Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 95

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 95
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 95 krufðir, stórsæjar breytingar skráðar og bitar af öllum helstu líffærum teknir til vefjarannsókna. Stórsæ skoðun: Föl tálkn stundum með depil- blæðingum, blæðingar í augum, roði og í ýmsum innri líffærum, ennfremur margúll (hematoma) undir roði í stöku tilfelli. Þessar breytingar sáust jafnt af völdum beggja sjúkdóma. Sár á roði af völdum kýlaveikibróður voru jafnan grunn með blæðingu í jöðrum, en kýlaveiki olli gjarnan dýpri sárum og blæðingum í holdi. í milta og nýrum sást umfangsmikið vefjadrep í stöku tilfelli, öðru fremur í kýlaveikum fiski. Þessar breytingar voru mismiklar í fiskum eftir því hve bráð sýkin var. Smásjárskoðun: Bakteríur sáust í nær öllum líffærum, einkum í innþekju æða. Þar ollu þær vefjadrepi og blæðingum og fjölgun hvítfrumna, einkum átfrumna. Blæðingar voru mest áberandi í nýrum, milta og vöðvum. Kýlaveikibakterían Ass virðist valda nokkru meiri vefjaskemmdum en Asa bakterían, sem meðal annars lýsir sér í svæsnari roð- og holdsár- um og umfangsmeira vefjadrepi. V-73. Framleiðsla á kjarna- og hjúppró- tínbútum visnuveiru í E. coli Björg Rafnar, Sigurbjörg Porsteinsdóttir Frá Tilraunastöð FIÍ í meinafrœði að Keldum Visnuveira er lentiveira í kindum sem veldur heilabólgu. Lentiveirur hafa allar svipaða skipan erfðaefnis. Þær hafa gen fyrir kjarnaprótín (gag) og hjúpprótín (env) sem eru byggingarprótín, fyrir hvata (pol) og stjórnprótín. Markmið rann- sóknar er að framleiða búta úr gag og env bygg- ingarprótínum visnuveiru til að kortleggja væki og vækiseiningar sem ónæmissvar í visnusýkingu beinist gegn. Sýkingarhæfur visnuveiru klón KV1772-kv72/ 67 var notaður sem DNA-gjafi. gag geninu var skipt í sjö hluta af stærðinni 130-325 basar og env geninu í níu hluta af stærðinni 230-635 basar. Klónað var inn í pGex genaferju og prótínbútarn- ir síðan tjáðir í E. coli sem samrunaprótín á gluta- thion transferasa (GST). Stærðin á samrunapró- tínbútunum er 32,3-38,8 kD fyrir gag en 35,9- 50,8 kD fyrir env. Tekist hefur að tjá og framleiða alla sjö gag bútana og suma í miklum mæli. Kindur sem bólu- settar eru með heilu gag prótíni sýna mótefna- svörun gegn sex gag bútum í prótínþrykki og þrír gag bútar örva eitilfrumur visnusýktra kinda. Erf- iðara er að fá tjáningu á env bútunum en kindur bólusettar með heilu env prótíni hafa mótefna- svörun gegn þeim fjórum env bútum sem gengur að tjá. Verið er að reyna að tjá fleiri env búta með því að rækta bakteríurnar með genaferjunum við mismunandi aðstæður. Áætlað er að athuga mót- efnasvar gegn bútunum í kindum sýktum með mismunandi visnu- og mæðiveirustofnum. Einnig að rannsaka þróun mótefnasvarsins gegn einstaka bútum. Ef mótefnasvar kemur snemma upp gegn bútum sem auðvelt er að framleiða, má nota þá sem væki í ELISA próf. Rannís styrkir rannsóknina. V-74. Lyfferill penicillíns og ceftríaxóns í sermi og lungum músa Helga Erlendsdóttir, Sóley Ómarsdóttir, Viðar Magnússon, Sigurður Guðmundsson Frá sýklafræðideild Landspítalans, lœknadeild HÍ, lyflœkningadeild Landspítalans Inngangur: Við skömmtun sýklalyfja er oftast tekið mið af þéttni þeirra í sermi, en litlar upplýs- ingar eru um þéttni í lungum. Kannaður var lyf- ferill penicillíns og ceftríaxóns í músum og að- gengi þeirra í músalungum. Notaðir voru skammtar sem eru sambærilegir (mg/kg) við skammta hjá mönnum. Efniviður: Notaðar voru ICR mýs —30 g að þyngd. Sýklalyfin voru gefin undir húð í einum skammti. Skammtar penicillíns voru 1, 10, 50 og 100 mg/kg, og ceftríaxóns 1, 10 og 100 mg/kg. Samtímis blóðsýnum voru lungun fjarlægð og skornir úr þeim þrír bitar (5-15 mg) og afgangur- inn síðan mulinn í saltvatni. Voru sýnin tekin á átta (penicillín) og sex (ceftríaxón) mismunandi tímapunktum. Þéttni penicillíns var mæld með Micrococcus lutea og ceftríaxóns með E. coli. Reiknaður var helmingunartími (t1/2) í sermi og lungum, Cmax og tími yfir hammörkum (t>MIC) næms og ónæms pneumókokkastofns. Niðurstöður: Niðurstöðum úr lungnamulningi og lungnabitum bar vel saman. Við skammta 1, 10, 50 og 100 mg/kg var t1/2 penicillín í sermi 12-16 mínútur og í lungnabitum 14-22 mínútur. Við L10 og lOOmg/kg var t1/2 ceftríaxón í sermi 65-52 mín- útur og í lungnabitum 72-81 mínútur. Cmax fyrir bæði lyfin var mun hærri í sermi en lungum, þre- falt við penicillín og fjórfalt við ceftríaxón. Pen- icillín t>MICnæmur var 102-220 mínútur eftir skömmtum, en t>MICónæmur 1-117 mínútur. Sam- svarandi ceftríaxón t>MIC voru 9,3-12,2 klst. og 3,3-7,3 klst. Munur á t>MIC í sermi og lungum var lítill. Ályktun: t^ beggja lyfja var lengri í lunga en í sermi, 20-50%, og þéttni í sermi 0,5-4,0 sinnum hærri en í lunga. Munur á t>MIC var hins vegar lítill, þannig að unnt er að nota lyfferil í sermi við útreikninga á lyfhrifum í lungum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.