Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 69

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 69
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 69 Niðurstödur: Sami erfðaefnisbútur erfist með sjúkdómnum í báðum fjölskyldum og marktækar líkur eru á að meingenið sé innan 500 kb frá þekktu erfðamarki á svæðinu. Mynstur-ERG og sjónhrifrit voru ýmist eðlileg eða lækkuð að spennu eftir stigi sjúkdóms, en leiðslutími sjón- taugar var eðlilegur. Ályktanir: Við gerum ráð fyrir einni stökk- breytingu á Islandi með þekkta staðsetningu í erfðaefninu. Raflífeðlisfræði bendirtil að litþekja og ljósnemar sem eftir eru og sjóntaugar starfi eðlilega. Næsti áfangi er einangrun gensins og frekari athuganir á starfsemi til að skilgreina or- sök og eðli sjúkdómsins. HEIMILDIR 1. Sveinsson K. Acta Ophthalmologca 1939; 17: 73-80. 2. Fossdal R, et al. Human Molecular Genetics 1995; 4: 479-83. V-12. Meðgönguháþrýstingur, fjöl- skyldusöfnun til erfðarannsókna Reynir Arngrímsson, Ragnheiður I. Bjarnadóttir, Ásdís Baldursdóttir, Þórgunnur Hjaltadóttir, Sigrún Valdimarsdóttir, Reynir T. Geirsson Frá kvennadeild Landspítalans Alvarlegt form meðgönguháþrýtings er nefnt fóstur- eða meðgöngueitrun en þá fylgir prótínút- skilnaður í þvagi hækkuðum blóðþrýstingi og í alvarlegustu tilfellum truflun á blóðstorkukerfi, lifrarstarfsemi og krampar. Alvarleg vaxtarhöml- un kemur oft fram hjá börnum þessara kvenna og leiðir til sjöföldunar á burðarmálsdauða. Fjöl- skyldutilhneiging er vel þekkt og áhætta á sjúk- dómi eykst fimm til sexfalt hjá konum sem eiga mæður eða systur sem hafa veikst. Við höfum kannað fjölskyldusögu allra kvenna með meðgönguháþrýsting sem fæddu í Reykjavík á 10 ára tímabili, en þangað er vísað öllum konum af landinu með alvarleg afbrigði meðgöngu. Spurst var fyrir um fjölskyldusögu vegna þessa sjúkdóms, hjarta- og æðasjúkdóma, nýrnasjúk- dóma, sykursýki og fleira og öllum konum með jákvæða fjölskyldusögu boðið í viðtal og þátttaka í fjölskyldurrannsókninni. Á árunum 1984-1993 höfðu samkvæmt sjúk- dómaskrá 2585 konur hækkaðan blóðþrýsting í meðgöngu (6% allra þungana í landinu). Alls tóku um 62% þeirra þátt í rannsókninni og um 20% höfðu jákvæða fjölskyldusögu. Af þessum fjölskyldum hafa 232 fjölskyldur lýst sig reiðubún- ar að taka þátt í erfðarannsóknum og er sýnasöfn- un vegna þess lokið. Tíðni háþrýstings í meðgöngu er svipuð hér á landi og annars staðar. Hlutfall kvenna sem höfðu jákvæða fjölskyldusögu er svipað og við höfðum áður talið vera. Pessar fjölskyldur verða uppi- staða í genamengisleit að áhættugenum í með- göngueitrun. Rannsóknin sýnir að með skipu- lagðri leit í þjóðfélaginu má finna fjölskylduefni- við sem má nýta einan sér eða í samvinnu við aðra rannsóknarhópa til genamengisleitar að áhættu- genum í algengum sjúkdómum. V-13. Fjölskyldubundin heilakveisa og helftarlömun Ahmed MAS, Reid E, Reyitir Arngrímsson, Coo- ke A, Tolmie JL, Stephenson JSP Frá Glasgow Háskóla, Yorkhill NHS Trust, kvennadeild Landspítalans Fjölskyldubundin heilakveisa og helftarlömun (familial hemiplegic migraine) er sjaldgæfur taugasjúkdómur sem einkennist af höfuðverk og áru sem einkennist af tímabundinni helftarlöm- un. Erfðamynstur er ókynbundið ríkjandi. Fjöl- skyldurnar eru misleitar og hafa sumar tengsl við sæti á litningi 19. Klínísk úttekt var gerð á öllum einstaklingum sem greinst höfðu með fjölskyldubundna heila- kveisu og helftarlömun og ættingjar skoðaðir. Greining var gerð samkvæmt skilmerkjum al- þjóðlega höfuðverkjafélagsins (International Headache Society). Erfðarannsóknir voru fram- kvæmdar á þremur stærstu fjölskyldunum og DNA erfðamörk álitningi 19 keðjumögnuð. Tengsl voru metinn með útreikningi á lod stuðli með hjálp LINKAGE forritsins. Merki um mis- leitni (heterogeneity) var metið með tölvuforrit- inu HOMOG og var stuðst við allar aðrar fjöl- skyldur sem birtar hafa verið heiminum. Sjö óskyldar fjölskyldur greindust með fjöl- skyldubundna heilakveisu og helftarlömun. Af 135 fjölskyldumeðlimum reyndust 28 (13 karlar og 15 konur) uppfylla skilmerki alþjóðlega höfuð- verkjafélagsins. Alvarleiki og tímalengd höfuð- verkjakastanna var nokkuð mismunandi á milli einstaklinga og fjölskyldna. Sjúkdómurinn kom fram að meðaltali við 14 ára aldur en sjúkdóms- greining var að meðaltali við 33 ára aldur. Greini- leg merki um ókynbundnar ríkjandi erfðir komu fram í fjölskyldunum og reyndist sýndin vera 90%. Aðeins ein fjölskylda reyndist sýna 87% líkur á tengslum við erfðamerki á litningi 19 (D19S226), lod stuðull 0,82. Hinar sýndu engin tengsl við þetta erfðamerki og misleitniútreikn- ingar sýndur að innan við 1% líkur voru á tengsl- um milli arfgerðar á litningi 19 og sjúkdómsins (max. lod stuðull 0,00).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.