Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 62

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 62
62 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 meðal íslenskra barna. í rannsókninni eru öll börn og unglingar yngri en 20 ára sem lögð voru inn á Borgarspítalann vegna höfuðáverka (ICD9 850-854) á tímabilinu 15. apríl 1992 til 14. aprfl 1993. Safnað var upplýsingum um slysið og lækn- isfræðilegum upplýsingum um áverka. Taugasál- fræðileg athugun fór fram fjórum til sex mánuð- um síðar. Alls voru 62 börn og unglingar lögð inn á Borg- arspítalann vegna höfuðáverka, 66% piltar og 34% stúlkur. í hverjum aldurshópanna, fimm til níu, 10-14 og 15-19 ára, voru 15 börn, en í yngsta aldurshópnum, frá fæðingu til fjögurra ára, voru 17 börn. Hefðbundin rannsóknarviðmið á alvar- leika höfuðáverka sýndu, að 39 (63%) voru með vægan höfuðáverka, 16 (26%) voru með miðl- ungsalvarlegan höfuðáverka og sex (10%) voru með alvarlegan höfuðáverka. Eitt barn lést. Hæsta hlutfall alvarlegri höfuðáverka var í yngsta aldurshópnum. I þeim hópi var fall og slysahögg orsök höfuðáverka í 89% tilfella. Við fyrstu athugun fjórum til sex mánuðum eftir slys kvartaði 21 foreldri (39%) yfir því að barn þess hefði ekki náð sér eftir höfuðáverkann. Kvartanir voru algengari eftir því sem aldur var hærri og aðeins tvö foreldri yngstu barnanna kvörtuðu. Fjöldi og alvarleiki höfuðáverka meðal ungra barna er áhyggjuefni. Foreldrar eiga erfitt með að gera sér grein fyrir afleiðingum þessara áverka þar sem þær birtast oft ekki að ráði fyrr en nokkr- um árum eftir slys. Upprunaleg orsök vandans kann þá að vera gleymd. E-98. Sýrustig, títranlegt magn sýru, bufferhæfni, flúor, kalsíum og fosfór í drykkjarvörum Kristján Guðmundsson*, Peter Holbrook **, Hólmfríður Þorsteinsdóttir* Frá *háls-, nef- og eyrnadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur, **tannlœknadeild HÍ Sem hluti víðtækari rannsóknar á hugsanlegum orsökum glerungseyðingar í tönnum voru eftir- farandi þættir athugaðir í 30 mismunandi tegund- um drykkjarvara: 1) sýrustig, 2) títranlegt magn sýru sem ml af 1N NaOH upp að (a) pH 5,5 (b) pH 7,0 og (c) pH 10,0, 3) bufferhæfni drykkjanna við pH 5,5 sem hallatala títrunarkúrfunnar við pH 5,5, 4) flúor mældur með flúorelektróðu sem ppm, 5) kalsíum með atómgleypnimælingu, 6) fosfór mældur með ljósgleypnimælingu. Sýrustig flestra gosdrykkja liggur um pH 2,5 - 3,0 en ávaxtasafa pH 3,25 - 3,75. Þótt gosdrykkir séu þannig súrari en ávaxtasafar er títranlegt magn sýru töluvert meira í ávaxtasöfunum. Flúor- magn drykkjanna ber sterkan keim af flúormagni drykkjarvatns. Kalsíum og fosfórinnihald drykkj- anna reyndist afar misjafnt. E-99. Glerungseyðing á íslandi Kristján Guðmundsson*, Inga B. Árnadóttir**, Peter Holbrook** Frá *háls-, nef- og eyrnadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur. **tannlœknadeild HÍ Glerungseyðing greinist nú í vaxandi mæli meðal barna og unglinga. Súrir drykkir og bak- flæði magasýru hafa verið nefnd sem orsök. Síð- astliðin þrjú ár hefur 127 sjúklingum verið vísað til höfunda vegna glerungseyðingar (aldur: fimm til 62 ára; meðalaldur 18,7 ár; miðtala 18 ár). Eyðing í glerungi eingöngu reyndist vera í 49 (38,6%), eyðing inn í tannbein í 40 (31,5%) og alvarleg eyðing í mörgum tönnum í 38 (29,9%). Meðal munnvatnsrennsli reyndist 1,5 ml/mín og meðal pH í munnvatni 7,4. Gróf mæling á bufferhæfni munnvatns sjúklinganna sýndi minnkaða bufferhæfni f 74 (58,3%). Til saman- burðar fannst minnkuð bufferhæfni í 10 (20%) af 50 stúdentum án glerungseyðingar (p<0,001). Áttatíu sjúklingar (63%) gáfu upp mikla neyslu súrra drykkja og/eða einkenni frá maga en aðeins sex af 30 sjúklingum höfðu óeðlilega mikið bak- flæði á 24 klukkustundna intraesophageal pH mælingu. I könnum á algengi glerungseyðingar meðal 278 15 ára reykvískra skólabarna fannst eyðing hjá 60 (21,6%) og af þeim reyndust 72% hafa væga eyðingu, 23% eyðingu inn í tannbein og 5% alvarlega eyðingu. Bufferhæfni munnvatns reyndist lág í 22% þessara 60 með eyðingu sem er sama hlutfall og hjá 50 frískum stúdentum. E-100. Takmörkun meðferðar á gjör- gæsludeild Erla G. Sveinsdóttir, Ólafur Þ. Jónsson Frá svœfinga- og gjörgœsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Miklar framfarir í læknisfræði og tækni síðustu áratugi hafa leitt til þess að unnt er að bjarga lífi fleiri sjúklinga en áður. Ýmis siðfræðileg viðhorf hafa einnig tekið breytingum og til álita getur komið að takmarka meðferð. Á Borgarspítalan- um (nú Sjúkrahúsi Reykjavíkur) voru leiðbein- ingar varðandi takmörkun á meðferð formlega teknar upp síðla árs árið 1992. í framhaldi af því var þessi könnun gerð til þess að skoða hvernig að takmörkun meðferðar var staðið. Gerð var framvirk könnun á gjörgæsludeild
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.