Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 31

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 31 fæðingu vegna lungnasjúkdóms og sjötta fóstrinu, með truncus arteriosus, var eytt. Ályktun: Greining meðfæddra hjartagalla er möguleg fyrir miðja meðgöngu. Skimskoðun, helst í 19. til 20. viku er mikilvægur þáttur fóstur- greiningar. Fóstureyðing getur þannig orðið val- kostur hjá þeim sem eru með það alvarlegan hjartagalla að börnunum er ekki hugað líf. Fyrir þau börn sem hafa læknanlegan galla skiptir einn- ig miklu máli að greining sé gerð fyrir fæðingu. í þeim tilvikum er unnt að bregðast við hjartasjúk- dómnum strax og koma þannig í veg fyrir alvarleg veikindi og heilsutjón. E-27. Víxlun stóru slagæðanna á íslandi 1971-1996 Hróðmar Helgason Frá Barnaspítala Hringsins Landspítalanum Víxlun stóru slagæðanna (transposition of the great arteries, TGA) er alvarlegur meðfæddur hjartagalli sem til skamms tíma dró sjúklingana til dauða á stuttum tíma, oftast í fyrstu viku eftir fæðingu. Gallinn felst í því að stóru slagæðarnar hafa snúist við, þannig að ósæðin kemur frá hægri hluta hjartans og ber blátt blóð til líkamans og lungnaslagæðin ber rautt blóð til lungnanna. Tilgangur rannsóknarinnar er að athuga ný- gengi víxlunar stóru slagæða á íslandi, dánartölur og skoða hvernig horfur sjúklinganna hafa breyst á þessu 25 ára tímabili. Á árunum 1971-1996 fæddust 108.746 börn á Islandi og greindust 35 þeirra með víxlun stóru slagæða, nýgengi er 1:3107. Fæðingarþyngd barn- anna var frá l,140g til 4,350g, miðgildi 3,640g. Meðgöngulengd var frá 28 til 42 vikur, miðgildi 40 vikna. Af 35 börnum voru 23 með einfalda víxlun (engan annan galla), tvö börn voru með op á milli slegla og tvö með op á milli slegla (VSD) ásamt þrengslum í lungnaslagæð (PS). Fimm börn voru með flókinn samsetningagalla og fjögur með leið- rétta víxlun (corrected transposition). Af 35 börnunum eru 11 látin, þrjú dóu skömmu eftir skurðaðgerð, tvö dóu áður en greining lá fyrir og greindist við krufningu, tvö dóu áður en að að- gerð kom og tvö dóu skyndidauða. Af 15 sjúkling- um með einfalda víxlun stóru slagæða, op á milli slegla og/eða þrengsli í lungnaslagæð sem fæddust á árunum 1971-1985 hafa sex látist (40%), af 12 börnum með einfalda víxlun stóru slagæða með op á milli slegla/þrengsli í lungnaslagæð sem fæddust á árunum 1986-1996 hefur ekkert látist (0%). Af átta börnum með flókinn samsetningar- galla eru fimm látin (62,5%). Af 35 sjúklingum hafa 25 gengist undir belgrifu (balloon atrial septostomia) milli gátta frá 1971- 1980, voru sex aðgerðir framkvæmdar í Englandi og ein á íslandi (1976). Frá 1981 hafa 17 af 18 verið framkvæmdar hérlendis. Frá 1986 hafa átta af 12 verið framkvæmdar með ómstýringu. Tveir sjúk- lingar fengu occlusion á bláæð í nára en aðrir fylgikvillar komu ekki fram. Það má því álykta að börn með einfalda víxlun stóru slagæða hafi mjög góðar horfur á að fá fulla lækningu við alvarlegum hjartagalla og hafa horf- ur þeirra sjúklinga batnað til muna á síðustu 10 árum. Horfur barna með alvarlegan samsetning- argalla eru hins vega mjög lakar, þrátt fyrir með- ferð og framfarir í skurðlækningum. E-28. Hvaða samband er milli breytinga í styrk lípóprótína og lækkunar í nýgengi kransæðaáfalla í skandinavísku sim- vastatín rannsókninni (4S) Guðmundur Þorgeirsson, Gunnar Sigurðsson, Jón Þór Sverrisson fyrir hönd 4S-rannsóknarhópsins Frá göngudeild Landspítalans fyrir blóðþrýsting og blóðfitur, lyflœkningadeild FSA I skandinavísku simvastatín rannsókninni (4S) var helmingur hópsins (2223 sjúklingar) með- höndlaður með 20-40 mg af simvastatíni. Við það lækkaði heildarkólesteról um 25%, LDL-kólest- eról um 35%, þríglýseríðar um 10% og HDL- kólesteról hækkaði um 8% að meðaltali. í hópn- um sem fékk sýndarlyf urðu nánast engar breyt- ingar í styrk lípóprótína í blóði þau 5,4 ár sem rannsóknin stóð. Með tölfræðilegri fjölþáttagreiningu (Cox proportional hazard model) höfum við kannað hvort samband er milli breytinga í styrk mismun- andi lípóprótína á meðferðartímanum og þeirrar lækkunar sem varð í nýgengi kransæðaáfalla (kransæðadauðsföll og hjartadrep sem ekki voru banvæn) í meðferðarhópnum. Tölfræðilega marktækt samband kom fram milli breytinga í heildarkólesteróli, LDL-kólesteróli og HDL-kól- esteróli annars vegar og lækkunar í nýgengi kransæðaáfalla hins vegar, þegar tekið hafði verið tillit til fjölmargra annarra áhættuþátta. Hin hag- stæðu áhrif simvastatíns til lækkunar á nýgengi kransæðaáfalla mátti að mestu skýra með lækkun í LDL-kólesteróli en hækkun HDL-kólesteróls hafði einnig sjálfstæð viðbótaráhrif. Því lægra sem LDL-kólesterólið eða LDL/HDL hlutfallið var á meðferðartímanum því færri kransæðaáföll urðu og engin neðri mörk greindust fyrir þetta sam- band. Niðurstöðurnar benda því til að áhrif simvasta- tíns á afdrif kransæðasjúklinga skýrist öll eða nær öll af þeim breytingum í lípóprótínum sem sim-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.