Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 82

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 82
82 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 eindirnar frá þeim stað sem þéttni þeirra er mikil til þess staðar sem þéttni þeirra er minni, það er þéttnimunurinn er sú orka sem knýr flutninginn. Á undanförnum árum hafa ný lyfjaform komið á markaðinn þar sem viðtæki lyfjanna eru ekki í sjálfri húðinni heldur inni í líkamanum. Lyfin verða því að frásogast gegnum húðina og út í blóðrásina sem ber þau áfram til viðtækjanna. Hægt er að auka frásog lyfja inn í og í gegnum húð með því að bæta frásogshvötum (sorption prom- oters eða penetration enhancers) út í burðarefni lyfja. Þessir frásogshvatar valda tímabundnum breytingum á eðlisefnafræðilegum eiginleikum hornlagsins þannig að hindrun þess minnkar. Við höfum sýnt fram á að ýmis efnsambönd sem unnin er úr sjávarlífverum, svo sem ýmsar fjölómettaðar fitusýrur og glýcerólmónóeterar, auka á þann hátt frásog lyfja í húð. Aðferðir: Efnin voru unnin úr þorskalýsi og djúpsjávarhákarli. Þeim var blandað í einföld burðarefni og áhrif þeirra á flæði ýmissa lyfja í gegnum húð hárlausra músa var ákvarðað in vit- ro. Niðurstöður: Fjölómettaðar fitusýrur unnar úr þorskalýsi reyndust vera mjög góðir frásogshvat- ar. Aftur á móti juku mettaðar fitusýrur og lýsið sjálft ekki frásog lyfja í gegnum húð. Glýceról- mónóeterar höfðu einnig frásogshvetjandi eigin- leika. Ályktun: Hugsanlega má vinna efni úr íslensk- um sjávarafurðum sem auka frásog lyfja inn í og í gegnum húð. V-42. Losun klindamýsín fosfats frá lípó- sómum Herdís B. Arnardóttir*, Stefán J. Sveinsson**, Þórdís Kristmundsdóttir* Frá *lyfjafrœði lyfsala HÍ, **Delta hf. Klindamýsín fosfat er það lyf sem einkum er notað staðbundið á húð gegn gelgjubólum (acne). Helstu aukaverkanir sem tengjast notkun klinda- mýsín fosfats eru erting og kláði frá húð, alvarleg- ar aukaverkanir sem rekja má til frásogs lyfsins út í blóðrás, eins og pseudomembranous colitis eru sjaldséðar. Rannsóknir benda til þess að frásog á klindamýsín fosfati gegnum húð ákvarðist fyrst og fremst af þeim burðargrunni sem notaður er fyrir lyfið. Lípósómar eru fitukúlur sem myndast þegar fosfólípíð eða aðrar sambærilegar tvíleysnar fitur komst í snertingu við vatnsfasa. Stærð lípósóma, það er þvermál þeirra, er almennt á bilinu frá 40 nm til 300 pm. Rannsóknir sýna að notkun lípó- sóma sem lyfjabera í húðlyfjum virðist bæta að- gengi lyfsins inn í húðina. Lípósómarnir virðast staðsetja lyfin í lögum húðarinnar og koma þann- ig í veg fyrir hratt flæði þess út í blóðrás. Notkun lípósóma sem lyfjabera í húðlyfjum ætti þannig að geta gert lyfjameðferðina árangursríkari og auð- veldari og þar með stuðla að betri meðferðar- fylgni sjúklingsins. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að hanna hentugan burðargrunn fyrir lípósóma til notkunar á húð og kanna flæði klindamýsín fos- fats frá mismunandi tegundum lípósóma og frá lípósómadreifu í mismunandi burðargrunnum. Til að meta hvort lípósómarnir gætu hugsanlega aukið frásog á lyfinu í gegnum húð út í blóðrás var borið saman flæði lyfsins annars vegar frá lípó- sómum og hins vegar frá lyfinu í lausn gegnum húð hárlausra músa. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að því stærri sem lípósómarnir eru og því fleiri fitulög sem lípósómarnir innihalda, því hægari er losun klindamýsín fosfats frá lípósómunum. Vatnsleys- anleg hlaup virðast henta einna best sem burðar- efni fyrir lípósóma og þær frásogsrannsóknir in vitro sem gerðar voru á húð hárlausra músa sýndu að lípósómarnir ættu ekki, samanborið við lyfið í 0,05 M fosfatbuffer, að auka gegndræpi lyfsins í gegnum húðina út í blóðrás. V-43. Aðferð til að auka leysnihraða stera. Míkróhúðun með vatnleysanleg- um fjölliðum Þórdís Kristmundsdóttir, Sigríður Guðný Árna- dóttir Frá lyfjafrœði lyfsala HÍ Lítill leysnihraði margra lyfja getur valdið vandkvæðum í notkun þeirra. Þeir þættir sem einkum hafa áhrif á leysnihraða lyfja eru yfir- borðsflatarmál lyfsins svo og hámarksleysni þess. Hægt er að auka yfirborðsflatarmálið með því að míkrónísera lyfið en oft veldur mikil samloðun lyfsins því að „effektíft“ yfirborð verður í raun lítið. Fram kom sú hugmynd að hægt væri að auka leysnihraða torleystra lyfja með því að setja þunna húð af vatnsleysanlegu efni utan um lyfið til að auðvelda blotnun og leiða til þess að allt yfirborð lyfsins komist í snertingu við vökvann. Markmið þessa verkefnis var því að rannsaka hvort míkróhúðun torleysanlegra lyfja með vatns- leysanlegum fjölliðum geti orðið til þess að auka leysnihraða þeirra. Við rannsóknina voru notaðir þrír sterar sem leysast hægt í vatni; hýdrókortisón, 17P-estradíól og prógesterón. Sem húðunarefni voru notaðar vatnssæknu fjölliðurnar kítósan, alginat, dextran,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.