Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 25

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 25 frumudauöa (programmed cell death) fram- hornafrumna í mænu. Fáar rannsóknir hafa kann- að nýgengi alls sjúkdómsins meðal heilla þjóða. Við lýsum rannsókn á nýgengi sjúkdómsins á ís- landi á 15 ára tímabili, 1981-1995. Aðferð: Sjúkratilfellin eru fundin úr skrám allra þriggja barndeilda á Islandi og viðbótarupp- lýsinga var aflað úr skrám sérfræðinga. Á árunum 1981-1995 fundust 11 börn með mænu- og vöðva- rýrnun, sjö drengir og fjórar stúlkur. Niðurstöður: Á rannsóknartímanum greindust 11 börn með mænu- og vöðvarýrnun á íslandi, sjö drengir og fjórar stúlkur. Tíðni sjúkdómsis er 16,7 á 100.000 lifandi fædd börn á tímabilinu. Fimm börn voru með stig I og létust þau öll á fyrstu ári. Fimm börn greindust með stig II og eitt barn með stig III og eru þau öll á lífi. Við munum kynna einkenni, rannsóknarniðurstöður og sjúkdóms- gang allra barnanna. Ályktun: Mænu- og vöðvarýrnun er meðal al- gengustu vöðvahrörnunarsjúkdóma hjá börnum. Sjúkdómurinn veldur verulegri fötlun og getur leitt til dauða snemma á ævinni. Nýjungar í erfða- greiningu gera það nú kleift að greina sjúkdóminn fyrir fæðingu og því er mikilvægt að þekkja ein- kenni og útbreiðslu sjúkdómsins hér á landi. E-14. Áhrif stökkbreytinga á eiturvirkni beta-toxíns úr Clostridium perfringens Valgerður Steinþórsdóttir*, Vala Friðriksdóttir*, Eggert Gunnarsson*, Haraldur Halldórsson**, Ólafur S. Andrésson* Frá *Tilraunastöð HÍ í meinafrœði að Keldum, **Rannsóknarstofa í lyfjafrœði HÍ Bakterían Clostridium perfringens framleiðir nokkurn fjölda eiturprótína sem seytt er út í um- hverfið (exo-toxin). Eitt þessara prótína er beta- toxín og er það eingöngu framleitt af gerðum B og C sem valda garnadrepi og lambablóðsótt í grís- um, kálfum og lömbum. Auk þess veldur beta- toxínið alvarlegum sjúkdómi í mönnum sem nefndur er „darmbrand" eða „pigbel". Beta- toxínið er auðveldlega brotið niður af trypsíni. Sjúkdómar af völdum þess eru að mestu bundnir við ung dýr og börn, svo og svæði þar sem algeng fæða inniheldur trypsín-hemjandi efni. Beta-toxín er banvænt í músum í lágum styrk en engin virkni hefur fundist in vitro til þessa. Sam- anburður á amínósýruröðum sýnir samsvörun (28%) við flokk eiturprótína úr Staphylococcus aureus. Þessi prótín eru himnugatarar og er virkni eins þeirra, alfa-toxíns, nokkuð vel skilgreind. Þrívíddarbygging alfa-toxín fjölliðu í frumuhimnu var nýlega kynnt. Sett hefur verið upp tjáningarkerfi fyrir ferjað beta-toxín í Bacillus subtilis sem seytir prótíninu út í flotið líkt og C. perfringens. Gerðar voru stakar punktbreytingar á geninu, valdar með til- liti til þess sem vitað er um skyld prótín. Stökk- breytt prótín voru framleidd í B. subtilis, eitur- virkni þeirra borin saman við villigerð prótínsins og áhrif stökkbreytinga metin með hliðsjón af skyldleika við alfa-toxín úr S. aureus. Leitað hefur verið að áhrifum af beta-toxíni á nokkrar frumugerðir án árangurs. Fyrstu niður- stöður úr tilraunum með æðaþelsfrumur benda þó til áhrifa á frumuþekju auk losunar á arakídon- sýru, sambærilegt við áhrif alfa-toxíns vegna auk- ins kalsíumstyrks í frumum. Þetta er í fyrsta sinn sem mælanleg áhrif klónaðs beta-toxíns hafa fundist in vitro og styður þá kenningu að hér sé um gataprótín að ræða. E-15. Arfgerðir príongena í íslensku sauðfé og næmi gegn riðusmiti Ástríður Pálsdóttir, Stefanía Porgeirsdóttir, Sig- urður Sigurðarson*, Guðmundur Georgsson Frá Tilraunastöð HÍ í meinafrœði að Keldum, *rannsóknadeild dýrasjúkdóma að Keldum Riða (scrapie) í sauðfé og geitum, bovine spongiform encephalopathy (BSE) í nautgripum og Creutzfeldt-Jakob sjúkdómur(CJD) í mönn- um eru svokallaðir príon sjúkdómar. Sameigin- legt með þeim öllum er að óeðlilega umbrotið og prótínasa þolið príonprótín hefur hlaðist upp í heila sjúklinganna. Talið er að við smit tengist príonprótín smitefnis (PrPsc) hinu eðlilega príon- prótíni (PrPc) einstaklings og umbreyti því og svo koll af kolli. Þetta er eina þekkta dæmið um smit- andi prótín hjá spendýrum. Markmið rannsóknanna var að rannsaka hvort samband væri á milli arfgerða príongena í ís- lensku sauðfé og næmi gegn riðusmiti. Rannsakaðir voru þrír flokkar fjár: 1) fé frá riðulausum svæðum (n=206), 2) riðusjúkt fé (n=75), 3) einkennalaust fé frá riðubæjum (n=63). Þrjár breytilegar amínósýrur, nr 136,154 og 171 hafa fundist í príonprótíni erlends sauðfjár auk sjaldgæfra stökkbreytinga. Aðferðir: PCR afurð sem nær yfir svo til allan lesramma príongensins var brædd og notuð í bræðslugel (denaturing gradient gel electrophor- esis) við 60°C og arfgerðir lesnar úr homoduplex og heteroduplex böndum. Niðurstöður: DNA breytileiki fannst í tákna 136: V (val) eða A (ala) og í tákna 154: H (his) eða R (arg). Marktæk aukning (p<0,001) fannst á tíðni 136-V samsæta (alleles) í riðusýktu fé þegar það var borið saman við fé frá riðulausum svæð- um annars vegar eða einkennalaust fé frá riðubæj-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0254-1394
Tungumál:
Árgangar:
36
Fjöldi tölublaða/hefta:
83
Skráðar greinar:
80
Gefið út:
1977-í dag
Myndað til:
2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Reykjavík : Læknafélag Íslands | Læknafélag Reykjavíkur, 1977-.Fylgirit nr. 39 kom ekki út
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað: 34. fylgirit (15.12.1996)
https://timarit.is/issue/364879

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: VIII. ráðstefnan um rannsóknir í læknadeild Háskóla Íslands
https://timarit.is/gegnir/991010977619706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

34. fylgirit (15.12.1996)

Aðgerðir: