Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 32

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 32
32 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 vastatín veldur. í öðru lagi að sjúklingar með kransæðasjúkdóm uppskeri því meiri áhættu- lækkun þeim mun meiri breytingar sem knúnar eru fram í LDL-kólesteróli og HDL-kólesteróli. E-29. Sjálfvirk taugastjórnun og streitu- viðbrögð sykursjúkra Gunnlaugur Ölafsson*, Eiríkur Örn Arnarson**, Ástráður Hreiðarsson**, Ragnar Danielsen**, Þórður Harðarson**, Jóhann Axelsson* Frá *Lífeðlisfrœðistofnun, **Landspítalanum Inngangur: Taugaskemmdir eru algengur fylgi- kvilli langvarandi sykursýki og koma fyrst fram í skertri stjórn sjálfvirka taugakerfisins, einkum í starfsemi flökkutaugar. Streituviðbrögðum er miðlað um taugakerfið til marklíffæra. Einstak- lingsbundið mynstur kemur fram við að vinna staðlað álagsverkefni á tölvu. Ýkt streituviðbrögð eru talin áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúk- dóma. Markmið rannsóknarinnar er að leita mögulegrar skýringar á aukinni tíðni hjarta- og æðasjúkdóma meðal sykursjúkra. Aðferðir: Bornir eru saman einstaklingar með insúlínháða sykursýki og viðmiðunarhópur. Not- uð eru fjögur álagspróf á tölvu, sem stöðluð eru til að vekja eðlisólík viðbrögð. Jafnvægi í sjálfvirkri taugastjórnun er metið með tíðnigreiningu á hjartsláttar- og blóðþrýstingsbreytileika, mæling- um á næmi þrýstinema og breytingum á rafvirkni húðar. Blóðflæðimælingar eru notaðar til að meta streituviðbrögð. Niðurstöður: Mat á jafnvægi í sjálfvirkri stjórn- un sýndi mjög skerta starfsemi flökkutaugar, sem kemur fram í minnkuðum hjartsláttar- og blóð- þrýstingsbreytileika meðal sykursjúkra. Blóð- flæðimælingar í hvfld voru sambærilegar, þó syk- ursjúkir hefðu hærri hjartsláttartíðni. Hinsvegar þegar litið er á streituviðbrögð eru þau marktækt meiri í hjartslætti, systólískum og díastólískum blóðþrýstingi. Mælingar á rafvirkni húðar sýndu einnig ýkt viðbrögð við að vinna tiltekin álags- verkefni. Alyktanir: Rannsókn þessi bendir til ójafnvæg- is í sjálfvirkri taugastjórnun meðal sykursjúkra, sem tengt er tíma frá upphafi sjúkdóms. Þetta ójafnvægi leiðir til ýktrar streitusvörunar marklíf- færa. Sállífeðlisfræðilegar mæliaðferðir gefa mik- ilvægar upplýsingar um hvernig einstaklingar með vefrænan skaða svara umhverfisáhrifum, sem ef til vill hefur forspárgildi varðandi hjarta- og æðasjúkdóma. E-30. Áhrif ST-T breytinga á horfur karlmanna með og án kransæðasjúk- dóms Emil L. Sigurðsson, Guðmundur Þorgeirsson, Helgi Sigvaldason, Nikulás Sigfússon Frá Heilsugœslustöðinni Sólvangi, Hafnarfirði, Rannsóknarstöð Hjartaverndar, lyflœkningadeild Landspítalans Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvaða áhrif ST-T breytingar á hvfldarhjartalínuriti hafa á horfur karlamanna, bæði meðal þeirra sem hafa þekktan kransæðasjúkdóm og hinna sem ekki hafa þekktan kransæðasjúkdóm. Efniviður eru karlmenn fæddir á árunum 1907- 1934 sem tekið hafa þátt í rannsókn Hjartavernd- ar (alls 9.139 karlar). Þeim hefur verið fylgt eftir í sex til 24 ár. Við fyrstu komu voru þeir flokkaðir í eftirfarandi greiningarflokka á grundvelli skoð- unar og rannókna: 1. Hjartadrep. Sjúklingar sem höfðu haft klínisk einkenni um hjartadrep. 2. Ógreint hjartadrep. Sjúklingar sem ekki hafa sögu um hjartadrep en hafa fengið hjartadrep samkvæmt hjartalínuritsbreytingum. 3. Hjarta- kveisa með línuritsbreytingum. 4. Hjartakveisa án línuritsbreytinga. 5. Hjartakveisa samkvæmt spurningalista en ekki staðfest af lækni. Kannað var hvaða þýðingu ákveðnar ST-T breytingar á hjartalínuriti hafa á horfur einstaklinga sem hafa fengið hjartadrep, hjartakveisu og einnig meðal þeirra sem ekki hafa nein merki um kransæða- sjúkdóm. Þær breytingar sem hér um ræðir eru ST-T breytingar sem eru flokkaðar samkvæmt Minnesota lyklun (4.1^1.4, 5.1-5.4). Karlmenn sem hafa fengið hjartadrep en hafa ekki ST-T breytingar á hvfldarriti hafa áhættu- hlutfall 5,6 (4,0-7,8) að deyja úr kransæðasjúk- dóm. Ef ST-T breytingar eru til staðar eykst áhættuhlutfall upp í 9,9 (7,6-13,0). Meðal þeirra sem hafa hjartakveisu eykst sama áhættuhlutfall úr 2,5 (2,0-3,2) án ST-T breytinga, upp í 4,2 (3,1-5,7) með ST-T breytingum. Meðal karl- manna sem ekki hafa þekktan kransæðasjúkdóm eykst áhættuhlutfall úr 1,0 í 2,0 (1.6-2.6) ST-T breytingar hafa mikla þýðingu varðandi horfur einstaklinga með kransæðasjúkdóm. Þeim fylgir tvöföldun á dánarlíkum af völdum krans- æðasjúkdóms. Athyglisvert er að þessi tvöfalda áhættuaukning sést einnig meðal þeirra sem ekki hafa þekktan kransæðasjúkdóm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.