Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 3

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 3
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 3 LÆKNABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL 82. árg. Fylgirit 34 Desember 1996 Útgefandi: Læknafélag Islands Læknafélag Reykjavíkur Aðsetur og afgreiðsla: Hiíðasmári 8 - 200 Kópavogur Símar: Skiptiborð: Lífeyrissjóður Læknablaðið: Bréfsími (fax) Tölvupóstur: Ritstjórn: Gunnar Sigurðsson Hróðmar Helgason Jóhann Ágúst Sigurðsson Viihjálmur Rafnsson ábm. Ritstjórnarfulltrúi: Birna Þóröardóttir Tölvupóstur: birna@icemed.is Auglýsingar: Margrét Aðalsteinsdóttir Tölvupóstur: magga@icemed.is Ritari: Ásta Jensdóttir Tölvupóstur: asta@icemed.is Upplag þessa heftis: 1.800 Áskrift: 6.840,- m/vsk. Lausasala: 684,- m/vsk. © Læknablaðið, Hlíðasmára 8, 200 Kópavogur, sími 564 4104. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Prentun og bókband: Prentsmiðjan Grafík hf. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Pökkun: Plastpökkun, Skemmuvegi 8, 200 Kópavogur. ISSN: 0023-7213 564 4100 564 4102 564 4104 564 4106 journal@icemed.is VIII. ráðstefnan um rannsóknir í læknadeild Háskóla íslands 3. og 4.jan.1997 Samkvæmt hefð er nú haldin VIII. ráðstefnan um rannsóknir í læknadeild Háskóla íslands. Ráðstefnur þessar eru haldnar annað hvert ár og hafa þær nú unnið sér sess meðal íslenskra vísindamanna. Fyrsta ráðstefnan var haldin árið 1982 í tíð þáverandi forseta læknadeildar, prófessors Víkings H. Arnórs- sonar, barnalæknis. Tímasetning ráðstefnunnar er valin nú um jólaleytið til að hægt sé að nota húsrými háskólans í jólaleyfi námsfólks. Árið 1995 var svo mikil aðsókn að ráðstefnunni að tveir dagar með tveimur samhliða fundum ásamt 74 veggspjöldum nægðu ekki til kynningar á verkefnunum, sem voru 204 það árið. I þetta sinn voru gerðar heldur meiri kröfur til úrvinnslu verkefnanna og hefur það efalaust orðið þess valdandi að verkefnin eru heldur færri í ár en síðast. Samt sem áður bárust rúmlega 180 verkefni nú og endurspeglar það mikla grósku í íslenskri rann- sóknarvinnu. Fáeinum varð að hafna vegna þess að ekki varð fullnægt fyrirfram auglýstum skilyrðum. Pað hefur verið áhugavert að fylgjast með þeirri þróun sem orðið hefur á rannsóknum og rannsóknarvinnu íslenskra lækna undanfarna áratugi. Fyrir 20 - 30 árum voru það tiltölulega mjög fáir íslenskir læknar sem lögðu stund á rannsóknir sam- fara klínískri vinnu sinni. Helst var þá um að ræða faraldsfræði- legar rannsóknir og uppgjör á eigin vinnubrögðum. Sárafáar grunnrannsóknir voru gerðar hér á landi. íslendingar voru því þiggjendur á sviði læknisfræði og lögðu sáralítið sem ekkert til sjálfir. Nú hefur hins vegar orðið gjörbreyting á, eins og sést af þeim erindum og veggspjöldum sem hér eru kynnt á ráðstefnunni. Fjölmargar merkilegar grunnrannsóknir eru nú stundaðar á mörgum rannsóknarstofum við læknadeild Háskóla íslands eða tengdum læknadeildinni. Margir af þeim rannsóknarhóp- um sem stunda þessa vinnu hafa getið sér orðstír á erlendri grund og birt niðurstöður rannsókna sinna í virtum erlendum tímaritum. Umhverfi læknadeildar Háskóla íslands er því orðið allt annað en var og „akademíski" þankagangurinn er að ná fót- festu á öllum sviðum læknisfræðinnar. Sjúkrahúsin, sem tengd eru læknadeildinni, sinna nú vel þríþættu hlutverki sínu, sem er í fyrsta lagi að lækna og líkna sjúkum, í öðru lagi að kenna heilbrigðisstéttum og í þriðja lagi að sinna rannsóknum á hin- um ýmsu sviðum læknisfræðinnar. Það síðastnefnda er nauð- synlegur þáttur í gæðaeftirliti sjúkrahúsþjónustunnar, eykur öryggi sjúklinganna og tryggir læknisfræðilega kunnáttu starfs- fólksins. Þau tæplega 180 verkefni sem hér eru kynnt á ráðstefnunni um rannsóknir í læknadeild bera stöðu íslenskrar læknisfræði glæsilegt vitni. Atli Dagbjartsson, dr.med. form. Vísindanefndar læknadeildar Háskóla íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.