Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 72
72
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34
Niðurstöður: Á fyrra tímabilinu voru gerðar
897 legvatnsástungur (meðaltal meðgöngulengd-
ar 114 dagar) og á því síðara 780 (að meðaltali við
107 daga). Meðalaldur mæðranna, fæðingar-
þyngd, fyrri blæðingar á meðgöngu, legvöð-
vahnútar, tvíburafjöldi, andvana fæðingar eða
fjöldi fyrirbura voru ekki eins í báðum hópum.
Níu konur létu fóstri á fyrra tímabilinu (1:100) og
18 á því síðara (l:67)(p<0,05). Ástungu var frest-
að 35 sinnum á fyrra tímabilinu en 15 sinnum á því
síðara. Blóðlitað legvatn sást oftar samfara fleiri
ástungutilraunum (p<0,01), en meiri fjöldi til-
rauna á síðara tímabilinu tengdist ekki fósturlát-
um eða andvana fæðingum. Stunga gegnum
fylgjuvef jók ekki áhættu á fósturláti.
Ályktun: Áður hefur verið talið að hætta á fóst-
urláti eftir legvatnsástungu væri 1:200, en nýrri
rannsóknir benda eins og þessi á að áhættan sé um
tvöfalt meiri og að styttri meðgöngulengd við
ástungu auki enn á áhættuna, þrátt fyrir betri
ástungutækni. Nauðsynlegt kann að reynast að
hækka aldursmark fyrir legvatnsástungur, sérlega
ef skimun með þríprófi verður tekin upp á Islandi.
V-19, Hámarkssamdráttur í gáttum og
sleglum marsvíns
Magnús Jóhannsson, Hafliði J. Ásgrímsson
Frá Rannsóknastofu HÍ í lyfjafræði
Markmið þessarar rannsóknar er að finna að-
ferðir til að framkalla hámarkssamdrátt í hjarta-
vöðva og greina hvort unnt sé að metta Ca2+
bindistaði á tróponíni, en samdráttarkraftur
vöðvans stjórnast aðallega af magni kalsíumjóna
sem binst tróponíni. Það sem takmarkar mesta
kraft sem vöðvinn getur myndað í einum sam-
drætti, gæti verið mettun Ca2+ bindistaða á tró-
poníni eða mettun á flutningsleiðum Ca2+ innan
frumunnar.
Tilraunir voru gerðar með 24 hjörtu úr mar-
svínum. Trabekúlur eða aðrir litlir vöðvabútar,
0,2-0,6 mm í þvermál, voru teknar úr vinstri gátt
og hægri slegli. Mældur var samdráttarkraftur án
styttingar. Samdráttarmerkin voru geymd á staf-
rænu formi á segulbandi til frekari úrvinnslu í
tölvu. Venjulega innihélt baðlausnin 2,0 - 20,0
mM Ca2+ en einnig var notuð lausn með mjög
hárri kalsíumþéttni (30-40 mM), lágri natríum-
þéttni og 5-10 pM ryanódíni. Ryanódín í þessum
styrk kemur að mestu í veg fyrir losun Ca2+ úr
frymisneti. Regluleg erting með 1 Hz gefur jafn-
vægiskraft hvers vöðva. Ýmsar aðferðir voru
reyndar til að framkalla hámarkssamdrátt og þær
sem reyndust best eru kraftaukning eftir hvíld í
6-12 s (post-rest potentiation), kraftaukning eftir
hraða ertingu með 3-4 Hz (post-stimulation pot.)
og tetanus (12,5Hz, langir ertingarpúlsar, hátt
Ca2+ og ryanódín). í eftirfarandi töflu er kraftur
sýndur sem hlutfall af mesta krafti vöðvans hverju
sinni:
Gátt SlegiII
Jafnvægiskraftur 0,60 0,24
Kraftaukning eftir hvfld 0,94 0,26
Kraftaukning eftir hraða ertingu 0,98 0,65
Tetanus 0,88 1,00
Sterkasti samdráttur í slegli var alltaf tetanus
sem náði hámarki við 30 mM Ca2+. í gátt gaf
kraftaukning eftir hraða ertingu oftast mestan
kraft sem náði hámarki við 2-4 mM Ca2+. Mesti
kraftur miðað við þverskurðarflatarmál var 73,05
mN/mm2 í slegli sem er svipað því sem aðrir hafa
birt. í gátt var þessi tala 32,69 mN/mm2 (meðaltal
fimm vöðva).
Leiða má líkur að því að með þessum aðferðum
náist að metta Ca2+ bindistaði tróponíns.
V-20. Áhrif breytts hitastigs á hjarta-
vöðvann
Vilhjálmur Vilmarsson, Hafliði J. Ásgrímsson,
Magnús Jóhannsson
Frá Rannsóknastofu HÍ í lyfjafrœði
Megintilgangur þessarar rannsóknar var ann-
ars vegar að kanna nánar þátt Ca-straums, Na/
Ca-skipta og losunar Ca úr frymisneti (SR) fyrir
samdrátt og hins vegar hlutdeild Ca-pumpu SR og
Na/Ca-skipta fyrir slökun. Annað markmið var
að auka skilning á áhrifum lækkaðs hitastigs á
hjartað.
Notaðar voru ræmur af vegg vinstri gáttar mar-
svína og trabekúlur eða papillarvöðvar úr hægri
slegli. Samdráttarkraftur vöðvanna var mældur.
Inn í reglulega ertingu (1Hz) var skotið einu
breytilegu bili, 0,17-20 s að lengd. Hitastigi lausn-
arinnar var breytt um þrjár gráður í senn, á bilinu
35-26°C.
Við lækkun hitastigs (35-26°C) gerðist eftirfar-
andi: Samdráttarkraftur (Fss) fimmfaldaðist í
slegli en tvöfaldaðist í gátt. Tími að toppi sam-
dráttar (TPF) tvöfaldaðist og tími slökunar (TR)
nálega þrefaldaðist. Q,0 (temperature coefficient)
var um 2,0 fyrir TPFen um 2,5 fyrir TR og á það
jafnt við um gáttir og slegla. Við 35°C var endur-
nýtingarhlutfall Ca2+ (RF) tvöfalt hærra í gátt en í
slegli (um 0,6 og 0,3) en við lækkun hitastigs náði
það svipuðu gildi (0,45-0,5) í báðum vöðvum.
Við 35°C var kraftaukning eftir aukaslag meiri í
slegli en í gátt en við lækkað hitastig snerist þetta