Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 87

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 87
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 87 náttúrunni. Áhrif mótefnavaka bakteríunnar in vitro voru könnuð í hvítfrumuræktum úr laxi og mús, því rannsóknir á hvítfrumum fiska takmark- ast mjög af skorti á mótefnum og rannsóknarað- ferðum. Áhrif utanfrumuafurða (ECP), fitutengdra fjölsykra (AsaLPS) og aðal úteiturs bakteríunnar (AsaPl) voru könnuð með tvennum hætti: 1) frumuskiptingar voru mældar með upptöku á geislavirku týmidíni og 2) TNF-a var mælt með ELISA-prófi í flotum af ræktum mónócýta úr kviðarholi músa. Niðurstöður sýndu, að ECP, Asa-LPS og As- aPl valda örvun frumuskiptinga í hvítfrumurækt- um úr laxi og mús. ECP örvunin er blanda LPS og prótínáhrifa. Við hitun ECP fellur virknin, en hverfur ekki. Óþekktur þáttur í ECP getur bælt mítógenísk áhrif annarra ECP þátta sem og áhrif PHA og LPS (E. coli.) Kviðarholsfrumur úr mús seyta TNF-a í návist AsaPl. Viðbragðið er mjög snarpt, sýnir sams konar feril og ræktir sem fá AsaLPS. Nú er ljóst að nota má frumur úr mús til rann- sókna á áhrifum mótefnavaka kýlaveikibakter- íunnar. Mikilvægasta niðurstaða verkefnisins er sú, að mónócýtar úr kviðarholi seyta TNF-a fyrir áhrif AsaPl. Þessi áhrif AsaPl gætu skýrt hvers vegna ekki hefur tekist að mynda einstofna mót- efni í músum. AsaPl er mjög eitrað í fiski og í ljósi ofanskráðra niðurstaðna má spyrja, hvort hluti þeirrar virkni gæti verið til kominn fyrir áhrif TNF. Þar sem TNF hefur ekki verið skilgreint í fiski, verður tilgátan ekki sannreynd að sinni. V-54. Rannsóknir á boðflutningi T-eit- ilfrumna í krabbameinssjúklingum Guðrún Valdimarsdóttir, Hilmar Viðarsson, Helga M. Ögmundsdóttir, Pórunn Rafnar Frá Krabbameinsfélag íslands, lœknadeild HÍ Hér er lýst nýrri rannsókn sem beinist að hlut- verki T-eitilfrumna í krabbameini. Viðbrögð T- frumna virðast oft vera skert þegar illkynja æxlis- vöxtur hefur náð sér á strik og kann það að vera að einhverju leyti orsök þess að ónæmiskerfið ræðst ekki gegn krabbameinsæxlum að neinu gagni. Rannsóknir benda til þess að T-eitilfrumur úr krabbameinssjúklingum svari ertingu á T- frumu viðtakanum óeðlilega. Markmið þessa verkefnis er að prófa hvort T-eitilfrumur úr brjóstakrabbameinssjúklingum sýna skerta boð- flutningsgetu og leita hugsanlegra orsaka þess. T-frumur verða einangraðar úr blóði og eitlum brjóstakrabbameinssjúklinga og blóði heilbrigðra einstaklinga til viðmiðunar. Frumurnar verða örvaðar með mótefnum gegn T-frumu viðtakan- um og eftirfarandi þættir boðflutningsferilsins verða athugaðir: 1) heildarfosfórun frumupró- tína, þar á meðal T-frumu viðtakans sjálfs, 2) tjáning ^-keðju CD3 sameindarinnar, 3) tjáning og virkni týrosín kínasanna Lck og Fyn og 4) virkjun fosfólípasa C'-iy og myndun inosítól fos- fata. Þar sem þetta verkefni er nýtt af nálinni hefur mestur tími farið í undirbúningsvinnu. Mikilvægt er að T-frumurnar hafi ekki verið örvaðar í rækt áður en þær eru notaðar til tilrauna. Þróaðar hafa verið aðferðir við einangrun T-frumna með nei- kvæðu vali á öðrum blóðfrumum og aðrar aðferð- ir hafa verið staðlaðar. Vinnsla er hafin á sýnum úr sjúklingum jafnóðum og þau berast. Á ráð- stefnunni verður fræðilegur grundvöllur rann- sóknarinnar útskýrður nánar og gerð grein fyrir þeim niðurstöðum sem fyrir liggja. V-55. Gigtarþættir og beinúrátur hjá sjúklingum með iktsýki Þorbjörn Jónsson, Houssien DA, Scott DL Frá rannsóknastofu í ónæmisfræði á Landspítal- anum, gigtareiningu King’s College Sjúkrahússins íLondon Hækkun á gigtarþætti (rheumatoid factor, RF) er talin vera slæmur forboði hjá sjúklingum með iktsýki. Meðal annars eru sjúklingar með hækkun á gigtarþætti taldir vera í aukinni áhættu á því að fá miklar liðskemmdir, svonefndar beinúrátur. Því hefur verið haldið fram að IgA RF hafi sterk- ari tengsl við liðskemmdir en aðrar gigtarþátta- gerðir en hækkun á IgM RF tengdist hins vegar vægari sjúkdómsgangi. Markmið þessarar rann- sóknar var að kanna hvort IgA RF tengdist frekar alvarlegum liðskemmdum en IgM RF og athuga hvort mismunandi gigtþáttar mótefnavakar (anti- gen) (kanínu IgG vs. hesta IgG) hefðu áhrif á það hvaða niðurstaða fengist. IgM RF og IgA RF var mældur með ELISA aðferð hjá 149 iktsýkisjúklingum. Tveir mismun- andi mótefnavakar voru notuð, hesta IgG og kan- ínu IgG. Liðskemmdir voru metnar með aðferð Larsens. Þegar kanínu IgG var notað sem mótefnavaki höfðu bæði IgM RF og IgA RF jákvæðir sjúkling- ar meiri liðskemmdir en RF neikvæðir. Þegar hesta IgG var notað sem mótefnavaki voru ein- ungis IgA RF jákvæðir sjúklingar, en ekki IgM RF jákvæðir, með meiri liðskemmdir en þeir sem voru RF neikvæðir. Sjúklingar sem höfðu ein- angraða hækkun á IgM RF voru með minni lið- skemmdir en þeir sem höfðu hækkun á IgA RF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.