Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 70

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 70
70 LÆKN ABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 Nákvæm skoðun sjúklinga með fjölskyldu- bundna heilakveisu og helftarlömun sýndi engin merki klínískrar misleitni sjúkdómsins en DNA rannsóknir staðfestu erfðamisleitni í sjúkdómn- um. Að minnsta kosti tvö ótengd gen geta leitt til samskonar sjúkdómsástands. Staðsetning annars þeirra er þekkt á litningi 19 og veruleg rök benda til að ein fjölskylda í þessari rannsókn tengist því. V-14. Tengsl við erfðamörk á 6p en ekki 17q í fjölskyldubundnum sóra Burden AD, Javed S, Reynir Arngrímsson, Hodg- ins M, Connor M, Tillman DM Frá Glasgow Háskóla, kvennadeild Landspítal- ans Sóri er algengur húðsjúkdómur sem einnig get- ur valdið alvarlegum liðskemmdum. Orsakir sjúkdómsins er óþekktar, en hann er reynist oft vera ættlægur. Árið 1994 var tengslum við erfða- mörk á litningi 17q lýst í fjölskyldum frá Texas. Við höfum í samvinnu við aðra breska rannsókn- arhópa framkvæmt leit að áhættulitningasvæðum og genum sem stuðlað geta að eða aukið líkur á sóra. Tengslarannsóknir voru framkvæmdar á erfða- mörkum á litningi 6 og 17 í 103 fjölskyldum frá vesturhluta Skotlands. Allir sjúklingar voru skoð- aðir af að minnsta kosti tveimur reyndum húð- læknum og aðeins einstaklingar með óyggjandi merki um sóra á skoðunardegi voru skráðir veik- ir. Af 400 einstaklingum í þessum fjölskyldum voru 300 með óyggjandi merki um sjúkdóminn. DNA keðjufjölföldun á erfðamerkjum sem merkt voru með flúrlitum var framkvæmd og arfgerð hvers einstaklings ákvörðuð í ABI 377 raðgreini. Lod stuðull var reiknaður með tilliti til ókynbund- ins ríkjandi erfðamynstur og 90% sýndar. Mat á fylgni arfgerðar og svipgerðar veikra skyldmenna var einnig framkvæmd með aðstoð tölvuforrit- anna SIBPAIR og TDT. Sterk tengsl fundust við erfðamörk á litningi 6p, tveggja punkta lod stuðull var 4,2 á D6S291 fyrir hið áætlaða erfðamunstur og ASP lod stuðull var 2,2, p=0,0007. Hinsvegar var lod stuðull fyrir D17S784 0,00 og engin merki um fylgni milli arf- og svipgerðar sáust. Þessar niðurstöður benda eindregið til þess áhættugen fyrir sóra sé á litningi 6p, nálægt MCH/ HLA genum. Engin merki fundust um slík gen á litningi 17 og tókst því ekki að staðfesta fyrri niðurstöður Texas hópsins. Þessar niðurstöður eru í samræmi við það sem aðrir rannsóknarhópar í Bretlandi hafa fundið. V-15. Ósæðargúlpur í brjóstholi sem ekki tengist fibrillin genum á litningi 15, 5 og3 Jón P.'Sverrisson, ReynirArngrímsson, Ragnheið- ur Elísdóttir, Ragnar Danielsen Frá kvenna- og lyflœkningadeild Landspítalans, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri Ósæðargúlpur (aorta aneurysma) í brjóstholi er algengur fylgikvilli Marfans sjúkdóms sem er ókynbundinn ríkjandi erfðasjúkdómur sem leggst á stoðkerfi, hjarta- og æðakerfi og augu og má rekja til stökkbreytinga í fibrillin geni. Samsvörun á milli arf- og svipgerðar sem tengjast stökkbreyt- ingum í fibrillin genum sem finnast á þremur litn- ingum (3, 5,15) er ekki skýr. Dæmigerðan Marf- ans sjúkdóm má rekja til stökkbreytinga í fibrillin 15. Auk þess hefur nokkrum fjölskyldum verið lýst þar sem stökkbreytingar í þessu geni tengjast eingöngu myndun ósæðargúlps en engin önnur einkenni sjúkdómsins koma fram. Hér er lýst fjölskyldu sem ekki uppfyllir skil- merki um Marfans heilkenni. DNA rannsókn var framkvæmd með erfðamörkum sem umliggja fibrillin genin á litningi 3, 5 og 15 með keðjufjöl- földun og rafdrætti. Mat á líkum á að tengsl séu á milli arfbreytileika í þessum genum og svipgerð- arinnar var framkvæmt með lod stuðuls útreikn- ingum og haplotypu samanburði hjá veikum ein- staklingum. Erfðamynstur í þessari fjölskyldu samrýmist ókynbundnum ríkjandi erfðum. Tveir einstakl- ingar hafa látist skyndidauða og tveir hafa gengist undir brjóstholsskurðaðgerð eftir að þeir greind- ust með víða ósæð. Aðrir eru í reglulegu eftirliti með ómskoðunum. Engin merki um svipgerð Marfans sjúkdóms kom fram við skoðun einstak- linganna, þó hafa einhverjir fugla- og holubrjóst- kassa. Engin tengsl fundust á milli arfgerðar í fibrillingenum og svipgerðarinnar ósæðargúlpur/ víð ósæð. Dæmi um veika einstaklinga sem ekki höfðu sömu haplotypu fibrillin 15 voru greinileg. Hér er lýst fjölskyldu með ókynbundin ríkjandi ósæðargúlp sem ólíklega tengist stökkbreytingum í fibrillin genum. Sennilega er hér um nýjan erfða- sjúkdóm að ræða sem ekki hefur verið lýst í öðr- um löndum. V-16. Tengist lófakreppa óstöðugleika í erfðaefninu Kristján G. Guðmundsson, Reynir Arngrímsson, Lindsay Paterson, Ari Ólafsson Frá Heilsugœslustöðinni Blönduósi, kvennadeild Landspítalans, Glasgow Háskóla, bæklunar- lœkningadeild FSA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0254-1394
Tungumál:
Árgangar:
36
Fjöldi tölublaða/hefta:
83
Skráðar greinar:
80
Gefið út:
1977-í dag
Myndað til:
2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Reykjavík : Læknafélag Íslands | Læknafélag Reykjavíkur, 1977-.Fylgirit nr. 39 kom ekki út
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað: 34. fylgirit (15.12.1996)
https://timarit.is/issue/364879

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: VIII. ráðstefnan um rannsóknir í læknadeild Háskóla Íslands
https://timarit.is/gegnir/991010977619706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

34. fylgirit (15.12.1996)

Aðgerðir: