Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34
43
stúlkna á 13. (n = 66) og 15. (n = 57) aldursári
með SPA mæliaðferð. Þremur árum síðar var
beinþéttnin mæld á ný í framhandlegg, aðlægum
lærlegg og lendhrygg með DEXA aðferð. Jafn-
framt báðum mælingum var spurningalisti lagður
fyrir stúlkurnar varðandi mataræði og líkams-
hreyfingu.
Niðurstöður: Fylgnistuðlar (r) milli mælinga á
13. og 15. aldursári og mælinga þremur árum siðar
á 16. og 18. aldursári.
Ályktun: All góð fylgni var milli beinþéttni-
mælinga í framhandlegg sem voru framkvæmdar
með þriggja ára millibili þrátt fyrir mismunandi
mæliaðferðir. Ekki var fylgni milli beinþéttni og
kalkneyslu en meðalkalkneyslan í báðum könn-
unum var góð en virðist talsvert breytileg milli ára
í sömu hópum. Líkamshreyfing virðist vera mikil-
væg varðandi hámarksbeinmassa.
E-54. Beinmassi 16-20 ára stúlkna og
áhrif Iíkamlegra þátta, gripstyrks,
hreyfíngar og mataræðis
Örnólfur Valdimarsson*, Jón Örvar Kristinsson*,
Sigurjón Stefánsson*, Sindri Valdimarsson*,
Leifur Franzson*, Gunnar Sigurðsson*, Laufey
Steingrímsdóttir**
Frá *lyflœkninga- og rannsóknadeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur, **Manneldisráði íslands
Tilgangur: Kanna tengsl líkamsþátta og nær-
ingar við beinmassa ungra kvenna og hvenær há-
marksbeinmassa er náð. Einnig að athuga serum-
þéttni 25-OH-vítamín-D og kalsíums og bera
saman við næringu og beinmassa.
Aðferðir: Tvöhundruð fimmtíu og fjórar stúlk-
ur á aldrinum 16, 18, og 20 ára voru valdar með
slembiúrtaki úr nágrenni Reykjavíkur í þessa
þversniðsrannsókn. DEXA mæliaðferð var not-
uð til þess að mæla beinmassa (BMC) og bein-
þéttni (BMD) í framhandlegg, mjöðm, hrygg og
líkamanum í heild og einnig heildarmassa vöðva
og fitu. Vöðvastyrkur í framhandlegg var mældur
með gripstyrksmæli. Hæð og þyngd voru mæld og
spurst var fyrir um líkamsáreynslu og hún stiguð.
Mataræði var ákvarðað með spurningalista frá
Manneldisráði íslands. 25-OH-vítamín-D var
mælt í sermi einnig kalsíum og fosfat.
Niðurstöður: Meðalkalkneysla var há en D-
vítamínneysla lág. D-vítamín í sermi var lágt en
kalkið eðlilegt. Hvorki kalkneysla né D-víta-
mínneysla var með fylgni við beinmassann. í fjöl-
þáttagreiningu var vöðvamassi sá þáttur sem stóð
upp úr varðandi fylgni við beinmassann en einnig
hafði þungaberandi hreyfing fylgni við beinmassa
mjaðmar. Tímalengd frá upphafi tíða hafði einnig
fylgni við heildarbeinmassann og beinmassa
handleggs og hryggs. Hámarksbeinmassa virðist
vera náð um 20 ára aldur
Ályktun: Vöðvamassi hefur mestu fylgnina við
beinmassann, meira en fita, hæð og þyngd.
Pungaberandi hreyfing virðist einnig hafa áhrif á
beinmassann, sérstaklega áður en hámarksbein-
massa er náð. Mikilvægi góðrar líkamsáreynslu
fyrir þann aldur gæti því stuðlað að auknum bein-
massa og gæti skipt verulegu máli í forvörn gegn
beinbrotum síðar meir.
E-55. Fullorðið fólk með skort á vaxtar-
hormóni. Árangur vaxtarhormónmeð-
ferðar
Arni V. Þórsson*, Gunnar Sigurðsson**
Frá *barnadeild og **Iyflœkningadeild Sjúkra-
húss Reykjavíkur, *, **lœknadeild HÍ
Inngangur: Vaxtarhormón hefur um langt ára-
bil verið notað með góðum árangri til að með-
höndla börn með vaxtarhormónskort. Þegar vexti
líkur er vaxtarhormónmeðferð að jafnaði hætt.
Nýlegar rannsóknir benda til að skortur á vaxtar-
hormóni síðar á ævinni geti valdið ýmsum ein-
kennum sem í vissum tilfellum getur skert mjög
lífsgæði og heilsu fólks. Erlendar tilraunir hafa
sýnt að meðferð með vaxtarhormóni geti bætt
líðan og heilsu að minnsta kosti sumra einstak-
linga með vaxtarhormónskort. Hér eru kynntar
frumniðurstöður vaxtarhormónmeðferðar hjá ís-
lendingum með vaxtarhormónskort.
Aðferðir: Sjúklingahópurinn samanstendur af
sjö einstaklingum sem fengu vaxtarhormónmeð-
ferð á barnsaldri vegna vaxtarhormónskorts og
sjö einstaklingum sem hafa orðið fyrir skaða á
heiladingulsstarfsemi á fullorðinsárum. Konur
voru fimm og karlar níu á aldrinum 18-69 ára.
Áður en meðferð hófst voru allir sjúklingar rann-
sakaðir ítarlega. Vaxtarhormónskortur var end-
urstaðfestur með vaxtarhormónörvun (arginin/
glucagon eða arginin/insulín) og með endurtekn-
um mælingum á Insulin-like Growth Factor I og
Insulin-like Growth Factor Binding Protein 3
(IGFI/IGF BP3).
Aðalmarkmið rannsóknarinnar er að finna
hvort svörun fæst við smáum skammti af vaxtar-
hormóni, (Genotropin® 0,1 mg/kg/viku) gefið
daglega með sprautu undir húð. Rannsóknin mun
standa í tvö ár og skammtar vaxtarhormón aðlag-
aða svörun.
Svörun við vaxtarhormónmeðferð var metin
með eftirfarandi prófum: IGFI, IGFBP 3, mæld-
ur var gripstyrkur, líkamssamsetning, einkum