Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Page 68

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Page 68
66 Sigurður Þorgrímsson, Árni Björnsson BRUNASJÚKLINGAR Á LANDSPlTALANUM ÁÁRUNUM 1964 til 1973 Fyrri grein INNGANGUR Landspítalinn hefur undanfarna áratugi gegnt sérstöku hlutverki, þegar brunasjúk- lingar eru annars vegar. Hefur það verið regla, þegar sjúklingar brennast og þurfa að leggjast inn á sjúkrahús, að þeir eru sendir á Landspítalann og er spitalinn ætíð opinn fyrir slíka sjúklinga. Ástæða fyrir þessu er fyrst og fremst sú sérhæfða aðstaða, sem lýtalækningar hafa haft á Landspítalanum fyrir meðferð bruna. Má reikna með, að í efnivið þeim, sem hér um ræðir, séu lang- flestir þeirra, sem hafa orðið að leggjast inn á sjúkrahús vegna brunasára hérlendis á at- hugunartimabilinu. Þar sem hér er um all- stóran sjúklingahóp að ræða, þykir okkur ástæða til að gera nokkra grein fyrir honum. Ætlunin er að birta efnið i tveim greinum. Sú fyrri, sem hér birtist, fjallar fyrst og fremst um fjölda sjúklinga, kyn og aldurs- skiptingu þeirra, orsakir slysanna og hvar þau verða, svo og legudagafjölda. 1 síðari greininni1 verður gerð grein fyrir meðferð sjúklinga, brunaveikinni sjálfri og fylgi- kvillum hennar, svo og afdrifum sjúklinga. Ástæða þess að þessi athugun er bundin árabilinu 1964—1973 er sú, að eftir þann tíma verður sú breyting á aðstöðu, að gjör- gæsludeild Landspítalans tekur til starfa, svo og lýtalækningadeild með aðstöðu til að meðhöndla einn sjúkling í einangrun. Á því timabili, sem athugunin nær yfir, urðu ekki neinar meiri háttar breytingar á brunameð- ferð í heiminum, en á síðari áratug hafa gerst þeir hlutir, sem orðið hafa til þess að breyta viðhorfum manna til meðferðar á brunasjúklingum og brunasárum. EFNIVIÐUR Farið var í gegnum sjúkraskrár allra þeirra, sem fengið höfðu sjúkdómsgreining- arnar combustio eða ambustio og legið höfðu Frá Barnadeild Hringsins og Lýtalækninga- deild, Landspítalanum. á handlækningadeild eða barnadeild Land- spítalans á árunum 1964 til 1973. Reyndust þeir vera 329 talsins. NIÐURSTÖÐUR l..Aldur og kyn: Aldurs- og kyndreifing er sýnd í töflu I. 1 þeirri umfjöllun, sem fer hér á eftir, er greint milli tveggja hópa, barna og fullorðinna. Þeir eru taldir fúll- orSnir, sem lögðust inn á handlækningadeild TAFLA I. Aldurs- og kyndreifing brunasjúk- linga jsem vistaSir voru á Landsyítalanum 1964 —1913. Aldur Karlar Konur 0—4 97 76 5—9 25 10 10—14 10 2 15—19 17 7 20—24 11 4 25—29 10 2 30—39 17 6 40—49 6 4 50—59 10 2 60—69 3 3 70 + 4 3 Alls 210 119

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.