Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 93

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 93
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 93 sama degi vakti grunsemdir sýklafræðideildar og sýkingavarnateymis. Einu tengslin sem teymið fann þá milli sjúklinganna voru geldýnur notaðar til hlífðar á skurðstofum. Ræktanir frá þeim voru neikvæðar. Þegar sama baktería óx frá þremur sjúklingum til viðbótar í mismunandi byggingum sjúkrahússins var enn á ný reynt að finna sameig- inlega orsök. Að auki ræktaðist óvenjuleg bakter- ía frá brunasjúklingi, Enterobacter gergoviae. Leitin barst að sápubrúsum á gjörgæslu og fund- ust sömu bakteríur í fjórum af fimm sjúkrastof- um. í framhaldi af því varð ljóst að mjúksápa í óopnuðum sápubrúsum frá seljanda innihélt mik- ið magn slíkra baktería og gersveppa. Brúsarnir höfðu ekki verið hreinsaðir á tilætlaðan hátt hjá seljanda fyrir fyllingu. Mjúksápan var fjarlægð af sjúkrahúsinu jafnskjótt og mengunarinnar varð vart. Með því var komið í veg fyrir frekari út- breiðslu bakteríanna. Áður höfðu þær náð ból- festu á eða sýkt 10 sjúklinga. Sýkingarnar höfðu sem betur fer ekki slæmar afleiðingar. Tilgangur handþvottar er að fjarlægja bakter- íur. Því miður varð menguð mjúksápa til þess að þeir samviskusömu dreifðu bakteríunum með höndunum. Sparnaður og endurnýting kallar á aukið gæðaeftirlit. V-68. Faraldsfræði penicillín ónæmra pneumókokka á íslandi, von í myrkri Karl G. Kristinsson*, Martha Á. Hjálmarsdóttir*, Þórólfur Guðnason** Frá *sýklfafræðideild og **barnadeild Landspít- alans Nýgengi penicillín ónæmra pneumókokka (PÓPa) í sýkingum jókst úr 0% árið 1988 í 2,3% 1989; 2,7% 1990; 8,4% 1991 og 16,3% 1992. Þessi hraða þróun var mikið áhyggjuefni og kallaði á aðgerðir. Öllum PÓPum sem ræktast hafa frá sýktum sjúklingum á íslandi hefur verið safnað á sýkla- fræðdeild Landspítalans, svo og helstu upplýsing- um um þá. Til að kanna útbreiðslu PÖPa og sýklalyfjanotkun í heilbrigðum börnum voru gerðar kannanir á beratíðni og sýklalyfjanotkun á fimm leikskólum í Reykjavík á árunum 1992,1995 og 1996. Upplýsingar um sýklalyfjanotkun á ís- landi fengust frá heilbrigðisráðuneytinu. í kjölfar hraðrar aukningar PÓPanna var áróð- ur gegn óhóflegri notkun sýklalyfja hertur og al- menningur fræddur um skaðsemi ofnotkunar. Sýklalyfjanotkunin náði hámarki árið 1990, 23,6 SD (staðlaðir dagskammtar) á 1000 íbúa á dag, en var kominn niður í 20,7 SD árið 1995. Mesta minnkunin var á notkun makrólíða og trímetó- prím-súlfa hjá börnum. Nýgengi PÓPa náði há- marki 1993,19,8% en hefur síðan farið lækkandi. Á árinu 1992 voru 20% pneumókokkanna í leik- skólabörnunum með minnkað næmi fyrir penicil- líni en það hlutfall var komið í 15% árið 1995, á sama tíma og sýklalyfjanotkun þeirra hafði minnkað. Fækkun PÓPa samfara minnkandi notkun á sýklalyfjum bendir til þess að hafa megi áhrif á þróun sýklalyfjaónæmis. Lönd með minni sýkla- lyfjanotkun eru líkleg til að hafa lægra hlutfall ónæmra stofna en lönd með meiri sýklalyfjanotk- un. V-69. Samanburður á meinvirkni ’atýp- ískra’ Aeromonas salmonicida bakteríu- stofna Brynja Gunnlaugsdóttir, Bjarnheiður K. Guð- mundsdóttir Frá Tilraunastöð HÍ í meinafrœði að Keldum Kýlaveikibakterían Aeromonas salmonicida er flokkuð í undirtegundirnar: salmonicida, ma- soucida , smithia og achromogenes. A. salmon- icida undirtegund salmonicida veldur kýlaveiki í laxfiskum. A. salmonicida stofnar sem ekki til- heyra undirtegund salmonicida eru nefndir ’atýp- ískir’ og valda þeir sjúkdómum skyldum kýlaveiki í ýmsum fisktegundum bæði í sjó og ferskvatni. Rannsóknir okkar hafa leitt í ljós mun á próteös- um í seyti ’týpískra’ og ’atýpískra’ A. salmonicida stofna. Aðaleitur ’týpískra’ A. salmonicida stofna er ensím með rnikla blóðrofsvirkni. Markmið verkefnisins var að athuga hvort samband væri á milli próteasavirkni og meinvirkni útensíma- lausna 24 A. salmonicida stofna. Útensímalausnir voru framleiddar með ræktun á sellófanþöktum agarskálum og virkni próteasa í lausnunum mæld og stofnarnir flokkaðir í fimm próteasahópa. Eftirfarandi meinvirkniþættir voru athugaðir: banvænn skammtur og vefja- skemmdir í laxi, frumuskemmdir í tveimur fiska- frumulínum, blóðrofsvirkni í hestablóði og laxa- blóði. Niðurstöður sýndu að tilvist próteasans AsaPl í tveimur próteasahópum af fimm tengist banvæn- um áhrifum, miklum vefjaskemmdum, skorti á blóðrofsvirkni og litlum frumuskemmdum. Ekki greindist sambærileg blóðrofsvirkni og ’týpískir’ stofna seyta hjá neinum stofni. Blóðrofsvirkni var aðeins til staðar í einni af 11 banvænum útensíma- lausnum. Niðurstöðurnar sýndu greinilegt sam- band á milli próteasavirkni og meinvirkni út- ensímalausna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.