Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 58
58
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34
sambærilegar við það sem talið hefur verið ein-
kennandi fyrir CJD. Sú ályktun sem við drögum
af þessari könnun er að ekkert bendi til þess að
riða berist úr sauðfé í menn og byggjum það ann-
ars vegar á hinni lágu tíðni CJD hérlendis og hins
vegar á því að vefjameinafræðilegar breytingar
bera ekki svip af hinu nýja afbrigði CJD, sem
hugsanlega er tengt kúariðu.
E-88. Vefjabreytingar af völdum kýla-
veikibróður í þorski
Sigurdur Helgason, Slavko H. Bambir
Frá Tilraunastöð H.í. í meinafrœði að Keldum
Bakterían A. salmonicida undirtegund achr-
omogenes (Asa) hefur valdið kýlaveikibróður í
laxfiskum með miklum afföllum allt frá því eldi
hófst hér á landi í ósöltu vatni í byrjun níunda
áratugarins. Reynsla bendir til þess að smitið ber-
ist úr sjó. Erlendis hefur þessi undirtegund og
skyld afbrigði greinst í æ fleiri tegundum sjávar-
fiska, meðal annars í þorski frá Kanada. Arið
1993 greindist bakterían á roði ýsu úr Faxaflóa
(Eva Benediktsdóttir, persónulegar upplýsing-
ar).
Gerð var líffærameinafræðileg athugun á 10
villiþorskum úr eldistilraun, sem samkvæmt
sýklarannsókn reyndust smitaðir með Asa.
Stórsœ skoðun: Föl tálkn stundum með depil-
blæðingum, blæðing á trjónu, depilblæðingar á
kviði og upp eftir hliðum, blæðing við þarmaop,
margúll (hematoma) undir roði og stundum roð-
sár, dreifð blæðing í hálu (serosa) meltingarveg-
ar, einkum í þörmum, blóðsókn til lifrar og blóð í
gollurshúsi.
Smásjárskoðun: Vefjabreytingar sem voru
mjög einsleitar í hinum mismunandi vefjum ein-
kenndust af bólguhnúðum (granuloma). Miðlægt
í þeim voru bakteríuþyrpingar og stundum drep,
síðan tók við allþykkur hjúpur átfrumna og yst
sást þunnt lag bandvefsfrumna (fibroblasts).
Sambærilegar vefjabreytingar sjást við aðrar sýk-
ingar, einkum frumdýra, í þorski (óbirtar niður-
stöður). Vefjabreytingarnar sem hér er lýst eru
mjög frábrugðnar þeim sem Asa veldur í laxfisk-
um, sem hugsanlega má rekja til mismunar í
ónæmisviðbrögðum gegn þessari bakteríu.
Þessar niðurstöður staðfesta að náttúrulegt
smit og sjúkdómar af völdum A. salmonicida und-
irtegund achromogenes finnst í fleiri tegundum en
laxfiskum hér við land.
E-89. Er klamýdían á undanhaldi ?
Kristín Jónsdóttir*, Reynir T. Geirsson*, Svava
Stefánsdóttir*, Ólafur Steingrímsson** Jón
Hjaltalín Ólafsson***
Frá *kvennadeild Landspítalans, **Rannsókna-
stofu HÍ í sýklafrœði ***húð- og kynsjúkdóma-
deild Landspítalans
Inngangur: Algengi klamýdíusýkinga í þjóðfé-
laginu endurspeglast að nokkru í þeim eina hópi
fólks sem búið er að taka sýni hjá að staðaldri í yfir
áratug, það er konum sem koma á kvennadeild
Landspítalans vegna fóstureyðinga. Jafnframt
hefur verið reynt að finna smitbera og meðhöndla
þá. Kynsjúkdómar eins og lekandi sjást nú vart og
því var áhugavert að kanna algengi klamýdíusýk-
inga nú og bera saman við það sem var fyrir 10
árum.
Aðferðir: Af 1995 konum sem leituðu eftir fóst-
ureyðingu á árunum 1992-1995 voru sýni tekin frá
leghálsi hjá 1855 (93%). Tvær mismunandi grein-
ingaraðferðir, ELISA- og PCR próf, voru notuð á
tímanum. Sýni var einnig tekið í lekandaræktun.
Upplýsingar um aldur, sambúðarform, fyrri
þunganir, meðgöngulengd og niðurstöður prófa
hjá þeim sjálfum og hjá rekkjunautum þeirra
fengust úr skrám kvennadeildar. Kí-kvaðratspróf
var notað til að bera saman hópana og fá viðmið-
un við samskonar rannsókn sem gerð var á árun-
um 1982-1984.
Niðurstöður: Klamýdía fannst hjá 149 konum
(8,0%), sem var marktæk lækkun frá 1982-1984
athuguninni (p<0,001). Konur með jákvætt próf
voru marktækt yngri (80% undir 25 ára; p<0,001)
og oftar einstæðar (86,6%; p<0,001) en þær sem
höfðu neikvætt próf, eins og var á fyrri rann-
sóknatímanum. Af rekkjunautum tókst að hafa
samband við 80,4% og 52,1% komu til skoðunar.
Af þeim reyndust 42,1% vera með klamýdíu.
Fjórar konur (0,2%) höfðu lekanda, en enginn
rekkjunauta þeirra.
Ályktun: Algengi klamýdíu trakómatis er mun
minna en fyrir 10 árum hjá konum sem koma
vegna fóstureyðingar á kvennadeildina. Meðferð
klamýdíusýkingar hjá báðum aðilum er mikilvæg
til að hefta útbreiðslu sýkinganna og varna skað-
legum áhrif hennar. Áframhald skimunar og vel
skipulagðrar leitar að smitberum er mjög mikil-
væg og svarar kostnaði.
E-90. Notkun formlegrar og óformlegrar
þjónustu vegna geðræns vanda
Rúnar Vilhjálmsson
Frá námsbraut í hjúkrunarfrceði HÍ
Algengt er að einstaklingar sem eiga við heilsu-
vandamál að stríða leiti eingöngu aðstoðar
óformlegra hjálparaðila, svo sem maka, ættingja
og vina. Þeir sem leita til heilbrigðisþjónustunnar
hafa yfirleitt leitað til eða ráðfært sig við óform-
lega aðila áður.