Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 52

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 52
52 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 sóknum. Sterk fylgni var á milli notkunar sýkla- lyfja og ónæmis og línuleg fylgni var á milli fjölda sýklalyfjakúra og vaxandi ónæmis, svo og tíma- lengdar frá síðasta sýklalyfjakúr og minnkandi ónæmis og er það í samræmi við íslenskar rann- sóknir á S. pneumoniae. Því má ljóst vera að mikilvægasta skrefið til að draga úr ónæmi er að minnka notkun sýklalyfja. E-74. Einfaldar neðri þvagfærasýkingar hjá konum 10-69 ára, utan sjúkrahúsa Magnús Ólafsson*, Jóhann Ágúst Sigurðsson** Frá *Heilsugœslustöðinni á Akureyri, **heimilis- lceknisfrœði HÍ og Sólvangi Hafnarfirði Tilgangur: Könnun á helstu orsökum þvag- færasýkinga hjá konum og næmi/ónæmi fyrir sýklalyfjum. Efniviður og aðferðir: Athuguð var sjúkrasaga og rannsóknir á þvagi hjá konum á aldrinum 10- 69 ára, sem leituðu til Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri á árunum 1992-1995 og reyndust vera með staðfestar þvagfærasýkingar. Jákvæð sýking var skilgreind sem >100.000 sýkla í 1 ml þvags nema hjá S. saphrophyticus, þar sem miðað var við >10.000 sýkla. Þá var einnig athuguð sala sýklalyfja í apótekum á Akureyri á sama tímabili. Niðurstöður: Alls voru staðfestar 673 þvag- færasýkingar á þessu tímabili og voru 516 eða 76,7% einfaldar neðri þvagfærasýkingar. Tíðar sýkingar (fleiri en ein á þriggja mánaða tímabili) voru 8,7%, flóknar sýkingar (vegna annarra sjúk- dóma) 6,7%, efri þvagfærasýkingar 3,6% og upp- lýsingar til flokkunar vantaði í 4,3% tilvika. AI- gengasta orsök var E. coli eða 83,4%. St. sap- hrophyticus greindist í 7,2% tilvika. Proteus mirabilis og Staphyolococci coagulase neikvæðir voru 2,1% hvor og aðrir minna. Hjá E. coli reynd- ist ónæmi gegn cephalótíni í 45,1% tilvika, gegn súlfafúrasóli í 37,3%, ampicillíni í 35,6%, mecil- línami 14,4%, trímetóprími 13,3% og nítrófúran- tóíni 1,2%. Trim-súlfa reyndist ónæmt í 11,8% tilvika en þar voru einungis gerð 17 næmispróf (byrjað á slíku í árslok 1995). Nokkur breytileiki var í næmi eftir aldri. Heildarnotkun sýklalyfja (DDD/1000/dag) var svipuð og á landsvísu. Ályktanir: Niðurstöður þessar benda til þess að ónæmi gegn algengum sýklalyfjum sé orðið veru- legt og að taka beri tillit til þessara niðurstaðna þegar læknar verða að hefja meðferð sem byggist á klínísku mati, eða áður en niðurstöður þvag- ræktana liggja fyrir. Líklegt er að ónæmi sé tengt sýklalyfjanotkun undanfarinna ára eins og ónæmi stofna sem valda öndunarfærasýkingum. E-75. Spítalasýkingar á gjörgæsludeild Sigurður Magnason*, Karl G. Kristinsson**, Þor- steinn Sv. Stefánsson***, Helga Erlendsdóttir**, Lovísa Baldursdóttir***, Einar H. Jónmunds- son****, Sigurður Guðmundsson***** Frá *lœknadeild HÍ, **sýklarannsóknadeild, ***gjörgœsludeild, ****röntgendeild, *****[yf. lœkningadeild Landspítalans Inngangur: Rannsökuð var sýkingartíðni, sýk- ingarvaldar og dánartíðni á 10 rúma almennri gjörgæsludeild á Landspítalanum. Aðferðir: Sýklaræktanir voru gerðar reglulega hjá sjúklingum sem lágu yfir 48 klukkustundir á deildinni og spítalasýkingar voru greindar með framskyggnum hætti á 20 mánaða tímabili. Niðurstöður: í 69 af 235 innlögnum (29,4%) voru greindar 122 gjörgæslusýkingar. Meðalaldur sjúklinganna var 57 ár (0-87), 60% voru karlar. Algengustu sýkingarnar voru: þvagfærasýking 34%, lungnabólga 16%, blóðsýking 18% (41% tengdar æðaleggjum), djúp skurðsárasýking 15% (28% sýkingar í bringubeini) og barkabólga 11%. Algengustu sýkingavaldarnir voru E. coli (19), Klebsiella sp. (7) og aðrar Enterobacteriaceae (19), Enterococcus sp. (16), Candida sp. (19), S. epidermidis (19) og P. aeruginosa (15). Samkvæmt Cox fjölbreytugreiningu þar sem legutími án sýkingar var háða breytan, tengdist aukin hætta á sýkingu hypoxiu við komu og tíma með langa æðaleggi (p<0,01). Dánartíðni sjö dögum eftir útskrift af gjörgæsludeildinni var 30,4% (21/69) meðal sýktra sjúklinga og 18,7% (31/166) meðal ósýktra (p=0,05). Samkvæmt ald- ursstaðlaðri greiningu var aukin dánartíðni tengd APACHE II skori við innlögn, aldri, skurðað- gerðum öðrum en hjarta- eða kviðarholsaðgerð, legutíma og gjörgæslusýkingu (p<0,05). Ályktun: I þessari rannsókn sýktist um þriðj- ungur sjúklinga á gjörgæsludeildinni, flestir af Gram-neikvæðum stafbakteríum. Aldursstöðluð dánartíðni var hærri og legutími lengri hjá þeim sem sýktust. Þörf er á virku forvarnarstarfi og baráttu gegn spítalasýkingum. E-76. Breytingar á faraldsfræði alvar- legra nýburasýkinga á íslandi 1976-1995 Gestur Pálsson*, Atli Dagbjartsson*, Kristín E. Jónsdóttir**, Hörður Bergsteinsson*, Geir Frið- geirsson***, Gunnar Biering* Frá *Barnaspítala Hringsins, **sýklafrœðideild Landspítalans, ***barnadeild FSA Inngangur: Blóðsýkingar hjá nýburum eru enn í dag mjög alvarlegt sjúkdómsástand með háa dánartíðni. Þrátt fyrir aukna þekkingu hvað smit-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.