Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 3
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34
3
LÆKNABLAÐIÐ
THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL
82. árg. Fylgirit 34 Desember 1996
Útgefandi:
Læknafélag Islands
Læknafélag Reykjavíkur
Aðsetur og afgreiðsla:
Hiíðasmári 8 - 200 Kópavogur
Símar:
Skiptiborð:
Lífeyrissjóður
Læknablaðið:
Bréfsími (fax)
Tölvupóstur:
Ritstjórn:
Gunnar Sigurðsson
Hróðmar Helgason
Jóhann Ágúst Sigurðsson
Viihjálmur Rafnsson ábm.
Ritstjórnarfulltrúi:
Birna Þóröardóttir
Tölvupóstur: birna@icemed.is
Auglýsingar:
Margrét Aðalsteinsdóttir
Tölvupóstur: magga@icemed.is
Ritari:
Ásta Jensdóttir
Tölvupóstur: asta@icemed.is
Upplag þessa heftis: 1.800
Áskrift: 6.840,- m/vsk.
Lausasala: 684,- m/vsk.
© Læknablaðið, Hlíðasmára 8,
200 Kópavogur, sími 564 4104.
Blað þetta má eigi afrita með
neinum hætti, hvorki að hluta né í
heild án leyfis.
Prentun og bókband:
Prentsmiðjan Grafík hf.
Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur.
Pökkun:
Plastpökkun, Skemmuvegi 8,
200 Kópavogur.
ISSN: 0023-7213
564 4100
564 4102
564 4104
564 4106
journal@icemed.is
VIII. ráðstefnan um rannsóknir í
læknadeild Háskóla íslands
3. og 4.jan.1997
Samkvæmt hefð er nú haldin VIII. ráðstefnan um rannsóknir
í læknadeild Háskóla íslands. Ráðstefnur þessar eru haldnar
annað hvert ár og hafa þær nú unnið sér sess meðal íslenskra
vísindamanna. Fyrsta ráðstefnan var haldin árið 1982 í tíð
þáverandi forseta læknadeildar, prófessors Víkings H. Arnórs-
sonar, barnalæknis.
Tímasetning ráðstefnunnar er valin nú um jólaleytið til að
hægt sé að nota húsrými háskólans í jólaleyfi námsfólks. Árið
1995 var svo mikil aðsókn að ráðstefnunni að tveir dagar með
tveimur samhliða fundum ásamt 74 veggspjöldum nægðu ekki
til kynningar á verkefnunum, sem voru 204 það árið. I þetta
sinn voru gerðar heldur meiri kröfur til úrvinnslu verkefnanna
og hefur það efalaust orðið þess valdandi að verkefnin eru
heldur færri í ár en síðast. Samt sem áður bárust rúmlega 180
verkefni nú og endurspeglar það mikla grósku í íslenskri rann-
sóknarvinnu. Fáeinum varð að hafna vegna þess að ekki varð
fullnægt fyrirfram auglýstum skilyrðum.
Pað hefur verið áhugavert að fylgjast með þeirri þróun sem
orðið hefur á rannsóknum og rannsóknarvinnu íslenskra lækna
undanfarna áratugi. Fyrir 20 - 30 árum voru það tiltölulega
mjög fáir íslenskir læknar sem lögðu stund á rannsóknir sam-
fara klínískri vinnu sinni. Helst var þá um að ræða faraldsfræði-
legar rannsóknir og uppgjör á eigin vinnubrögðum. Sárafáar
grunnrannsóknir voru gerðar hér á landi. íslendingar voru því
þiggjendur á sviði læknisfræði og lögðu sáralítið sem ekkert til
sjálfir.
Nú hefur hins vegar orðið gjörbreyting á, eins og sést af þeim
erindum og veggspjöldum sem hér eru kynnt á ráðstefnunni.
Fjölmargar merkilegar grunnrannsóknir eru nú stundaðar á
mörgum rannsóknarstofum við læknadeild Háskóla íslands
eða tengdum læknadeildinni. Margir af þeim rannsóknarhóp-
um sem stunda þessa vinnu hafa getið sér orðstír á erlendri
grund og birt niðurstöður rannsókna sinna í virtum erlendum
tímaritum.
Umhverfi læknadeildar Háskóla íslands er því orðið allt
annað en var og „akademíski" þankagangurinn er að ná fót-
festu á öllum sviðum læknisfræðinnar. Sjúkrahúsin, sem tengd
eru læknadeildinni, sinna nú vel þríþættu hlutverki sínu, sem er
í fyrsta lagi að lækna og líkna sjúkum, í öðru lagi að kenna
heilbrigðisstéttum og í þriðja lagi að sinna rannsóknum á hin-
um ýmsu sviðum læknisfræðinnar. Það síðastnefnda er nauð-
synlegur þáttur í gæðaeftirliti sjúkrahúsþjónustunnar, eykur
öryggi sjúklinganna og tryggir læknisfræðilega kunnáttu starfs-
fólksins.
Þau tæplega 180 verkefni sem hér eru kynnt á ráðstefnunni
um rannsóknir í læknadeild bera stöðu íslenskrar læknisfræði
glæsilegt vitni.
Atli Dagbjartsson, dr.med.
form. Vísindanefndar læknadeildar
Háskóla íslands