Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 57

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 57
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 57 um síðar. Penicillín var gefið gegn R í 50-450 mg/kg og gegn S í 0,5-8 mg/kg heildarskömmtum í 24 klukkustundir, sem skipt var í einstaka skammta gefna á eins, þriggja, sex og 12 klukku- stunda fresti. Ceftríaxón var gefið gegn R í 1-160 mg/kg og gegn S í 0,1^1 mg/kg heildarskömmtum, skipt í einstaka skammta á sex, 12 og 24 stunda fresti. Eftir meðferð voru mýsnar deyddar. lungu tætt og sett á blóðagar til líftalningar sýkla. Niðurstöður: Með línulegri nálgun voru bein tengsl á milli heildarskammta (r=0,54-0,75, p<0,01) og t>MIC (r=0,68-0,89, p<0,01) og virkni beggja lyfja gegn báðum stofnum. Mestri virkni penicillíns gegn R (~2,5 log10 dráp/24 klst.) var náð við 200-375 mg/kg heildarskammta og svipaðri virkni ceftríaxóns við ~40 mg/kg. Bæði lyfin voru virkari gegn S (~3,5 log10 dráp/24 klst.). Ályktun: Þessar niðurstöður sýna að við bestu skömmtun, er penicillín jafnvirkt gegn ónæmum pneumókokkum og ceftríaxón. Sýkingar af völd- um penicillín ónæmra pneumókokka, að minnsta kosti annars staðar en í miðtaugakerfi, má því ef til vill meðhöndla með penicillíni. Þannig væri unnt að minnka kostnað og ef til vill tilurð ónæm- is. E-86. Rannsókn á orsökum aseptískrar heilahimnubólgu Ólafur Guðlaugsson, Sigurður Guðmundsson, Gunnar Auðólfsson, Már Kristjánsson, Einar Torfason Frá lyflœkningadeildum Landspítalans og Borg- arspítala, Rannsóknastofu HÍ í veirufrœði Inngangur: Orsakir aseptískrar heilahimnu- bólgu á Islandi eru h'tt þekktar og hafa ekki verið kannaðar. Efniviður: Rannsóknin var tvíþætt. Annars vegar var hún afturskyggn byggð á sjúkraskrám frá Borgarspítala og Landspítalanum, allra sjúk- linga er uppfylltu skilmerki aseptískrar heila- himnubólgu frá 1.1.1980-31.12. 1993 (Borgarspít- ali) og 31.12. 1994 (Landspítali). Hins vegar var gerð framskyggn rannsókn á sjúklingum sem lögðust inn á Landspítalann og Borgarspítala með khnísk einkenni sjúkdómsins. Par var orsaka- greining gerð með veiruræktunum, mótefnamæl- ingum og genamögnun á mænuvökva (CSF), hálsskoli (skol) og saur. Niðurstöður: Alls fundust 126 sjúklingar, 113 í afturskyggna og 13 í framskyggna hlutanum. Meðalaldur var 29,7 ár, kynjahlutfall 53 karlar/60 konur. Veikindin voru algengust í september til nóvember. Merki um sjúkdómsvald fundust í 35% tilfella, ekkert var leitað í 23% tilfellanna. í framskyggna hlutanum fundust sjúkdómsvald- andi veirur í átta af 11 með genamögnun á mænu- vökva (tvær gerðir í þremur tilfehum) en aðeins ein af 11 með ræktun. Með genamögnun á skoli fengust jákvæð svör í sex af 11 tilfellum. Oftast voru bæði skol og genamögnun á mænuvökva jákvæð og samhljóða (4/8). Helstu orsakir sem fundust reyndust vera H. simplex (9%) og enteró- veirur (8%) en aðrar ástæður mun fágætari, kotri- moxazól olli einu tilviki. Enginn sjúklingur dó, meðallegutími var 6,6 dagar (0-30 dagar). Meðal- nýgengi samkvæmt þessum niðurstöðum var 5,9 tilvik á 100.000 íbúa á ári. Ályktanir: Sjúkdómsvaldur aseptískrar heila- himnubólgu greindist í 73% tilfella framskyggnt en eingöngu í 26,5% tilvika í afturskyggna hópn- um. Sjúkdómurinn er meinlítill. Hérlendis eru orsakir hliðstæðar þeim sem greinst hafa í nálæg- um löndum, þó enginn hafi greinst með bráða HIV sýkingu. E-87. Creutzfeldt-Jakob sjúkdómur og riða í sauðfé á íslandi Guðmundur Georgsson*, Sigurður Sigurðar- son**, Gunnar Guðmundsson***, Páll A. Páls- son*, Einar M. Valdimarsson**** Frá *Tilraunastöð HI í meinafrœði að Keldum, **rannsóknadeild dýrasjúkdóma að Keldum, ***taugasjúkdómadeild Landspítalans, ****end- urhœfingar- og taugadeild Sjúkrahúss Reykjavík- ur, Fossvogi Riða hefur verið landlæg hérlendis á aðra öld og sauðfjárafurðir hafa lengstaf verið nýttar útí hörgul. Það sem ekki var étið var notað í klæði eða skæði. Það er því ljóst að íslendingar hafa um langa hríð verið í meira eða minna mæli útsettir fyrir riðu. Fyrir rúmum tveimur áratugum var sú tilgáta sett fram til skýringar á hárri tíðni Creutz- feldt-Jakob sjúkdóms (CJD) meðal lýbískra gyð- inga aðhugsanlega hefðu þeir sýkst af neyslu augna úr sauðfé. Nýverið var sett fram sú hug- mynd að nýtt afbrigði af CJD kynni að mega rekja til þess að kúariða hefði stigið yfir tegundaþrösk- uldinn. Árið 1980 hófum við að kanna hvort riða í sauðfé kynni að geta borist í menn og valdið CJD. Fyrst var gerð afturvirk könnun á CJD sem náði yfir 20 ára tímabil, það er 1960-1979, og síðan höfum við fylgst grannt með því hvort ný tilfelli kæmu fram. Niðurstaðan var sú að tvö tilfelli fundust á árunum 1960-1979 og eitt frá 1980-1996. Alls hafa því greinst þrjú tilfelli á 36 árum, sem jafngildir árlegri dánartíðni 0,37 á milljón íbúa, sem er í lægra meðallagi. Aldursdreifing, sjúk- dómseinkenni og vefjabreytingar í heila voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.