Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 86
86
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34
Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós eftir-
farandi: Bæði bóluefnin veittu vörn gegn kýla-
veikibróður en aðeins Biojec.1500 veitti vörn
gegn kýlaveiki. Ekki var munur á því hvort notað
var eitt bóluefni eða blanda beggja.
Skýring á því að krossvörn var aðeins í aðra
áttina er ekki augljós. Hugsanlegt er, að ræktun-
araðstæður við framleiðslu sérlagaða bóluefnisins
séu ekki hannaðar til að sýkillinn framleiði mikil-
væga sameiginlega mótefnavaka í nægilegu
magni.
V-51. Sykruþáttur mótefnis (IgM) fjög-
urra fisktegunda
Bergljót Magnadóttir, Bjarnheiður Guðmunds-
dóttir, Sigríður Guðmundsdóttir
Frá Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum
Sykruþáttur prótína getur haft mikil áhrif á
byggingu og lífvirkni þeirra. Það er hins vegar
ekki fyrr en með tilkomu líftæknilegrar fram-
leiðslu prótína á síðustu árum að áhugi vísinda-
manna hefur í auknu mæli beinst að rannsóknum
á sykrun prótína. Miklar framfarir hafa orðið í
greiningartækni sykra samfara þessum aukna
áhuga.
Öll mótefni eru sykruð en magn, gerð og hlut-
verk þeirra er breytilegt. Sykrur geta gegnt marg-
víslegum hlutverkum í hinum ýmsu boðskiptum,
sem fram fara í ónæmiskerfinu. I ákveðnum til-
fellum getur smávægileg breyting í gerð eða stað-
setningu sykra haft veruleg áhrif á lífvirkni mót-
efnisins.
Tilgangur verkefnisins var að rannsaka sykru-
þátt fiska IgM og hugsanlegt hlutverk hans. Sér-
stök áhersla var lögð á rannsóknir á sykruþætti
laxa IgM (Salmo salar), en IgM frá þremur öðrum
tegundum beinfiska, lúðu (Hippoglossus hippo-
glossus), ýsu (Melanogrammus aegleinus) og
þorski (Gadus morhua),voru einnig athuguð.
í ljós kom að heildarmagn sykra var svipað hjá
öllum tegundunum eða um 10-12% af mólþunga
IgM. Sykrurnar voru N-tengdar að gerð og ein-
göngu staðsettar á þungu keðju mótefnisins.
Greining með sérstökum lektínum sýndi að sam-
setning sykranna var breytileg á milli tegunda.
Þetta kom einnig fram með FACE greiningu á
fjölsykrum lax og þorsks. Hugsanlegt hlutverk
sykranna var kannað hjá IgM, sem einangrað var
úr laxi bólusettum með rauðum blóðkornum úr
kind. Sykrurnar höfðu engin áhrif á bindivirkni
IgM við mótefnavaka eða komplement en virtust
hinsvegar hafa áhrif á næmni sameindarinnar
fyrir prótínkljúfum.
V-52. Áhrif aldurs og eldishitastigs á
vessabundna ónæmisþætti þorsks (Ga-
dus morhua L.)
Bergljót Magnadóttir*, Halla Jónsdóttir*, Sigurð-
ur Helgason*, Trond Jprgensen**, Lars Pil-
ström***
Frá *Tilraunastöð HÍ í meinafrœði að Keldum,
**TJniversitetet i Tromsp, ***Universitetet i Upp-
sala
Ónæmiskerfi fiska er tiltölulega frumstætt og
háð umhverfisbreytingum en dugar vel við eðli-
legar aðstæður. Ónæmiskerfi þorsks er að ýmsu
leyti frábrugðið ónæmiskerfi annarra fiska.
Þorskurinn hefur mikið magn af mótefni (IgM) í
sermi og mótefnin sýna ósérvirka viðloðun við
flesta mótefnavaka. Tilraunabólusetningar fram-
kalla lélegt sérvirkt ónæmissvar en veita þrátt
fyrir það góða vörn gegn sýkingu.
Rannsóknir á ónæmiskerfi og ónæmisvið-
brögðum þorsks eru nú hafnar að Keldum. Rann-
sakaðir verða ýmsir sérvirkir og ósérvirkir þættir
ónæmiskerfisins, bæði vessabundnir og frumu-
bundnir, við mismunandi innri (til dæmis aldur,
sjúkdóms-/bólusetningasaga) og ytri skilyrði (til
dæmis hitastig).
Könnuð hafa verið áhrif aldurs og umhverfis-
hitastigs á ákveðna vessabundna þætti ónæmis-
kerfisins, það er á heildarmagn serumprótína,
heildarmagn mótefna í sermi og ósérvirka viðloð-
un mótefna. Við þessar mælingar voru notaðir
tveir hópar af þorski: 1. villtur þorskur af mismun-
andi stærð/aldri og við mismunandi hitastig, 2.
villtur þorskur alinn í 12 mánuði við 1°C, 7°C og
14°C.
Niðurstöðurnar sýndu að bæði aldur og eldis-
hitastig höfðu áhrif á heildarmagn mótefna í
sermi og á ósérvirka viðloðun mótefna. Heildar-
magn serum prótína var tiltölulega óháð aldri og
hitastigi nema hvað það lækkaði nokkuð í þorski,
sem alinn var við 14°C.
Rannsóknirnar eru liður í samnorrænu verk-
efni og er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni,
Vísindasjóði Háskóla íslands og Rannís.
V-53. Áhrif mótefnavaka Aeromonas sal-
monicida ssp. acliromogenes, á hvítfrum-
uræktir úr laxi og mús
Sigríður Guðmundsdóttir, Bjarnheiður Guð-
mundsdóttir
Frá Tilraunastöð HÍ í meinafrœði að Keldum
Bakterían Aeromonas salmonicida ssp. achr-
omogeness veldur kýlaveikibróður í laxfiskum og
ýmsum tegundum sjávarfiska bæði í eldi og úti í