Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 34

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 34
34 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 E-33. Naflastrengsblóð notað við stöðl- un in vitro aðferða til að meta stofn- frumugræðlinga Krístbjörn Orrí Guðmundsson*, Leifur Þorsteins- son*, Ásbjörn Sigfússon**, Ásgeir Haralds- son***, Sveinn Guðmundsson* Frá *Blóðbankanum, **Rannsóknastofu Hl í ón- œmisfrœði, ***Barnaspítala Hringsins Landspít- alanum Inngangur: Stofnfrumuígræðslur eru vaxandi þáttur í meðferð gegn ýmsum illkynja blóðsjúk- dómum og föstum æxlum. Þetta meðferðarform hefur að mestu leyti komið í stað autologous bein- mergsígræðslna en er einnig byrjað að ryðja sér til rúms í stað allogeneic beinmergsígræðslna. Ahugi manna á því að hefja slíkar meðferðir hérlendis hefur aukist. Meginmarkmið verkefnisins var að staðla þær in vitro aðferðir sem nauðsynlegt er að hafa til taks við stofnfrumuígræðslur. í þeim til- gangi var notast við naflastrengsblóð sem efnivið. Efniviður og aðferðir: Einkjarna hvítfrumur voru einangraðar úr blóði 40 naflastrengja með Isopaque/Ficoll eftir að skilið hafði verið milli móður og barns. Hlutfall CD34+ frumna var ákvarðað með einstofna mótefnum og flæðismá- sjárgreiningu. Mat á fjölda kólóníumyndandi frumna (CFU-GM, BFU-E, CFU-E) var ákvarðað fyrir og eftir frystingu í fljótandi köfn- unarefni með ræktun stofnfrumna í metýlcellu- lósaæti með viðeigandi vaxtarþáttum (IL-3, SCF, GM-CSF, Epo). Einnig voru Dynal segulkúlur notaðar til einangrunar og auðgunar á CD34+ frumum. Niðurstöður: Meðalrúmmál safnaðs nafla- strengsblóðs var 42,2 ml. Meðalfjöldi einkjarna hvítfrumna eftir einangrun á Isopaque/Ficoll var 101,3xl06. Meðalhlutfall CD34+ frumna var 0,92%, CFU-GM 268/lxlO5 frumur og BFU-E + CFU-E 466/lxlO5 frumur. Meira en 95% ein- kjarna hvítfrumna lifðu af frystingu. Kólóníu- vöxtur fyrir og eftir frystingu var sambærilegur. Hreinleiki CD34+ frumna eftir auðgun með Dynal segulkúlum var meiri en 95%. Ályktun: Niðurstöðurnar benda til að nafla- strengsblóð sé nothæfur efniviður við þróun þeirra in vitro aðferða sem þarf aðhafa tiltækar við stofnfrumuígræðslur. E-34. Eru sambærilegir ferlar í gangi við krabbameinsvöxt og fósturþroskun? Leifur Þorsteinsson*, Pauline Harrington, Gerry O'Dowd, Peter Johnson Frá rannsóknastofnun í ónœmisfrœði og vefja- sýnabankanum, Háskólanum i Liverpool Inngangur: Næstum allar frumur líkamans hafa utan á sér prótín sem gert geta komplíment kerfið óvirkt (autologous vörn) Meðal þessara prótína eru 1) „membrane cofactor protein“ MCP=CD46, 2) „decay accelerating factor" DAF=CD55 og 3) CD59. Þessi prótín eru tjáð í miklu magni í syncytíótrópóblöstum í fylgjunni. Rannsóknir á hvítblæði hafa leitt í ljós að þéttni MCP á frumunum er áttföld miðað við heilbrigð- ar frumur. Lítið er vitað um þessa viðtaka í föst- um æxlum. Hugsanlegt er því að sambærilegir ferlar séu í gangi við krabbameinsvöxt og við fósturþroskun í móðurlífi. Athuganir á þessum prótínum í krabbafrumum (brjóst) gætu því leitt til aukins skilnings á eðli krabbameina. Efniviðurinn samanstóð af 1) 51 vefjasýni úr brjósti, 31 „ductal cell carcinoma", níu „fibroad- enoma'1 og 11 sýnum án krabbafrumuíferðar. Gerð var ónæmislitun á vefjasneiðum með mót- efnum gegn CD46, CD55 og CD59. Af CD46 eru til mismunandi gerðir. Því var gert „Western blott" á brjóstavef fyrir CD46 ef vera kynni að áður óþekkt gerð af prótíninu fyndist. Niðurstöðurnar sýndu að CD46 var tjáð í kirt- ilfrumuþekju í öllum gerðum vefs úr brjósti, þó sterkast í „fibroadenoma". Tjáning CD59 var mjög svipuð og tjáning CD46 í „fibroadenoma" en í kirtilfrumuþekju „ductal cell carcinoma" og í vef án krabbafrumuíferðar var tjáning CD59 h.v. ívið veikari heldur en tjáning CD46. CD55 var aðeins tjáð í stromal vef. „Western blott“ fyrir CD46 í „ductal cell carcinoma" sýndi sömu gerð og tjáð var í heilbrigðum vef. Styrkleiki tjáningar- innar var mun sterkari í kirtilfrumuþekju „ductal cell carcinoma" heldur en í heilbrigðum vef. Ályktun: Þar sem sennilegt er að þessi komplí- ment stjórnprótín séu verndandi fyrir fóstur í móðurlífi benda niðurstöðurnar til að sambæri- legir ferlar geti varið krabbameinsvöxt gegn ónæmishöfnun. *Heimilsfang nú: Blóðbankanum, 101 Reykjavík. E-35. Meinafræði brjóstakrabbameina í BRCA2 tengdum fjölskyldum BjarniA. Agnarsson, Jón G. Jónasson, Ingveldur B. Björnsdóttir, Rósa B. Barkardóttir, Valgarður Egilsson, Helgi Sigurðsson Frá Rannsóknastofu HÍ í meinafrœði, krabba- meinslœkningadeild Landspítalans Inngangur: Talið er að um 5-10% brjósta- krabbameina séu arfgeng og að rekja megi meira en helming þeirra til stökkbreytinga í brjósta- krabbameinsgenunum BRCAl eða BRCA2. Ný- legar rannsóknir benda til þess að brjóstakrabba- mein í fjölskyldum þar sem BRCAl genið er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.