Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 72

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 72
72 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 Niðurstöður: Á fyrra tímabilinu voru gerðar 897 legvatnsástungur (meðaltal meðgöngulengd- ar 114 dagar) og á því síðara 780 (að meðaltali við 107 daga). Meðalaldur mæðranna, fæðingar- þyngd, fyrri blæðingar á meðgöngu, legvöð- vahnútar, tvíburafjöldi, andvana fæðingar eða fjöldi fyrirbura voru ekki eins í báðum hópum. Níu konur létu fóstri á fyrra tímabilinu (1:100) og 18 á því síðara (l:67)(p<0,05). Ástungu var frest- að 35 sinnum á fyrra tímabilinu en 15 sinnum á því síðara. Blóðlitað legvatn sást oftar samfara fleiri ástungutilraunum (p<0,01), en meiri fjöldi til- rauna á síðara tímabilinu tengdist ekki fósturlát- um eða andvana fæðingum. Stunga gegnum fylgjuvef jók ekki áhættu á fósturláti. Ályktun: Áður hefur verið talið að hætta á fóst- urláti eftir legvatnsástungu væri 1:200, en nýrri rannsóknir benda eins og þessi á að áhættan sé um tvöfalt meiri og að styttri meðgöngulengd við ástungu auki enn á áhættuna, þrátt fyrir betri ástungutækni. Nauðsynlegt kann að reynast að hækka aldursmark fyrir legvatnsástungur, sérlega ef skimun með þríprófi verður tekin upp á Islandi. V-19, Hámarkssamdráttur í gáttum og sleglum marsvíns Magnús Jóhannsson, Hafliði J. Ásgrímsson Frá Rannsóknastofu HÍ í lyfjafræði Markmið þessarar rannsóknar er að finna að- ferðir til að framkalla hámarkssamdrátt í hjarta- vöðva og greina hvort unnt sé að metta Ca2+ bindistaði á tróponíni, en samdráttarkraftur vöðvans stjórnast aðallega af magni kalsíumjóna sem binst tróponíni. Það sem takmarkar mesta kraft sem vöðvinn getur myndað í einum sam- drætti, gæti verið mettun Ca2+ bindistaða á tró- poníni eða mettun á flutningsleiðum Ca2+ innan frumunnar. Tilraunir voru gerðar með 24 hjörtu úr mar- svínum. Trabekúlur eða aðrir litlir vöðvabútar, 0,2-0,6 mm í þvermál, voru teknar úr vinstri gátt og hægri slegli. Mældur var samdráttarkraftur án styttingar. Samdráttarmerkin voru geymd á staf- rænu formi á segulbandi til frekari úrvinnslu í tölvu. Venjulega innihélt baðlausnin 2,0 - 20,0 mM Ca2+ en einnig var notuð lausn með mjög hárri kalsíumþéttni (30-40 mM), lágri natríum- þéttni og 5-10 pM ryanódíni. Ryanódín í þessum styrk kemur að mestu í veg fyrir losun Ca2+ úr frymisneti. Regluleg erting með 1 Hz gefur jafn- vægiskraft hvers vöðva. Ýmsar aðferðir voru reyndar til að framkalla hámarkssamdrátt og þær sem reyndust best eru kraftaukning eftir hvíld í 6-12 s (post-rest potentiation), kraftaukning eftir hraða ertingu með 3-4 Hz (post-stimulation pot.) og tetanus (12,5Hz, langir ertingarpúlsar, hátt Ca2+ og ryanódín). í eftirfarandi töflu er kraftur sýndur sem hlutfall af mesta krafti vöðvans hverju sinni: Gátt SlegiII Jafnvægiskraftur 0,60 0,24 Kraftaukning eftir hvfld 0,94 0,26 Kraftaukning eftir hraða ertingu 0,98 0,65 Tetanus 0,88 1,00 Sterkasti samdráttur í slegli var alltaf tetanus sem náði hámarki við 30 mM Ca2+. í gátt gaf kraftaukning eftir hraða ertingu oftast mestan kraft sem náði hámarki við 2-4 mM Ca2+. Mesti kraftur miðað við þverskurðarflatarmál var 73,05 mN/mm2 í slegli sem er svipað því sem aðrir hafa birt. í gátt var þessi tala 32,69 mN/mm2 (meðaltal fimm vöðva). Leiða má líkur að því að með þessum aðferðum náist að metta Ca2+ bindistaði tróponíns. V-20. Áhrif breytts hitastigs á hjarta- vöðvann Vilhjálmur Vilmarsson, Hafliði J. Ásgrímsson, Magnús Jóhannsson Frá Rannsóknastofu HÍ í lyfjafrœði Megintilgangur þessarar rannsóknar var ann- ars vegar að kanna nánar þátt Ca-straums, Na/ Ca-skipta og losunar Ca úr frymisneti (SR) fyrir samdrátt og hins vegar hlutdeild Ca-pumpu SR og Na/Ca-skipta fyrir slökun. Annað markmið var að auka skilning á áhrifum lækkaðs hitastigs á hjartað. Notaðar voru ræmur af vegg vinstri gáttar mar- svína og trabekúlur eða papillarvöðvar úr hægri slegli. Samdráttarkraftur vöðvanna var mældur. Inn í reglulega ertingu (1Hz) var skotið einu breytilegu bili, 0,17-20 s að lengd. Hitastigi lausn- arinnar var breytt um þrjár gráður í senn, á bilinu 35-26°C. Við lækkun hitastigs (35-26°C) gerðist eftirfar- andi: Samdráttarkraftur (Fss) fimmfaldaðist í slegli en tvöfaldaðist í gátt. Tími að toppi sam- dráttar (TPF) tvöfaldaðist og tími slökunar (TR) nálega þrefaldaðist. Q,0 (temperature coefficient) var um 2,0 fyrir TPFen um 2,5 fyrir TR og á það jafnt við um gáttir og slegla. Við 35°C var endur- nýtingarhlutfall Ca2+ (RF) tvöfalt hærra í gátt en í slegli (um 0,6 og 0,3) en við lækkun hitastigs náði það svipuðu gildi (0,45-0,5) í báðum vöðvum. Við 35°C var kraftaukning eftir aukaslag meiri í slegli en í gátt en við lækkað hitastig snerist þetta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.