Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 32
32
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34
vastatín veldur. í öðru lagi að sjúklingar með
kransæðasjúkdóm uppskeri því meiri áhættu-
lækkun þeim mun meiri breytingar sem knúnar
eru fram í LDL-kólesteróli og HDL-kólesteróli.
E-29. Sjálfvirk taugastjórnun og streitu-
viðbrögð sykursjúkra
Gunnlaugur Ölafsson*, Eiríkur Örn Arnarson**,
Ástráður Hreiðarsson**, Ragnar Danielsen**,
Þórður Harðarson**, Jóhann Axelsson*
Frá *Lífeðlisfrœðistofnun, **Landspítalanum
Inngangur: Taugaskemmdir eru algengur fylgi-
kvilli langvarandi sykursýki og koma fyrst fram í
skertri stjórn sjálfvirka taugakerfisins, einkum í
starfsemi flökkutaugar. Streituviðbrögðum er
miðlað um taugakerfið til marklíffæra. Einstak-
lingsbundið mynstur kemur fram við að vinna
staðlað álagsverkefni á tölvu. Ýkt streituviðbrögð
eru talin áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúk-
dóma. Markmið rannsóknarinnar er að leita
mögulegrar skýringar á aukinni tíðni hjarta- og
æðasjúkdóma meðal sykursjúkra.
Aðferðir: Bornir eru saman einstaklingar með
insúlínháða sykursýki og viðmiðunarhópur. Not-
uð eru fjögur álagspróf á tölvu, sem stöðluð eru til
að vekja eðlisólík viðbrögð. Jafnvægi í sjálfvirkri
taugastjórnun er metið með tíðnigreiningu á
hjartsláttar- og blóðþrýstingsbreytileika, mæling-
um á næmi þrýstinema og breytingum á rafvirkni
húðar. Blóðflæðimælingar eru notaðar til að meta
streituviðbrögð.
Niðurstöður: Mat á jafnvægi í sjálfvirkri stjórn-
un sýndi mjög skerta starfsemi flökkutaugar, sem
kemur fram í minnkuðum hjartsláttar- og blóð-
þrýstingsbreytileika meðal sykursjúkra. Blóð-
flæðimælingar í hvfld voru sambærilegar, þó syk-
ursjúkir hefðu hærri hjartsláttartíðni. Hinsvegar
þegar litið er á streituviðbrögð eru þau marktækt
meiri í hjartslætti, systólískum og díastólískum
blóðþrýstingi. Mælingar á rafvirkni húðar sýndu
einnig ýkt viðbrögð við að vinna tiltekin álags-
verkefni.
Alyktanir: Rannsókn þessi bendir til ójafnvæg-
is í sjálfvirkri taugastjórnun meðal sykursjúkra,
sem tengt er tíma frá upphafi sjúkdóms. Þetta
ójafnvægi leiðir til ýktrar streitusvörunar marklíf-
færa. Sállífeðlisfræðilegar mæliaðferðir gefa mik-
ilvægar upplýsingar um hvernig einstaklingar
með vefrænan skaða svara umhverfisáhrifum,
sem ef til vill hefur forspárgildi varðandi hjarta-
og æðasjúkdóma.
E-30. Áhrif ST-T breytinga á horfur
karlmanna með og án kransæðasjúk-
dóms
Emil L. Sigurðsson, Guðmundur Þorgeirsson,
Helgi Sigvaldason, Nikulás Sigfússon
Frá Heilsugœslustöðinni Sólvangi, Hafnarfirði,
Rannsóknarstöð Hjartaverndar, lyflœkningadeild
Landspítalans
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvaða
áhrif ST-T breytingar á hvfldarhjartalínuriti hafa
á horfur karlamanna, bæði meðal þeirra sem hafa
þekktan kransæðasjúkdóm og hinna sem ekki
hafa þekktan kransæðasjúkdóm.
Efniviður eru karlmenn fæddir á árunum 1907-
1934 sem tekið hafa þátt í rannsókn Hjartavernd-
ar (alls 9.139 karlar). Þeim hefur verið fylgt eftir í
sex til 24 ár. Við fyrstu komu voru þeir flokkaðir í
eftirfarandi greiningarflokka á grundvelli skoð-
unar og rannókna: 1. Hjartadrep. Sjúklingar sem
höfðu haft klínisk einkenni um hjartadrep. 2.
Ógreint hjartadrep. Sjúklingar sem ekki hafa
sögu um hjartadrep en hafa fengið hjartadrep
samkvæmt hjartalínuritsbreytingum. 3. Hjarta-
kveisa með línuritsbreytingum. 4. Hjartakveisa
án línuritsbreytinga. 5. Hjartakveisa samkvæmt
spurningalista en ekki staðfest af lækni. Kannað
var hvaða þýðingu ákveðnar ST-T breytingar á
hjartalínuriti hafa á horfur einstaklinga sem hafa
fengið hjartadrep, hjartakveisu og einnig meðal
þeirra sem ekki hafa nein merki um kransæða-
sjúkdóm. Þær breytingar sem hér um ræðir eru
ST-T breytingar sem eru flokkaðar samkvæmt
Minnesota lyklun (4.1^1.4, 5.1-5.4).
Karlmenn sem hafa fengið hjartadrep en hafa
ekki ST-T breytingar á hvfldarriti hafa áhættu-
hlutfall 5,6 (4,0-7,8) að deyja úr kransæðasjúk-
dóm. Ef ST-T breytingar eru til staðar eykst
áhættuhlutfall upp í 9,9 (7,6-13,0). Meðal þeirra
sem hafa hjartakveisu eykst sama áhættuhlutfall
úr 2,5 (2,0-3,2) án ST-T breytinga, upp í 4,2
(3,1-5,7) með ST-T breytingum. Meðal karl-
manna sem ekki hafa þekktan kransæðasjúkdóm
eykst áhættuhlutfall úr 1,0 í 2,0 (1.6-2.6)
ST-T breytingar hafa mikla þýðingu varðandi
horfur einstaklinga með kransæðasjúkdóm. Þeim
fylgir tvöföldun á dánarlíkum af völdum krans-
æðasjúkdóms. Athyglisvert er að þessi tvöfalda
áhættuaukning sést einnig meðal þeirra sem ekki
hafa þekktan kransæðasjúkdóm.