Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 51

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 51 næmi sterkari fylgni við lága IgA þéttni heldur en hátt IgE. Gert var ráð fyrir að fylgni milli ofnæmis og lágs IgA myndi minnka og hverfa þegar börnin yrðu eldri og öðluðust meiri getu til að mynda IgA. Matið var því endurtekið þegar börnin voru 42-48 mánaða. Ekki reyndist þá lengur vera marktæk fylgni milli lágrar IgA þéttni í sermi og ofnæmiseinkenna. Hins vegar höfðu börn sem fengu ofnæmiskvef milli tveggja og fjögurra ára aldurs hafa marktækt lækkaða þéttni af IgA í munnvatni (SlgA). Ennfremur höfðu börn með ofnæmisexem lágt SlgA og það var marktækt lægra hjá börnum sem fengu exem eftir tveggja ára aldur heldur en þeim sem hafði batnað (p=0,017). Við tveggja ára aldur höfðu 27% barnana fengið fimm eyrnabólguköst eða fleiri en á tímabilinu milli tveggja og fjögurra ára lækkaði þetta hlutfall í 14%. Pau börn sem héldu áfram að fá eyrnabólguköst höfðu lægri IgA þéttni í sermi við tveggja ára aldur heldur en þau sem löguðust. Þessar niðurstöður benda til þess að seinkun á þroska ónæmisþátta, sem geta hamlað gegn IgE miðluðu ofnæmi, geti haft veruleg áhrif á alvar- leika og þróun ofnæmisvandamála í börnum. E-72. Beratíðni penicillín ónæmra pneu- mókokka og sýklalyfjanotkun hjá börn- um í Portúgal Kari G. Kristinsson*, H. de Lencastre**, A.B. Avo**, I. Sanches**, Erla Sigvaldadóttir*, Sigfús Karlsson*, A. Tomasz*** Frá *sýklafrœðideild Landspítalans, **ITQB Lissabon, ***Rockefeller University NY Penicillín ónæmir og fjölónæmir pneumókokk- ar hafa náð fótfestu um heim allan. Algengi þeirra hefur aukist hratt á portúgölskum sjúkrahúsum og var komið í 17% árið 1993. Til að kanna algengi penicillín ónæmra pneu- mókokka og sýklalyfjanotkun hjá heilbrigðum portúgölskum börnum voru tekin nefkoksstrok frá börnum á sjö leikskólum í Lissabon. Nefkoks- strokunum var sáð á valæti fyrir pneumókokka og næmispróf gerð á þeim pneumókokkum sem ræktuðust. Hjúpgerð og lágmarksheftistyrkur penicillíns var kannaður hjá penicillín ónæmu stofnunum (með E-test® strimlum). Upplýsingar um sýklalyfjanotkun voru fengnar með spurn- ingalistum. Af 586 börnum báru 278 (47%) pneumókokka (lélegt næmi 46 (17%), ónæmi 22 (8%)). Stofn- arnir sem voru ekki með fullt næmi voru oftast af hjúpgerðum 19, 23, 14 og 6. Mikill munur var á algengi ónæmra stofna (0-42%) og nýlegrar sýklalyfjanotkunar eftir leikskólum. Við sýnatök- una voru 8,2% barnanna á sýklalyfjum (hlutfall eftir leikskólum 0-16%) og af þeim sem ekki voru á sýklalyfjum höfðu 26,7% fengið sýklalyf mán- uðinn á undan (6-33%). Góð samsvörun var á milli sýklalyfjanotkunar og ónæmis (r:=0,6, p=0,037). Líkurnar á því að bera ónæma pneu- mókokka voru marktækt meiri hjá þeim sem ný- lega höfðu fengið sýklalyf (p=0,039). Algengi penicillín ónæmra pneumókokka hjá heilbrigðum börnum í Lissabon er hátt og sýkla- lyfjanotkun er mikil. Marktækt tengsl voru á milli nýlegrar sýklalyfjanotkunar og þess að bera pen- icillín ónæma pneumókokka í nefkoki. E-73. Sýklalyfjaónæmi hjá víridans streptókokkum og tengsl þess við sýkla- lyfjanotkun hjá íslenskum börnum JónasL. Franklín*, Karl G. Kristinsson**, Ásgeir Haraldsson***, Þórólfur Guðnason*** Frá *lœknadeild HÍ, **sýklafrœðideild Landspít- alans, ***Barnaspítala Hringsins Sýklalyfjaónæmi hefur aukist hratt undanfarin ár. Sýnt hefur verið fram á tengsl þess við notkun sýklalyfja. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá upplýsingar um sýklalyfjanotkun íslenskra barna og skoða hvernig víridans streptókokkar, sem eru hluti af eðlilegri hálsflóru, hafa brugðist við henni. Börnum er lögðust inn á Barnaspítala Hrings- ins á þriggja vikna tímabili var boðið að vera með í rannsókninni. Upplýsingar um heilsufar og sýkla- lyfjanotkun barnanna voru skráðar og hálsstrok tekin, þau ræktuð á blóðagar og víridans stofnar valdir úr. Prófað var næmi fyrir cefalótíni, klór- amfenikóli, erýthrómýcíni, oxacillíni, penicillíni, tetracýklíni og trímetóprím-súlfamethoxazóli, samkvæmt aðferð Kirbys og Bauers. Níutíu og eitt barn tók þátt og frá þeim fengust 278 stofnar. Af börnunum höfðu 58 (64%) fengið sýklalyf að minnsta kosti einu sinni undangengið hálft ár. Sýklalyfjanotkun var aðallega háð aldri. Fleiri yngri barnanna en eldri höfðu nýlega verið á sýklalyfjum og voru oftar á þeim. Sýklalyfja- ónæmi mældist töluvert: penicillín 55%, trímet- óprím-súlfamethoxazól 47%, erýthrómýcín 47%, tetracýklín 21%, cefalótín 18% og klóramfenikól innan við 1%. Fyrir flest sýklalyfin var marktækur munur á ónæmi, eftir því hvort börnin höfðu verið á sýklalyfjum eða ekki (ekki munur á tetracýklíni eða klóramfenikóli). Onæmið var mun meira en búist var við og meira en komið hefur fram í sambærilegum rann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.