Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 70
70
LÆKN ABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34
Nákvæm skoðun sjúklinga með fjölskyldu-
bundna heilakveisu og helftarlömun sýndi engin
merki klínískrar misleitni sjúkdómsins en DNA
rannsóknir staðfestu erfðamisleitni í sjúkdómn-
um. Að minnsta kosti tvö ótengd gen geta leitt til
samskonar sjúkdómsástands. Staðsetning annars
þeirra er þekkt á litningi 19 og veruleg rök benda
til að ein fjölskylda í þessari rannsókn tengist því.
V-14. Tengsl við erfðamörk á 6p en ekki
17q í fjölskyldubundnum sóra
Burden AD, Javed S, Reynir Arngrímsson, Hodg-
ins M, Connor M, Tillman DM
Frá Glasgow Háskóla, kvennadeild Landspítal-
ans
Sóri er algengur húðsjúkdómur sem einnig get-
ur valdið alvarlegum liðskemmdum. Orsakir
sjúkdómsins er óþekktar, en hann er reynist oft
vera ættlægur. Árið 1994 var tengslum við erfða-
mörk á litningi 17q lýst í fjölskyldum frá Texas.
Við höfum í samvinnu við aðra breska rannsókn-
arhópa framkvæmt leit að áhættulitningasvæðum
og genum sem stuðlað geta að eða aukið líkur á
sóra.
Tengslarannsóknir voru framkvæmdar á erfða-
mörkum á litningi 6 og 17 í 103 fjölskyldum frá
vesturhluta Skotlands. Allir sjúklingar voru skoð-
aðir af að minnsta kosti tveimur reyndum húð-
læknum og aðeins einstaklingar með óyggjandi
merki um sóra á skoðunardegi voru skráðir veik-
ir. Af 400 einstaklingum í þessum fjölskyldum
voru 300 með óyggjandi merki um sjúkdóminn.
DNA keðjufjölföldun á erfðamerkjum sem merkt
voru með flúrlitum var framkvæmd og arfgerð
hvers einstaklings ákvörðuð í ABI 377 raðgreini.
Lod stuðull var reiknaður með tilliti til ókynbund-
ins ríkjandi erfðamynstur og 90% sýndar. Mat á
fylgni arfgerðar og svipgerðar veikra skyldmenna
var einnig framkvæmd með aðstoð tölvuforrit-
anna SIBPAIR og TDT.
Sterk tengsl fundust við erfðamörk á litningi
6p, tveggja punkta lod stuðull var 4,2 á D6S291
fyrir hið áætlaða erfðamunstur og ASP lod stuðull
var 2,2, p=0,0007. Hinsvegar var lod stuðull fyrir
D17S784 0,00 og engin merki um fylgni milli arf-
og svipgerðar sáust.
Þessar niðurstöður benda eindregið til þess
áhættugen fyrir sóra sé á litningi 6p, nálægt MCH/
HLA genum. Engin merki fundust um slík gen á
litningi 17 og tókst því ekki að staðfesta fyrri
niðurstöður Texas hópsins. Þessar niðurstöður
eru í samræmi við það sem aðrir rannsóknarhópar
í Bretlandi hafa fundið.
V-15. Ósæðargúlpur í brjóstholi sem
ekki tengist fibrillin genum á litningi 15,
5 og3
Jón P.'Sverrisson, ReynirArngrímsson, Ragnheið-
ur Elísdóttir, Ragnar Danielsen
Frá kvenna- og lyflœkningadeild Landspítalans,
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
Ósæðargúlpur (aorta aneurysma) í brjóstholi er
algengur fylgikvilli Marfans sjúkdóms sem er
ókynbundinn ríkjandi erfðasjúkdómur sem leggst
á stoðkerfi, hjarta- og æðakerfi og augu og má
rekja til stökkbreytinga í fibrillin geni. Samsvörun
á milli arf- og svipgerðar sem tengjast stökkbreyt-
ingum í fibrillin genum sem finnast á þremur litn-
ingum (3, 5,15) er ekki skýr. Dæmigerðan Marf-
ans sjúkdóm má rekja til stökkbreytinga í fibrillin
15. Auk þess hefur nokkrum fjölskyldum verið
lýst þar sem stökkbreytingar í þessu geni tengjast
eingöngu myndun ósæðargúlps en engin önnur
einkenni sjúkdómsins koma fram.
Hér er lýst fjölskyldu sem ekki uppfyllir skil-
merki um Marfans heilkenni. DNA rannsókn var
framkvæmd með erfðamörkum sem umliggja
fibrillin genin á litningi 3, 5 og 15 með keðjufjöl-
földun og rafdrætti. Mat á líkum á að tengsl séu á
milli arfbreytileika í þessum genum og svipgerð-
arinnar var framkvæmt með lod stuðuls útreikn-
ingum og haplotypu samanburði hjá veikum ein-
staklingum.
Erfðamynstur í þessari fjölskyldu samrýmist
ókynbundnum ríkjandi erfðum. Tveir einstakl-
ingar hafa látist skyndidauða og tveir hafa gengist
undir brjóstholsskurðaðgerð eftir að þeir greind-
ust með víða ósæð. Aðrir eru í reglulegu eftirliti
með ómskoðunum. Engin merki um svipgerð
Marfans sjúkdóms kom fram við skoðun einstak-
linganna, þó hafa einhverjir fugla- og holubrjóst-
kassa. Engin tengsl fundust á milli arfgerðar í
fibrillingenum og svipgerðarinnar ósæðargúlpur/
víð ósæð. Dæmi um veika einstaklinga sem ekki
höfðu sömu haplotypu fibrillin 15 voru greinileg.
Hér er lýst fjölskyldu með ókynbundin ríkjandi
ósæðargúlp sem ólíklega tengist stökkbreytingum
í fibrillin genum. Sennilega er hér um nýjan erfða-
sjúkdóm að ræða sem ekki hefur verið lýst í öðr-
um löndum.
V-16. Tengist lófakreppa óstöðugleika í
erfðaefninu
Kristján G. Guðmundsson, Reynir Arngrímsson,
Lindsay Paterson, Ari Ólafsson
Frá Heilsugœslustöðinni Blönduósi, kvennadeild
Landspítalans, Glasgow Háskóla, bæklunar-
lœkningadeild FSA