Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 94

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 94
94 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 V-70. Kýlaveiki og kýlaveikibróðir í ís- lenskum laxfiskum Herdís Sigurjónsdóttir, Bjarnheiður Guðmunds- dóttir, Brynja Gunnlaugsdóttir, Sigríður Guð- mundsdóttir, Slavko H. Bambir, Gísli Jónsson, Sigurður Helgason Frá Tilraunastöð H.í. í meinafrœði að Keldum Bakterían Aeromonas salmonicida undirteg- und achromogenes sem veldur kýlaveikibróður í fiskum greindist í fyrsta sinn hér á landi árið 1980. Síðan hefur hún valdið miklu tjóni í eldi laxfiska. Lítil vitneskja hefur þó verið um útbreiðslu henn- ar í villtum fiski hér við land. Kýlaveiki af völdum bakteríunnar Aeromonas salmonicida undirtegund salmonicida greindist í fyrsta sinn á íslandi í byrjun júní 1995. Sjúkdóm- urinn kom upp í aliseiðum á bakka Elliðaánna en eldisvatn var tekið úr ánum. í lok júlí varð kýla- veiki vart í göngulaxi í Elliðaánum. Um svipað leyti greindist veikin í hafbeitarfiski sem gekk í Laxeldisstöðina í Kollafirði en áður hafði fiskur verið fluttur þaðan í Hellisá til stangveiði. I kjöl- far þessa var gripið til sóttvarnaraðgerða. Allur lax var veiddur úr Hellisá og honum eytt. Lokað var á göngu fiska upp í Elliðavatn en sjúkur og dauður fiskur tíndur úr Elliðaánum og rann- sakaður og veiðibúnaður sótthreinsaður. Einnig voru allir hoplaxar veiddir því þeir eru líklegir smitberar. Árið 1995 komu ríflega 100 fiskar úr Elliðaán- um til rannsóknar og greindist kýlaveiki í 31% þeirra. Einnig voru 127 fiskar rannsakaðir úr 35 ám víða af landinu og greindist kýlaveiki í einum fiski úr Hellisá. Kýlaveikibróðir greindist á hinn bóginn í 10 fiskum úr átta ám. Árið 1996 voru 72 fiskar rannsakaðir úr Elliðaánum og greindist kýlaveiki í tveimur hoplöxum snemma árs og í aliseiðum í maí en á þau rann vatn úr ánum. Ekki greindist kýlaveiki í fleiri fiskum. Átján laxar úr 11 öðrum ám voru einnig rannsakaðir. Kýlaveiki- bróðir greindist í 11 fiskum úr fimm ám, þar á meðal úr Elliðaánum. Ekki er hægt að merkja breytingu á umhverfis- þáttum í Elliðaánum milli ára sem gæti útskýrt svo skjóta hjöðnun sýkinnar þar. Smitvarnaraðgerðir eiga trúlega drjúgan hlut í þessu, en gleggri mynd fæst væntanlega á næstu árum því áfram verður fylgst náið með ánum. V-71. Greining mýkóplasma sýkinga með blóðvatnsprófi á íslandi 1991-1995 Guörún Svanborg Hauksdóttir, Þorbjörn Jónsson, Valgerður Sigurðardóttir, Arthur Löve Frá rannsóknastofum í veirufrœði og ónœmis- frœði Landspítalanum Mýkóplasma er baktería án frumuveggjar og því er hún ónæm fyrir mörgum sýklalyfjum. Ræktun er erfið og sýkingar hafa einkum verið greindar með mótefnamælingum, til dæmis komplímentbindiprófi. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna greiningar mýkóplasmasýkinga á íslandi á tíma- bilinu 1991-1995. Jafnframt var athugað hjá hluta sjúklinganna hvort þeir sem greindust með mýkó- plasmasýkingu (n=109) hefðu önnur einkenni en þeir sem greindust með veirusýkingar (n=lll) eða ekki tókst að greina ákveðna sýkingu hjá (n=720). Farið var yfir allar mýkóplasmamæling- ar sem gerðar voru á rannsóknastofu í veirufræði á árunum 1991-1995. Til að sýking teldist staðfest varð að mælast fjórföld hækkun mótefna í tveim- ur aðskildum mælingum eða mótefnastyrkur >1:64 í einu sýni. Á árunum 1991-1995 greindust 318 einstakling- ar með mýkóplasmasýkingu samkvæmt niður- stöðum blóðvatnsprófs (5,3 sjúklingar á mánuði). Langflestir greindust veturinn 1991-1992, um 15 ný tilfelli á mánuði. Að jafnaði greindust flestir að vetrarlagi en færri á vorin og sumrin. Kynjadreif- ing var jöfn og meðaldur 22 ár. Þeir sem greindust með mýkóplasmasýkingu voru oftar grunaðir um lungnabólgu og höfðu oftar verið meðhöndlaðir án árangurs með sýklalyfjum en viðmiðunarhóp- arnir. Borið saman við erlendar rannsóknir er líklegt að mýkóplasmasýkingar séu vangreindar á ís- landi. Rétt er að hvetja lækna til að senda saman- burðarsýni frá sjúklingum sem grunaðir eru um slíka sýkingu til að auka þekkingu á þeim hér á landi. V-72. Vefjabreytingar af völdum kýla- veiki og kýlaveikibróður í laxi Slavko H. Bambir, Bjarnheiður K. Guðmunds- dóttir, Gísli Jónsson, Sigurður Helgason Frá Tilraunastöð H. í. í meinafrœði að Keldum Kýlaveikibróðir, sem bakterían Aeromonas salmonicida undirtegund achromogenes (Asa) veldur, hefur um árabil verið alvarlegur sjúkdóm- ur í eldi laxfiska á íslandi. Sumarið 1995 greindist kýlaveiki af völdum A. salmonicida undirtegund salmonicida (Ass) í fyrsta skipti í laxi hér. Vefja- breytingum vegna kýlaveiki í laxi hefur verið lýst en hins vegar er lítið vitað um vefjaskemmdir af völdum kýlaveikibróður. Gerður var samanburður á líffærameinafræði af völdum kýlaveiki og kýlaveikibróður í náttúru- lega sýktum laxi úr íslenskum ám. Fiskar voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.