Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 64

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 64
64 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 Sú aðferð sem notuð er í þessari rannsókn er að sá sem prófaður er sér þrjár myndir. Hann heyrir um leið eina setningu og það sem hann á að gera er að benda á þá mynd sem best lýsir því sem hann heyrði. Fengið var leyfi Vísindasiðanefndar Læknafélags íslands til að gera þessa rannsókn hérlendis. Niðurstöður og ályktanir: Nú stendur yfir töl- fræðileg úrvinnsla á þessum gögnum og nú þegar er ljóst að íslenskir sjúklingar með málfræðistol haga sér svipað og þeir sem önnur tungumál tala. Það virðist svo til viðbótar vera okkar sjúklingum í hag að verða málfræðistola á íslensku, þessu málfræðilega flókna tungumáli. E-103. Opin samanburðarrannsókn á áhrifum desógestrels 0,075 mg á dag samanborið við áhrif getnaðarvarnar- lykkju (Multiload Cu 375) á brjóstagjöf Helga Gottfreðsdóttir, Ragnheiðurl. Bjarnadóttir, Reynir T. Geirsson, Frá kvennadeild Landspítalans Inngangur: Getnaðarvarnartöflur sem inni- halda aðeins gestagen (GAG; samanber prog- estagen only pills, POP) hafa verið notaðar hjá konum með börn á brjósti en verkunarmáti þeirra er aðeins að þykkja slímtappann í leghálsi kvenna. I ljós hefur komið að þriðju kynslóðar gestagenið desógestrel hindrar egglos þegar gefið eitt og sér og gefur því meira öryggi sem getnaðar- vörn. Nauðsynlegt var að kanna áhrif þess á magn og samsetningu brjóstamjólkur hjá mjólkandi mæðrum og ákvarða útskilnað niðurbrotsefnisins etónógestrels í brjóstamjólk. Samanburðarhópur kvenna sem notuðu lykkjuna var valinn um leið. Athugað hversu vel getnaðarvörnin þoldist hjá báðum hópum og fylgst með vexti og þroska barn- anna. Aðferðir: Þátttakendur voru heilbrigðar konur með börn á brjósti, 41 kona fékk lykkju en 42 getnaðarvarnartöflur sem innihalda aðeins gesta- gen. Sama eftirlit var viðhaft með báðum hópun- um. Meðferðartími var sjö 28 daga tímabil. Fylgst var með líðan kvennanna gegnum færslu sér- stakra dagbóka og með læknisskoðun. Sólar- hringsmagn brjóstamjólkur var ákvarðað og mjólkursýnum safnað kerfisbundið til að ákvarða samsetningu mjólkurinnar. Niðurstöður: Enginn munur var á sólarhrings- magni og samsetningu brjóstamjólkur (fita, eggjahvíta, mjólkursykur) hjá hópunum tveimur. Ekki reyndist heldur munur á vexti barnanna. Marktæict fleiri konur í GAG hópnum höfðu aukaverkanir sem þó voru vægar og tengdust oft- ast æxlunarfærum (fyrst og fremst milliblæðing- ar). Ályktun: Inntaka desógestrels 0,075 mg á dag hefur^ekki áhrif á magn eða gæði brjóstamjólkur eða vöxt ungbarna meðan á tökunni stendur. Fyrirhugað er að fylgja börnunum eftir til að minnsta kosti 30 mánaða aldurs til að bera saman vöxt og heilsu barna í rannsóknar- og samanburð- arhópunum. V-l. Fourier-greining á áhrifum GABA- agonista á sveifluspennur í sjónhimnu Ársœll Arnarsson, Þór Eysteinsson Frá Lífeðlisfrœðistofnun HÍ Inngangur: I öllum dýrategundum hafa mælst aðgreinanlegar sveifluspennur í sjónhimnuriti með tíðni á bilinu 50-150 Hz. Við athuguðum hvort munur væri á áhrifum GAB Aa- og GAB Ab- agonista á b-bylgju sjónhimnurits og sveiflu- spennur. Fourier-greining var gerð til að skoða áhrifin á mismunandi tíðnisvið. Aðferðir: Sveifluspennur voru skráðar úr yfir- flæddum augnbikar Xenopus laevis, sem komið var fyrir í ljósheldu Faraday-búri. Örskaut með viðnám milli 5-50 megaQ, voru fyllt með Ringer- lausn og rennt niður í augnbikarinn í um skrefum. Uttakið var leitt úr formagnara yfir í offsettmagn- ara með lágtíðnisíu og þaðan inn í tölvu. Niðurstöður: GABAb-agonistinn baclofen (0,1 mM) dregur úr spennu b-bylgjunnar án þess að hafa áhrif á sveifluspennur. Fourier-greining sýn- ir að baclofen dregur sérhæft úr spennu á tíðni- sviðinu 0-50 Hz, en hefur engin áhrif á hærri tíðni. GABAa-agonistinn AVA (0,1 mM) dregur hins vegar úr sveifluspennum, en hefur lítil áhrif á b-bylgju. Fourier-greining sýnir að AVA veldur því að afl svörunar á tíðnisviðinu 0-50 Hz hliðrast til vinstri og að veruleg spennulækkun verður á tíðnisviðinu 70-150 Hz. Ályktanir: Niðurstöður okkar sýna að GAB Aa- agonistar, sem virkja mjög margar frumugerðir, draga sérhæft úr spennu hátíðniþátta. GABAb- agonistar, sem sýnt hefur verið fram á að auka ljóssvörun skammærra frumna en draga úr svörun viðvarandi frumna í innri sjónhimnu, draga sér- hæft úr spennu lágtíðniþátta. Þetta bendir til þess að samsvörun geti verið milli svarlengdar tauga- frumna í innri sjónhimnu og heildarafsvörunar sjónhimnunnar. Verkefnið var styrkt af Rannsóknarnámsjóði Menntamálaráðuneytisins (ÁA) og Rannís (ÞE).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.