að skoða til samvinnu i rann- sókninni. Aðferðin verður að greina sem allra best milli þeirra, sem eru sjúkir og hinna, sem eru heilbrigðir. Greiningarhæfni hóprannsóknaraðferða er oft skipt í tvo þætti: Sértækni (specifity) eða getu til þess að greina rétt þá, sem eru heilbrigðir (heil- brigðir rétt greindir á prófi/allir heilbrigðir) og fundvísi (sensitivity) eða getu til þess að greina rétt þá, sem eru sjúkir (sjúkir rétt greindir á prófi/allir sjúkir). Heildargrein- ingargetu prófs má líta á t.d. með þvi að skoða ranggreiningartiðni (overall misclassi- fication rate) (ranggreindir á prófi/heildar- fjöldi). Til þess að hægt sé að reikna greiningar- hæfni hóprannsóknaraðferðar verður að gera undirstöðugreiningu, sem byggist á gildri aðferð til að greina á milli sjúkra og heilbrigðra og sé notuð sem undirstaða út- reikninga á greiningarhæfni hóprannsóknar- aðferðarinnar. í geðlæknisfræði er geðlækn- isskoðun sú aðferð, sem nota verður til und- irstöðugreiningar. Sýnt hefur verið fram á Frá geðdeild Landspítalans að áreiðanleiki sjúkdómsgreininga geðlækna, sem beita hefðbundnum aðferðum er mestur í þvi að skilja á milli geðveiki annars vegar og vægari geðsjúkdóma hins vegar, en á- reiðanleiki minnkar mjög þegar litið er á undirflokkun t.d. hinna vægari sjúkdóma t.d. hugsýki. Líklegt er að áreiðanleikinn verði sömuleiðis lítill við að greina á milli heil- brigðra og vægt veikra. Á síðasta áratug hefur verið mikið unnið að því að gera hið geðlæknisfræðilega mat áreiðanlegra, sér- staklega með notkun staðlaðra geðskoðunar- viðtala. Með notkun þeirra hefur tekist að skapa mjög gott samræmi í niðurstöðum geðskoðunar þeirra, sem kunna að nota að- ferðina.0 Það staðlaða geðskoðunarviðtal, sem lík- lega er þekktast, er hið svokallaða „Present State Examination" (P.S.E.), sem hefur ver- ið gert og þróað af Wing og félögum hans.4 Viðtalið nær til einkenna, sem fram hafa komið mánuðinn á undan, allir eru spurðir vissra spurninga, en aðrar spurningar aðeins bornar fram þegar ákveðnum skilyrðum er fullnægt. Spyrjandanum er frjálst að spyrja nánar í kringum þau svör, sem hann fær til að gera það upp við sig hvernig réttast er að svara hinum stöðluðu spurningum. Við- talið er töluvert sveigjanlegt og niðurstöður þess hafa reynst áreiðanlegar, þannig að þeir, sem þjálfaðir eru í notkun þess eru mjög líklegir til þess að komast að sömu niðurstöðu varðandi þau einkenni, sem kom- ið hafa fram hjá sjúklingi s.l. mánuð. Hér verður gerður samanburður á tveim spurningalistum, sem viða hafa verið not- aðir við geðlæknisfræðilegar hóprannsóknir. Sá fyrri ,,The Cornell Medical Index Health Questionnaire" (C.M.I.) hefur verið notaður mjög víða í geðlæknisfræðilegum hóprann- sóknum þótt hann væri í fyrstu gerður til að flýta fyrir og hjálpa i almennri kliniskri vinnu.1 Þrátt fyrir þennan uppruna hefur þessi spurningalisti reynst gagnlegur í hóp- t
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.