Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 86

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 86
86 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós eftir- farandi: Bæði bóluefnin veittu vörn gegn kýla- veikibróður en aðeins Biojec.1500 veitti vörn gegn kýlaveiki. Ekki var munur á því hvort notað var eitt bóluefni eða blanda beggja. Skýring á því að krossvörn var aðeins í aðra áttina er ekki augljós. Hugsanlegt er, að ræktun- araðstæður við framleiðslu sérlagaða bóluefnisins séu ekki hannaðar til að sýkillinn framleiði mikil- væga sameiginlega mótefnavaka í nægilegu magni. V-51. Sykruþáttur mótefnis (IgM) fjög- urra fisktegunda Bergljót Magnadóttir, Bjarnheiður Guðmunds- dóttir, Sigríður Guðmundsdóttir Frá Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum Sykruþáttur prótína getur haft mikil áhrif á byggingu og lífvirkni þeirra. Það er hins vegar ekki fyrr en með tilkomu líftæknilegrar fram- leiðslu prótína á síðustu árum að áhugi vísinda- manna hefur í auknu mæli beinst að rannsóknum á sykrun prótína. Miklar framfarir hafa orðið í greiningartækni sykra samfara þessum aukna áhuga. Öll mótefni eru sykruð en magn, gerð og hlut- verk þeirra er breytilegt. Sykrur geta gegnt marg- víslegum hlutverkum í hinum ýmsu boðskiptum, sem fram fara í ónæmiskerfinu. I ákveðnum til- fellum getur smávægileg breyting í gerð eða stað- setningu sykra haft veruleg áhrif á lífvirkni mót- efnisins. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka sykru- þátt fiska IgM og hugsanlegt hlutverk hans. Sér- stök áhersla var lögð á rannsóknir á sykruþætti laxa IgM (Salmo salar), en IgM frá þremur öðrum tegundum beinfiska, lúðu (Hippoglossus hippo- glossus), ýsu (Melanogrammus aegleinus) og þorski (Gadus morhua),voru einnig athuguð. í ljós kom að heildarmagn sykra var svipað hjá öllum tegundunum eða um 10-12% af mólþunga IgM. Sykrurnar voru N-tengdar að gerð og ein- göngu staðsettar á þungu keðju mótefnisins. Greining með sérstökum lektínum sýndi að sam- setning sykranna var breytileg á milli tegunda. Þetta kom einnig fram með FACE greiningu á fjölsykrum lax og þorsks. Hugsanlegt hlutverk sykranna var kannað hjá IgM, sem einangrað var úr laxi bólusettum með rauðum blóðkornum úr kind. Sykrurnar höfðu engin áhrif á bindivirkni IgM við mótefnavaka eða komplement en virtust hinsvegar hafa áhrif á næmni sameindarinnar fyrir prótínkljúfum. V-52. Áhrif aldurs og eldishitastigs á vessabundna ónæmisþætti þorsks (Ga- dus morhua L.) Bergljót Magnadóttir*, Halla Jónsdóttir*, Sigurð- ur Helgason*, Trond Jprgensen**, Lars Pil- ström*** Frá *Tilraunastöð HÍ í meinafrœði að Keldum, **TJniversitetet i Tromsp, ***Universitetet i Upp- sala Ónæmiskerfi fiska er tiltölulega frumstætt og háð umhverfisbreytingum en dugar vel við eðli- legar aðstæður. Ónæmiskerfi þorsks er að ýmsu leyti frábrugðið ónæmiskerfi annarra fiska. Þorskurinn hefur mikið magn af mótefni (IgM) í sermi og mótefnin sýna ósérvirka viðloðun við flesta mótefnavaka. Tilraunabólusetningar fram- kalla lélegt sérvirkt ónæmissvar en veita þrátt fyrir það góða vörn gegn sýkingu. Rannsóknir á ónæmiskerfi og ónæmisvið- brögðum þorsks eru nú hafnar að Keldum. Rann- sakaðir verða ýmsir sérvirkir og ósérvirkir þættir ónæmiskerfisins, bæði vessabundnir og frumu- bundnir, við mismunandi innri (til dæmis aldur, sjúkdóms-/bólusetningasaga) og ytri skilyrði (til dæmis hitastig). Könnuð hafa verið áhrif aldurs og umhverfis- hitastigs á ákveðna vessabundna þætti ónæmis- kerfisins, það er á heildarmagn serumprótína, heildarmagn mótefna í sermi og ósérvirka viðloð- un mótefna. Við þessar mælingar voru notaðir tveir hópar af þorski: 1. villtur þorskur af mismun- andi stærð/aldri og við mismunandi hitastig, 2. villtur þorskur alinn í 12 mánuði við 1°C, 7°C og 14°C. Niðurstöðurnar sýndu að bæði aldur og eldis- hitastig höfðu áhrif á heildarmagn mótefna í sermi og á ósérvirka viðloðun mótefna. Heildar- magn serum prótína var tiltölulega óháð aldri og hitastigi nema hvað það lækkaði nokkuð í þorski, sem alinn var við 14°C. Rannsóknirnar eru liður í samnorrænu verk- efni og er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni, Vísindasjóði Háskóla íslands og Rannís. V-53. Áhrif mótefnavaka Aeromonas sal- monicida ssp. acliromogenes, á hvítfrum- uræktir úr laxi og mús Sigríður Guðmundsdóttir, Bjarnheiður Guð- mundsdóttir Frá Tilraunastöð HÍ í meinafrœði að Keldum Bakterían Aeromonas salmonicida ssp. achr- omogeness veldur kýlaveikibróður í laxfiskum og ýmsum tegundum sjávarfiska bæði í eldi og úti í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0254-1394
Tungumál:
Árgangar:
36
Fjöldi tölublaða/hefta:
83
Skráðar greinar:
80
Gefið út:
1977-í dag
Myndað til:
2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Reykjavík : Læknafélag Íslands | Læknafélag Reykjavíkur, 1977-.Fylgirit nr. 39 kom ekki út
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað: 34. fylgirit (15.12.1996)
https://timarit.is/issue/364879

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: VIII. ráðstefnan um rannsóknir í læknadeild Háskóla Íslands
https://timarit.is/gegnir/991010977619706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

34. fylgirit (15.12.1996)

Aðgerðir: