Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Side 33
31
staklega er það sértækni spurningalistanna,
sem var lakari, þ.e.a.s. þeir greina fleiri heil-
brigða sem sjúka.
Sé litið á greiningarhæfni spurningalist-
anna eftir kynjum, kemur í ijós að misgrein-
ingartíðni þeirra beggja er hærri hjá konum.
G.H.Q. við markgildið 2/3 hefur misgreining-
artíðni karla 14,0%, en kvenna 28,6% og
C.M.I. við markgildið 7/8, misgreiningartiðni
karla 16,3%, en kvenna 20,4%.
Líkurnar á því að sá, sem hefur gildið 8
eða hærra á C.M.I. sé veikur eru 73,0%, en
líkurnar á því að sá, sem hefur gildið 7 eða
lægra sé veikur eru 12,7%. Líkurnar á því
að sá, sem hefur gildið 3 eða hærra á G.H.Q.
sé veikur eru 68%, en líkurnar á því að sá,
sem hefur gildið 2 eða lægra sé veikur eru
15%.
UMRÆÐA
Þessar niðurstöður benda til að báðir
spurningalistarnir C.M.I. og G.H.Q., séu vel
nothæfir til geðlæknisfræðilegra hóprann-
sókna hérlendis, en best sé að nota mark-
gildi, sem eru nokkru lægri heldur en þau
markgildi, sem notuð hafa verið erlendis.
Misgreiningartíðni beggja spurningalistanna
er hér meiri hjá konum, en þetta er gagn-
stætt því, sem virst hefur sumsstaðar annars
staðar.7
Fram kemur sú tilhneiging að þeir, sem
eru rétt greindir með öðrum listanum, séu
lika rétt greindir með hinum og svo öfugt,
að þeir, sem eru rangt greindir með öðrum
listanum séu rangt greindir með hinum.
Virðist svo að ekki sé munur á því hverjir
greinast rétt með öðrum listanum fremur en
hinum og það sé heldur þannig að þeir mis-
greini báðir sama fólkið. Nánari sérkenni
þeirra, sem greinast sérlega illa með þessum
spurningalistum verða þó ekki ráðin hér.
Þar sem G.H.Q. er spurningalisti, sem sér-
staklega var gerður til geðlæknisfræðilegra
hóprannsókna hefði mátt ætla að árangur
með honum yrði nokkuð betri en árangur
með C.M.I., en í þessari rannsókn er svo
ekki, heldur er C.M.I. heldur betri að öllu
leyti. Munurinn er þó ekki mikill.
1 athugun þessari kemur fram að þeir
tveir heimilislæknar, sem tóku þátt í rann-
sókninni vanmeta ábendingar um nauðsyn
læknishjálpar við geðsjúkdóma. Af þessu
verður engin ályktun dregin um heimilis-
lækna almennt, en þó skal tekið fram að
báðir heimilislæknarnir, sem hér um ræðir,
voru að mati geðlæknanna tveggja áttaðir
með betra móti á geðrænum vandamálum
sjúklinga sinna. Reynst gæti gagnlegt fyrir
heimilislækni að láta sjúkling fylla út ann-
an hvorn spurningalistann, t.d. C.M.I. og at-
huga þá sjúklinga sérstaklega, m.t.t. geð-
sjúkdóms er hafa 8 eða fleiri jákvæð svör.
SUMMARY
The psychiatric (M-R) section of the Cornell
Medical Index Health Questionnaire (CMI)
and the 30-item General Health Questionnaire
(GHQ) have been validated against the cri-
terior of a psychiatric evaluation in a group of
patients coming to a general practitioner. The
misclassification rate for CMI is lowest at the
threshold score of 7/8 (18.5%) and for GHQ at
2/3 (20.7%). Specificity and sensitivity were
above 76% at these threshold scores. The mis-
classification ráte is higher for women and
for those who are misclassified by the other
questionnaire.
HEIMILDIR
1. Brodman, K., Erdman, A.J., Wolff, H.G.:
Cornell Medical Index Health Questionnaire
Manual. Cornell University Medical College,
New York, 1949.
2. Goldberg, D.: The detection of psychiatric
illness by questionnaire. Oxford University
Press, London, 1972.
3. Helgason, T.: Prevalence and incidence of
mental disorders estimated by a health
questionnaire and a psychiatric case register.
Acta Psychiat. Scand. 1978, 58:256-266.
4. Wing, J.K., Cooper, J.E. & Sartorius, N.:
Measurement and classification of psychia-
tric symptoms. Cambridge University Press,
London, 1974.
5. Wing, J.K., Mann, S.A., Leff, J.P. & Nixon,
J.M.: The concept of a „case“ in psychiatric
population surveys. Psychological medicine,
1978, 8:203-217.
6. Wing, J.K.: Methological issues in psychia-
tric case-identification. Psychological medi-
cine, 1980, 10:5-10.
7. Tarnepolsky, A., Hand, D.J., McLean, E.K.,
Roberts, H. & Wiggins, R.D.: Validity and
uses of a screening questionnaire (GHQ) in
the community. Brit. J. Psychiat. 1979, 134:
508-15.