Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 47

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 47 viðmiðunareinstaklinga (p<0,0001). Sextán ein- staklingar hafa meira en tvöföld viðmiðunarmörk (>200AU) af magni IC meðal heilbrigðra ein- staklinga (<100 AU) og þetta kemur fram bæði meðal einstaklinga með og án SLE einkenna. Rannsóknir á rauðum blóðkornum fjölskyldu- meðlima sýnir að hæfileiki þeirra til að ferja IC er einnig minni en meðal heilbrigðra viðmiðunar- einstaklinga (p=0,018). Þegar aðeins er litið á einstaklinga með hækkaða IC í sermi og þeim skipt upp í tvo hópa, með eða án SLE einkenna, eru sex C4AQ0 af sjö sem hafa SLE einkenna. Ályktanir: Meðal fjölskyldumeðlima virðist vera arfbundinn galli sem veldur hærri styrk mót- efnaflétta í sermi en mælist meðal heilbrigðra við- miðunareinstaklinga. Hugsanlegt er að galli í fínstillingu ónæmissvars vegna skorts á C4A valdi því viðbótarálagi sem leiðir til sjúkdómsástands SLE. E-63. Samanburður á opsónínvirkni og mótefnum gegn pneumókokkum í ung- börnum og fullorðnum bólusettum með prótíntengdu fjölsykrubóluefni af hjúp- gerð 6B Gestur Viðarsson*, Sigurveig P. Sigurðardóttir*, Þórólfur Guðnason**, Sveinn Kjartans- son**, ****, Karl G. Kristinsson***, Gunnhildur Ingólfsdóttir*, Steinn Jónsson*****, Helgi Valdi- marsson*, Gerald Schiffman******, Rachel Schn eerson ****** *, Ingileif Jónsdóttir* Frá *Rannsóknastofu HÍ í ónœmisfrœði, **Barnaspítala Hringsins, ***sýkladeild Land- spítala, ****Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, *****lyfjadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, ******SUNNY, New York, *******NICHD, Bethesda Inngangur: Fjölsykrur vekja ekki mótefna- myndun í ungbörnum. Með prótíntengingu breyt- ast ónæmisvekjandi eiginleikar þeirra og þau geta stuðlað að mótefnamyndun í börnum. Gerð og opsónínvirkni mótefna var borin saman í blóði ungbarna og fullorðinna eftir bólusetningu með fjölsykru pneumókokka af hjúpgerð 6B tengdri við tetanus toxóíð, Pn6B-TT. Aðferðir og niðurstöður: I fullorðnum varð aukning á mótefnum af öllum ísótýpum, IgGl og IgG2, mælt með ELISA og RIA. Sterk fylgni var milli mótefnamagns og opsónínvirkni, sem upp- taka átfrumna á geislamerktum pneumókokkum. Ungbörnin náðu sambærilegum blóðstyrk af heildarmótefnum IgG- og IgM gegn Pn6B og um fimm sinnum hærri styrk af Pn6B-IgGl miðað við fullorðna. Lítil aukning varð í IgA og IgG2 mót- efnum og reyndis styrkur 10-20 sinnum lægri en í fullorðnum. Marktæk aukning varð í opsónín- virkni í ungbörnum og sterk fylgni við Pn6B mót- efni, og reyndust virkustu ungbarnasermin hafa sambærilega virkni við sermi fullorðinna. Af IgG undirflokkum var best fylgni IgGl við opsónín- virkni í ungbarnasýnum. I heild var best fylgni opsónínvirkni við heildarmótefni og IgG mótefni og hæst ef sýnin höfðu há mótefni af öllum ísótýp- um. Ályktun: Bólusetningar ungbarna með prótín- tengdum fjölsykrum vekja mótefnamyndun í ung- börnum en eðli mótefnanna er ólíkt því sem er í fullorðnum. Allar ísótýpur og undirflokkar virð- ast hafa opsónínvirkni og heildarþéttni mótefna vera mikilvægust fyrir útrýmingu pneumókokka. E-64. Prótíntengd fjölsykrubóluefni vekja mótefnamyndun hjá ungbörnum og mótefnin stuðla að útrýmingu pneu- mókokka Ingileif Jónsdóttir*, Sigurveig Þ. Sigurðardóttir*, Gestur Viðarsson*, Gunnhildur Ingólfsdóttir*, Þórólfur Guðnason**, Katrín Davíðsdóttir***, Sveinn Kjartansson**,***, Karl G. Kristins- son****, Odile Leroy***** Frá *Rannsóknastofu HÍ í ónœmisfrœði, **Barnaspítali Hringsins, ****sýkladeild Land- spítalans, ***Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, *****Pasteur Merieux, Marnes La Coquette Inngangur: Ung börn mynda ekki mótefni gegn fjölsykrum og fjölsykrubóluefni eru þeim gagns- laus. Markmið rannsóknarinnar er að prófa hvort prótíntengd fjölsykrubóluefni veki mótefna- myndun í ungbörnum og hvort mótefnin stuðli að útrýmingu pneumokokka in vitro og dragi úr beratíðni. Framkvæmd: Eitt hundrað og sextíu ungbörn voru bólusett við þriggja, fjögurra og sex mánaða aldur með öðru tveggja áttgildra tilraunabóluefna úr pneumókokka fjölsykrum tengdum við tetanus toxóíð (PNC-T) eða dipthería toxóíð (PNC-D). Rannsóknin var tvíblind og 13 mánaða var börn- unum aftur skipt með slembum og þau bólusett með PNC-D/PNC-T eða 23-gildu fjölsykrubólu- efni. IgG mótefni voru mæld (ELISA) gegn þrem hjúpgerðum pneumókokka og virkni (opsónín) til að stuðla að upptöku átfrumna á geislamerktum pneumókokkum. Nefkokssýni voru ræktuð og til samanburðar úr hópi 40 óbólusettra ungbarna. Niðurstöður eru enn blindaðar og því fyrir báða hópana sem heild. Við sjö mánaða aldur, höfðu IgG mótefni hækkað marktækt fyrir hjúpgerðir 6B, 19F og 23F (p<0,0001) og voru >1,0 (pg/ml í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.