Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Page 40
40
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34
hluta til af þriðja stigs taugafrumum í innri sjón-
himnu, en ekki einvörðungu af annars stigs tauga-
frumum í ytri sjónhimnu,
Verkefnið var styrkt af Rannsóknarnámssjóði
Menntamálaráðuneytisins (ÁA) og Rannís (ÞE).
E-47. Orkubúskapur bleikju í langvar-
andi svelti og batanum sem á eftir fylgir
Þórarinn Sveinsson, Þórir Harðarson
Frá Lífeðlisfrœðistofnun HÍ
Markmið rannsóknarinnar er að athuga hvaða
áhrif 12 vikna svelti hefur á orkubirgðir hjá bleikju
og hvernig orkubirgðirnar endurnýjast í batanum
eftir slíkt langtíma svelti.
í upphafi voru 168 bleikjur merktar með ein-
staklingsmerkjum og skipt niður í fjögur ker. Tvö
kerjanna fengu síðan enga fóðrun í 12 vikur á
meðan fóðrað var að mettunarmörkum í hinum.
Næstu 12 vikur var fóðrað að mettunarmörkum í
öllum kerjunum. Á fjögurra vikna fresti var sex
einstaklingum fargað úr hverju keri. Úr þeim
voru lifrar, innyfli og vöðvasýni tekin og þyngdar-
mæld. Lifrar- og vöðvasýnin voru fryst og síðar
greint glýkógen- og fitumagn.
Niðurstöðurnar sýna að fyrstu vikurnar í svelt-
inu er gengið á glýkógenforðann í lifrinni og forð-
ann í innyflunum. Það er hinsvegar ekki fyrr en
eftir fjórðu viku sveltis sem farið er að ganga á
fitu- og glýkógenforða vöðvanna og eftir áttundu
viku sveltis sem farið er að ganga á fituforða
lifrarinnar. í batanum á eftir sveltinu byrja fisk-
arnir á því að endurbyggja glýkógenforðann í lifur
og vöðvum svo og forðann í innyflunum. I vöðv-
unum verður glýkógenhleðsla eftir fjögurra vikna
afturbata sem lýsir sér í meira en tvöföldum styrk
glýkógens í vöðvum sveltu fiskanna samanborið
við ósvelta (1,7 vs 3,9 mg glýkógen/g b.v.). Pað
tekur hinsvegar átta vikur að byggja upp fituforða
í vöðvum og 12 vikur að byggja upp fituforðann í
lifrinni.
Af þessum niðurstöðum drögum við þá ályktun
að sá orkuforði sem fyrst er gengið á í svelti hjá
bleikju sé sá sem fyrst er byggður upp í batanum
sem fylgir í kjölfarið.
Rannsóknasjóður HÍ, Rannsóknaráð ríkisins
og Framleiðnisjóður landbúnaðarins styrktu
þessa rannsókn.
E-48. Engin áhrif sympatískrar örvunar
á boðflutning C-skyntaugaþráða frá húð
Mikael Elam, Jón Ólafur Skarphéðinsson, Bengt
Olausson, B. Gunnar Wallin
Frá Lífeðlisfrœðistofnun HÍ, klínískri taugalíf-
eðlisfrœði Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg
Ýmsir langvinnir verkjasjúkdómar hafa verið
taldir stafa af truflun í starfsemi sympatíska
taugakerfisins, til dæmis „reflex sympathetic
dystrophy", því oft er um að ræða óeðlilegt blóð-
flæði eða hitastig húðar og fleira sem talið er
tengjast sympatíska taugakerfinu.
Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort
aukin sympatísk virkni til húðar breyti næmni
C-taugaþráða sársaukanema frá húð. Einnig var
kannað hvort „neurogen" bólga framkölluð með
sinnepsolíu hafi áhrif þar á.
Gerð var fjölþráða skráning á sympatískri
virkni í húðknyppi n. peroneus undir//i>w/a-höfð-
inu í 11 heilbrigðum einstaklingum. Skráningar-
skautinu var síðan hnikað til þar til einnig fékkst
skráning frá C-skyntaugaþráðum við áreiti á húð.
Viðtakasvæði C-frumuboðspennu í skráningunni
var fundið og þröskuldur endurtekins rafáreitis á
viðtakann mældur (rafáreiti veldur boðspennu í
um það bil 50% ertinga). Einnig var biðtími boð-
spennu í C-þræðinum frá rafáreiti á viðtakann
mældur. Jafnframt var húðviðnám í viðtakasvæði
C-þráðarins mælt. Skráningar voru framkvæmdar
í hvfld og eftir 60 sekúndna örvun sympatískrar
virkni til húðar m$ð hugarreikningi. Mæling var
einnig gerð eftir að sinnepsolía var borin á við-
takasvæði C-þráðarins. Alls náðust skráningar frá
sjö taugaþráðum fyrir og sjö þráðum eftir sinneps-
olíu.
Engin breyting varð í leiðsluhraða C-þráðanna
við örvun sympatískrar virkni til viðtakasvæðis
þeirra. Ekki varð heldur nein breyting í næmni
þeirra fyrir rafáreiti. Ekki sáust heldur nein merki
um sjálfvirkni í C-þráðunum. Þetta á einnig við
um prófanir eftir að sinnepsolía var borin á við-
takasvæðin.
Engar vísbendingar fengust því um að sympa-
tísk virkni til húðar hafi áhrif á næmni C-skyn-
taugaþráða fyrir rafáreiti eða leiðsluhraða þeirra.
Rannsaka þarf sjúklinga til að ganga úr skugga
um að slíkt gerist ekki í langvinnu sársauka-
ástandi.
E-49. Lípoxýgenasa-hemjandi efni úr ís-
lenskum fléttum hindra fjölgun illkynja
frumna og örvaðra eitilfrumna
HelgaM. Ögmundsdóttir*, Gunnar Már Zoéga**,
Stefán R. Gissurarson***, Kristín Ingólfsdótt-
Frá *Rannsóknastofu K.í. í sameinda- ogfrumu-
líffrœði, **lœknadeild H.Í., ***lyfjafrœði lyfsala
H.í.
Fléttuefnin prótólichesterínsýra, sem einangr-
uð var úr fjallagrösum (Cetraria islandica) og lób-
arínsýra úr grábreyskingi (Stereocaulon alpinum)