Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34
25
frumudauöa (programmed cell death) fram-
hornafrumna í mænu. Fáar rannsóknir hafa kann-
að nýgengi alls sjúkdómsins meðal heilla þjóða.
Við lýsum rannsókn á nýgengi sjúkdómsins á ís-
landi á 15 ára tímabili, 1981-1995.
Aðferð: Sjúkratilfellin eru fundin úr skrám
allra þriggja barndeilda á Islandi og viðbótarupp-
lýsinga var aflað úr skrám sérfræðinga. Á árunum
1981-1995 fundust 11 börn með mænu- og vöðva-
rýrnun, sjö drengir og fjórar stúlkur.
Niðurstöður: Á rannsóknartímanum greindust
11 börn með mænu- og vöðvarýrnun á íslandi, sjö
drengir og fjórar stúlkur. Tíðni sjúkdómsis er 16,7
á 100.000 lifandi fædd börn á tímabilinu. Fimm
börn voru með stig I og létust þau öll á fyrstu ári.
Fimm börn greindust með stig II og eitt barn með
stig III og eru þau öll á lífi. Við munum kynna
einkenni, rannsóknarniðurstöður og sjúkdóms-
gang allra barnanna.
Ályktun: Mænu- og vöðvarýrnun er meðal al-
gengustu vöðvahrörnunarsjúkdóma hjá börnum.
Sjúkdómurinn veldur verulegri fötlun og getur
leitt til dauða snemma á ævinni. Nýjungar í erfða-
greiningu gera það nú kleift að greina sjúkdóminn
fyrir fæðingu og því er mikilvægt að þekkja ein-
kenni og útbreiðslu sjúkdómsins hér á landi.
E-14. Áhrif stökkbreytinga á eiturvirkni
beta-toxíns úr Clostridium perfringens
Valgerður Steinþórsdóttir*, Vala Friðriksdóttir*,
Eggert Gunnarsson*, Haraldur Halldórsson**,
Ólafur S. Andrésson*
Frá *Tilraunastöð HÍ í meinafrœði að Keldum,
**Rannsóknarstofa í lyfjafrœði HÍ
Bakterían Clostridium perfringens framleiðir
nokkurn fjölda eiturprótína sem seytt er út í um-
hverfið (exo-toxin). Eitt þessara prótína er beta-
toxín og er það eingöngu framleitt af gerðum B og
C sem valda garnadrepi og lambablóðsótt í grís-
um, kálfum og lömbum. Auk þess veldur beta-
toxínið alvarlegum sjúkdómi í mönnum sem
nefndur er „darmbrand" eða „pigbel". Beta-
toxínið er auðveldlega brotið niður af trypsíni.
Sjúkdómar af völdum þess eru að mestu bundnir
við ung dýr og börn, svo og svæði þar sem algeng
fæða inniheldur trypsín-hemjandi efni.
Beta-toxín er banvænt í músum í lágum styrk en
engin virkni hefur fundist in vitro til þessa. Sam-
anburður á amínósýruröðum sýnir samsvörun
(28%) við flokk eiturprótína úr Staphylococcus
aureus. Þessi prótín eru himnugatarar og er virkni
eins þeirra, alfa-toxíns, nokkuð vel skilgreind.
Þrívíddarbygging alfa-toxín fjölliðu í frumuhimnu
var nýlega kynnt.
Sett hefur verið upp tjáningarkerfi fyrir ferjað
beta-toxín í Bacillus subtilis sem seytir prótíninu
út í flotið líkt og C. perfringens. Gerðar voru
stakar punktbreytingar á geninu, valdar með til-
liti til þess sem vitað er um skyld prótín. Stökk-
breytt prótín voru framleidd í B. subtilis, eitur-
virkni þeirra borin saman við villigerð prótínsins
og áhrif stökkbreytinga metin með hliðsjón af
skyldleika við alfa-toxín úr S. aureus.
Leitað hefur verið að áhrifum af beta-toxíni á
nokkrar frumugerðir án árangurs. Fyrstu niður-
stöður úr tilraunum með æðaþelsfrumur benda
þó til áhrifa á frumuþekju auk losunar á arakídon-
sýru, sambærilegt við áhrif alfa-toxíns vegna auk-
ins kalsíumstyrks í frumum. Þetta er í fyrsta sinn
sem mælanleg áhrif klónaðs beta-toxíns hafa
fundist in vitro og styður þá kenningu að hér sé
um gataprótín að ræða.
E-15. Arfgerðir príongena í íslensku
sauðfé og næmi gegn riðusmiti
Ástríður Pálsdóttir, Stefanía Porgeirsdóttir, Sig-
urður Sigurðarson*, Guðmundur Georgsson
Frá Tilraunastöð HÍ í meinafrœði að Keldum,
*rannsóknadeild dýrasjúkdóma að Keldum
Riða (scrapie) í sauðfé og geitum, bovine
spongiform encephalopathy (BSE) í nautgripum
og Creutzfeldt-Jakob sjúkdómur(CJD) í mönn-
um eru svokallaðir príon sjúkdómar. Sameigin-
legt með þeim öllum er að óeðlilega umbrotið og
prótínasa þolið príonprótín hefur hlaðist upp í
heila sjúklinganna. Talið er að við smit tengist
príonprótín smitefnis (PrPsc) hinu eðlilega príon-
prótíni (PrPc) einstaklings og umbreyti því og svo
koll af kolli. Þetta er eina þekkta dæmið um smit-
andi prótín hjá spendýrum.
Markmið rannsóknanna var að rannsaka hvort
samband væri á milli arfgerða príongena í ís-
lensku sauðfé og næmi gegn riðusmiti.
Rannsakaðir voru þrír flokkar fjár: 1) fé frá
riðulausum svæðum (n=206), 2) riðusjúkt fé
(n=75), 3) einkennalaust fé frá riðubæjum
(n=63). Þrjár breytilegar amínósýrur, nr 136,154
og 171 hafa fundist í príonprótíni erlends sauðfjár
auk sjaldgæfra stökkbreytinga.
Aðferðir: PCR afurð sem nær yfir svo til allan
lesramma príongensins var brædd og notuð í
bræðslugel (denaturing gradient gel electrophor-
esis) við 60°C og arfgerðir lesnar úr homoduplex
og heteroduplex böndum.
Niðurstöður: DNA breytileiki fannst í tákna
136: V (val) eða A (ala) og í tákna 154: H (his) eða
R (arg). Marktæk aukning (p<0,001) fannst á
tíðni 136-V samsæta (alleles) í riðusýktu fé þegar
það var borið saman við fé frá riðulausum svæð-
um annars vegar eða einkennalaust fé frá riðubæj-