Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 91
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34
91
tveimur (6%) og egg hundaspóluorms fundust í
einum (3%). Katta- eða hundaskítur fannst í 21
sandkassa (66%). Polhjúpar bogfrymils og svipu-
dýrsins Giardia sp. fundust í kattaskít úr sitt hvor-
um kassanum (5%). Dauð rotta fannst í einum
sandkassa.
Sandkassar hér á landi geta verið uppspretta
sníkjudýrasmits sem borist getur í menn, einkum
börn, og valdið í þeim toxoplasmosis, cryptos-
poridiosis, toxascarosis og hugsanlega einnig gi-
ardiosis. Tíðni þessara sjúkdóma hér á landi er að
mestu ókunn en æskilegt væri að hefja athuganir á
því hversu algengir þessir sjúkdómar eru hérlend-
is. Bent er á leiðir sem takmarka, eða hindra
alfarið, að börn geti smitast af katta- og hunda-
sníkjudýrum í sandkössum.
V-63. Um sníkjudýr villiminka og búr-
minka á Islandi
Karl Skírnisson
Frá Tilraunastöð HÍ í meinafrœði að Keldum
Minkur (Mustela vison) lifir villtur í N-Amer-
íku en var fluttur þaðan til annarra heimsálfa á
fyrri hluta aldarinnar til eldis á loðdýrabúum.
Forverar íslenska villiminkastofnsins voru veiddir
í Mið-Ameríku á þriðja áratugi aldarinnar. Þeir
voru í nokkur ár í eldi áður en þeir sluppu úr haldi
og mynduðu villtan stofn. Núverandi aliminka-
stofn á íslandi var keyptur hingað á öndverðum
níunda áratugnum frá loðdýrabúum í Danmörku
og Skotlandi.
Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á sníkju-
dýrum minka erlendis, bæði í upprunalegum
heimkynnum tegundarinnar sem og á loðdýrabú-
um. Þekkt eru að minnsta kosti 70 sníkjudýr sem
fundist hafa í eða á minki, sjö einfrumungar
(Protozoa), 20 ögður (Digenea), fjórir bandorm-
ar (Cestoda), 22 þráðormar (Nematoda), sex
krókhöfðar (Acanthocephala) og 11 tegundir
óværu. Markmið þessarar könnunar var að leita
að og tegundagreina sníkjudýr í villiminkum og
aliminkum hér á landi. Var hún gerð á árunum
1991-1993.
Leitað var á öllum kunnum aðsetursstöðum
sníkjudýra (meðal annars í nasaholi, lungum,
þind, nýrum, felldi) í 26 villtum minkum. Melt-
ingarvegur var rannsakaður úr 73 dýrum. í búra-
minkum var eingöngu leitað að sníkjudýrum sem
lifa í meltingarvegi. Saursýni úr 145 hálfstálpuð-
um hvolpum voru athuguð frá 19 minkabúum víða
um land.
Einu sníkjudýrin sem fundust í villtu minkun-
um voru þrjár krókhöfðategundir af ættkvíslinni
Corynosoma. Sýktu minkarnir höfðu allir haldið
til við sjávarsíðuna og smitast við að éta sjávar-
fang. Venjulega eru þessi sníkjudýr í sjávarspen-
dýrum. Engin sníkjudýr fundust sem eru í villtum
minkum í N-Ameríku.
Þrjár hníslategundir fundust í saur búraminka;
Eimeria mustelae, E. vison og Isospora laidlawi.
Auk þess fannst minkaflóin Monopsyllus sciuror-
um. Þessar tegundir eru algengar á minkabúum
erlendis.
V-64. Fjöldadauði æðarunga tengdur
umhverfísslysi og hníslasýkingum
Karl Skírnisson, Sigurður Sigurðarson
Frá Tilraunastöð HÍ í meinafrœði, rannsókna-
deild dýrasjúkdóma að Keldum
Seinni hluta júnímánaðar og fyrstu dagana í júlí
1993 drápust hundruð æðarunga (Somateria moll-
issima) í nánd við æðarvarpið að Litlueyri við
Bíldudal. Fjórtán ungar voru krufnir og sýni tekin
úr þeim í sýklarækt og til rannsókna á sníkjudýr-
um og vefjameinafræði. Jafnframt var upplýsing-
um safnað um umhverfisspjöll sem hófust í ná-
grenninu nokkru áður en vart varð við dauðsföll-
in.
Engar sjúkdómsvaldandi bakteríur fundust.
Athuganir á sníkjudýrum sýndu að sumir ungarn-
ir voru með blóðlitaðar hægðir af völdum hnísil-
tegundar (Eimeria sp.) sem leggst á þekjufrumur
þarmanna. Einnig fundust nokkrar tegundir agða
(Gymnophallus somateriae, Microphallus pyg-
meus, Catatropis verrucosa), ein bandormsteg-
und (Microsomacanthus microskrjabini) og krók-
höfði (Polymorphus botulus) í sumum unganna.
Nýru allra unganna voru margfalt stærri en eðli-
legt getur talist og alsett ljósum hnúðum. Smá-
sjárskoðun á nýrnastroki leiddi í ljós þvagsýruút-
fellingar og ýmis þroskastig nýrnahnísilsins Ei-
meria somateriae.
Dauði æðarunganna var rakinn til nýrnabilunar
af völdum hnísilsins Eimeria somateriae. Vefja-
meinafræðilegar athuganir á þarmavegg sýndu að
þarmahnísillinn gat einnig hafa stuðlað að dauðs-
föllunum í sumum tilvikum.
Frumorsök dauðsfallanna má þó væntanlega
rekja til umhverfisspjalla f nánd við æðarvarpið
sem leiddu til minnkaðs fæðuframboðs fyrir ný-
klakta unga. Tveimur vikum áður en bera tók á
dauðsföllunum hófst stórtækur malarþvottur í
ánni sem rennur út í fjörðinn þar sem ungarnir úr
varpinu á Litlueyri leita sér fyrst í stað að fæðu.
Aurinn, sem barst með ánni, féll til botns á firðin-
um og lagðist yfir botndýrin sem æðarungarnir
lifa á. Afleiðing þessa varð minnkað fæðufram-
boð fyrir ungana sem sultu og höfðu augljóslega
minni mótstöðu gegn ýmsum sýkingum.