Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 87
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34
87
náttúrunni. Áhrif mótefnavaka bakteríunnar in
vitro voru könnuð í hvítfrumuræktum úr laxi og
mús, því rannsóknir á hvítfrumum fiska takmark-
ast mjög af skorti á mótefnum og rannsóknarað-
ferðum.
Áhrif utanfrumuafurða (ECP), fitutengdra
fjölsykra (AsaLPS) og aðal úteiturs bakteríunnar
(AsaPl) voru könnuð með tvennum hætti: 1)
frumuskiptingar voru mældar með upptöku á
geislavirku týmidíni og 2) TNF-a var mælt með
ELISA-prófi í flotum af ræktum mónócýta úr
kviðarholi músa.
Niðurstöður sýndu, að ECP, Asa-LPS og As-
aPl valda örvun frumuskiptinga í hvítfrumurækt-
um úr laxi og mús. ECP örvunin er blanda LPS og
prótínáhrifa. Við hitun ECP fellur virknin, en
hverfur ekki. Óþekktur þáttur í ECP getur bælt
mítógenísk áhrif annarra ECP þátta sem og áhrif
PHA og LPS (E. coli.) Kviðarholsfrumur úr mús
seyta TNF-a í návist AsaPl. Viðbragðið er mjög
snarpt, sýnir sams konar feril og ræktir sem fá
AsaLPS.
Nú er ljóst að nota má frumur úr mús til rann-
sókna á áhrifum mótefnavaka kýlaveikibakter-
íunnar. Mikilvægasta niðurstaða verkefnisins er
sú, að mónócýtar úr kviðarholi seyta TNF-a fyrir
áhrif AsaPl. Þessi áhrif AsaPl gætu skýrt hvers
vegna ekki hefur tekist að mynda einstofna mót-
efni í músum. AsaPl er mjög eitrað í fiski og í ljósi
ofanskráðra niðurstaðna má spyrja, hvort hluti
þeirrar virkni gæti verið til kominn fyrir áhrif
TNF. Þar sem TNF hefur ekki verið skilgreint í
fiski, verður tilgátan ekki sannreynd að sinni.
V-54. Rannsóknir á boðflutningi T-eit-
ilfrumna í krabbameinssjúklingum
Guðrún Valdimarsdóttir, Hilmar Viðarsson, Helga
M. Ögmundsdóttir, Pórunn Rafnar
Frá Krabbameinsfélag íslands, lœknadeild HÍ
Hér er lýst nýrri rannsókn sem beinist að hlut-
verki T-eitilfrumna í krabbameini. Viðbrögð T-
frumna virðast oft vera skert þegar illkynja æxlis-
vöxtur hefur náð sér á strik og kann það að vera
að einhverju leyti orsök þess að ónæmiskerfið
ræðst ekki gegn krabbameinsæxlum að neinu
gagni. Rannsóknir benda til þess að T-eitilfrumur
úr krabbameinssjúklingum svari ertingu á T-
frumu viðtakanum óeðlilega. Markmið þessa
verkefnis er að prófa hvort T-eitilfrumur úr
brjóstakrabbameinssjúklingum sýna skerta boð-
flutningsgetu og leita hugsanlegra orsaka þess.
T-frumur verða einangraðar úr blóði og eitlum
brjóstakrabbameinssjúklinga og blóði heilbrigðra
einstaklinga til viðmiðunar. Frumurnar verða
örvaðar með mótefnum gegn T-frumu viðtakan-
um og eftirfarandi þættir boðflutningsferilsins
verða athugaðir: 1) heildarfosfórun frumupró-
tína, þar á meðal T-frumu viðtakans sjálfs, 2)
tjáning ^-keðju CD3 sameindarinnar, 3) tjáning
og virkni týrosín kínasanna Lck og Fyn og 4)
virkjun fosfólípasa C'-iy og myndun inosítól fos-
fata.
Þar sem þetta verkefni er nýtt af nálinni hefur
mestur tími farið í undirbúningsvinnu. Mikilvægt
er að T-frumurnar hafi ekki verið örvaðar í rækt
áður en þær eru notaðar til tilrauna. Þróaðar hafa
verið aðferðir við einangrun T-frumna með nei-
kvæðu vali á öðrum blóðfrumum og aðrar aðferð-
ir hafa verið staðlaðar. Vinnsla er hafin á sýnum
úr sjúklingum jafnóðum og þau berast. Á ráð-
stefnunni verður fræðilegur grundvöllur rann-
sóknarinnar útskýrður nánar og gerð grein fyrir
þeim niðurstöðum sem fyrir liggja.
V-55. Gigtarþættir og beinúrátur hjá
sjúklingum með iktsýki
Þorbjörn Jónsson, Houssien DA, Scott DL
Frá rannsóknastofu í ónæmisfræði á Landspítal-
anum, gigtareiningu King’s College Sjúkrahússins
íLondon
Hækkun á gigtarþætti (rheumatoid factor, RF)
er talin vera slæmur forboði hjá sjúklingum með
iktsýki. Meðal annars eru sjúklingar með hækkun
á gigtarþætti taldir vera í aukinni áhættu á því að
fá miklar liðskemmdir, svonefndar beinúrátur.
Því hefur verið haldið fram að IgA RF hafi sterk-
ari tengsl við liðskemmdir en aðrar gigtarþátta-
gerðir en hækkun á IgM RF tengdist hins vegar
vægari sjúkdómsgangi. Markmið þessarar rann-
sóknar var að kanna hvort IgA RF tengdist frekar
alvarlegum liðskemmdum en IgM RF og athuga
hvort mismunandi gigtþáttar mótefnavakar (anti-
gen) (kanínu IgG vs. hesta IgG) hefðu áhrif á það
hvaða niðurstaða fengist.
IgM RF og IgA RF var mældur með ELISA
aðferð hjá 149 iktsýkisjúklingum. Tveir mismun-
andi mótefnavakar voru notuð, hesta IgG og kan-
ínu IgG. Liðskemmdir voru metnar með aðferð
Larsens.
Þegar kanínu IgG var notað sem mótefnavaki
höfðu bæði IgM RF og IgA RF jákvæðir sjúkling-
ar meiri liðskemmdir en RF neikvæðir. Þegar
hesta IgG var notað sem mótefnavaki voru ein-
ungis IgA RF jákvæðir sjúklingar, en ekki IgM
RF jákvæðir, með meiri liðskemmdir en þeir sem
voru RF neikvæðir. Sjúklingar sem höfðu ein-
angraða hækkun á IgM RF voru með minni lið-
skemmdir en þeir sem höfðu hækkun á IgA RF.