Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 78
78
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34
V-32. Tap á erfðaefni litningasvæðis
13ql2-14 í brjóstaæxlum. Fylgni við
verri horfur sjúklinga
Guðrún Jóhannesdóttir*, Guðný Eiríksdóttir*,
Sigurður Ingvarsson*, BjarniA. Agnarsson*, Jón
Gunnlaugur Jónasson*, Ingveldur Björnsdótt-
ir**, Ásgeir Sigurðsson*, Valgarður Egilsson*,
Helgi Sigurðsson**, Rósa Björk Barkardóttir*
Frá *Rannsóknastofu HÍ í meinafrœði, frumulíf-
frœðideild, **krabbameinslœkningadeild Land-
spítalans
Inngangur: Þróun heilbrigðrar frumu yfir í ill-
kynja æxlisfrumu einkennist meðal annars af upp-
söfnun brenglana í erfðaefni frumunnar. Undan-
farin ár hafa vísindamenn unnið að því að kort-
leggja brenglanir í erfðamengi krabbameina og
kannað samband milli þeirra, líffræðilegrar hegð-
unar æxlanna og framvindu sjúkdómsins. Tap
litninga eða litningasvæða og fjölföldun ákveð-
inna litningasvæða eru algengustu brenglanirnar
en einnig verða prótín krabbameinsfrumna
óstarfhæf vegna punktstökkbreytinga. Rann-
sóknir hafa sýnt að í illkynja brjóstaæxlum eru
brenglanir tíðar á litningi 1,3p, 6q, 8p, 9p, 11,13q,
14q, 15q, 16q, 17,18q, 20q, 22q og Xp.
Aðferðir: Við notuðum PCR hvarf til að kanna
erfðaefnisbrenglanir á litningasvæði 13ql2-ql4 í
brjóstaæxlum 160 kvenna. Athugað var hvort
brenglanir á þessu litningasvæði hefðu fylgni við
horfur sjúklinganna og líffræðilega hegðun æxl-
anna.
Niðurstöður: Af æxlunum sýndu 43% brengl-
anir á 13ql2-ql4. Pessi æxli höfðu marktækt fleiri
frumur í skiptingu og marktækt minna magn pró-
gesterón viðtaka en þau sem ekki sýndu brenglan-
ir. Ekki var fylgni við magn estrógen viðtaka,
æxlisstærð eða það að meinvörp fyndust í eitlum.
Sjúklingar með æxli sem sýndu brenglanir höfðu
marktækt verri lífslíkur en sjúklingar með æxli án
þessara breytinga. Fjölþátta mat sýndi að erfða-
efnisbrenglanir á þessu litningasvæði eru sjálf-
stæður þáttur við mat á horfum brjóstakrabba-
meinssjúklinga.
Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að á
13ql2-14 séu staðsett gen sem hafa áhrif á þróun
illkynja æxlisvaxtar. Á þessu svæði eru þekkt þrjú
gen sem talin eru geta haft áhrif á æxlisþróun í
brjóstavef. Frekari rannsókna er þörf til að skera
úr um hvort óstarfhæfni einhverra þessara þriggja
gena skýri verri lífslíkur sjúklinganna eða hvort
önnur ófundin brjóstakrabbameinsgen séu stað-
sett á þessu litningasvæði.
V-33. Flæðigreining á eðlilegum brjósta-
vef og góðkynja brjóstameinum
Jóit Gunnlaugur Jónasson, Sóley Björnsdóttir,
Sigrún Kristjánsdóttir, Sigurrós Jónasdóttir,
Bjarni A. Agnarsson
Frá Rannsóknastofu HÍ í meinafrœði
Inngangur: Mælingar á DNA-innihaldi æxlis-
frumna og hlutfallslegum fjölda frumna í S-fasa
með flæðigreini (flow cytometer), eru gerðar á
langflestum brjóstakrabbameinsæxlum sem þjón-
usturannsókn til að hjálpa til við mat á horfum
sjúklinga. I þessari rannsókn var kannað DNA-
innihald og S-fasi í eðlilegum brjóstavef og góð-
kynja vefjabreytingum í brjóstum í þeim tilgangi
að ákvarða viðmiðunarmörk og auka nákvæmni
við mat á niðurstöðum flæðigreiningar illkynja
æxla í brjóstum.
Aðferðir: Mæld voru í flæðigreini 40 sýni úr
brjóstum, 20 úr eðlilegum vef (úr brjóstabrott-
námsaðgerðum eða brjóstaminnkunaraðgerð-
um), 10 sýni með fibrocystic sj úkdóm (þar af fimm
með intraductal hyperplasiu) og 10 sýni frá fíbróa-
denomum. Línuritin voru metin með tilliti til tví-
litna eða mislitna gerðar, lögun topps, G2M/G0Gi
hlutfalls, fjölda og hlutfalls frumna í G2M toppi og
S-fasa og breytistuðull toppa athugaður.
Niðurstöður: Sýnin reyndust öll tvflitna. Fjórt-
án (35%) sýnanna voru með afbrigðilegan G0G,
topp og voru þeir allir klofnir, en tveir þessara 14
eða 5% reyndust einnig hliðraðir. Meðaltal G2M/
G0G, hlutfalls var 2,04 (með gildum frá 1,96 til
2,17) og að meðaltali var 1% frumnanna í G2M
toppi. Hlutfall frumna í S-fasa var að meðaltali
0,60%.
Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar
benda til að fara beri varlega við ákvörðun mis-
litnunar í tengslum við klofna eða hliðraða toppa
á tvflitna svæði. Einnig ber að varast að oftúlka
ekki sem mislitna, litla toppa á svæðinu rétt ofan
við 2,00.
V-34. Æxli í fískum
Slavko H. Bambir, Sigurður Helgason
Frá Tilraunastöð HÍ í meinafrœði að Keldum
Æxli hafa greinst í öllum deildum (taxa) fiska
frá hringmunnum til brjóskfiska og beinfiska og í
nær öllum líffærum þeirra. I sumum tegundum
fiska eru vissar gerðir æxla einkennandi. Stund-
um verður æxlismyndun því sem næst að faraldri.
Hér er greint frá þrenns konar æxlum í fiskum:
I gullfiski (Carassius auratus) úr skrautfiska-
búri, sem var sendur til rannsóknar sáust þykkildi
ofarlega á hlið, framan við bakugga og náðu þau
djúpt í vöðva. Þetta voru taugaslíðursæxli
(schwannoma), blönduð bandvefsæxli.