Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 36

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 36
36 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 kvæmrar tölfræðilegrar úttektar. Samantekið, þá er minnkuð E-kadherín tjáning algeng í brjósta- krabbameini og tengist þessi minnkaða tjáning marktækt úrfellingum á E-kadherín genasvæð- inu, þó svo að aðrar leiðir til minnkaðrar tjáning- ar koma augljóslega einnig til. E-38. BRCA2 genið og arfgeng brjósta- krabbamein Steinunn Thorlacius*, Stefán P. Sigurðsson*, Helga Bjarnadóttir*, Guðríður Ólafsdóttir**, Laufey Tryggvadóttir**, Jón Gunnlaugur Jónas- son***, Helga M. ögmundsdóttir*, Jórunn Erla Eyfjörð* Frá *Rannsóknarstofu KÍ í sameinda- og frumu- líffrœði, ** Krabbameinsskrá KÍ, ***Rannsókna- stofu HÍ í meinafrœði Fyrstu upplýsingar um BRCA2 genið komu fram haustið 1994 en genið sjálft fannst í árslok 1995. íslenskur efniviður var mikilvægur í leitinni að BRCA2 geninu og hjálpaði til við staðsetningu þess. Fyrri rannsóknir okkar höfðu bent til þess að ættingjar sjúklinga með breytingar á svæði á litningi 13 væru í aukinni áhættu að fá brjósta- krabbamein. Við sýndum fram á tengsl við BRCA2 genið með tengslagreiningu, fyrst í einni fjölskyldu með brjóstakrabbameini í körlum og síðar í 15 öðrum íslenskum fjölskyldum. Saman- burður á setröð (haplótýpu) sýndi að sama röðin kom fyrir í öllum BRCA2 tengdum fjölskyldum. Þetta benti til að allar fjölskyldurnar hefðu fengið sömu stökkbreytinguna frá sameiginlegum for- föður. BRCA2 genið reyndist vera heljarstórt með 27 táknraðir og tjáir fyrir prótíni sem er 3418 amínósýrur að lengd. Starf prótínsins er enn óþekkt en það virðist vera stjórnprótín í frumu- hring. Sýni úr einstaklingum úr BRCA2 tengdum fjöl- skyldum voru raðgreind og reyndist stökkbreyt- ingin (999del5) vera 5 basa úrfelling í táknröð 9 í BRCA2 geninu. Breytingin veldur því að aðeins um 1% af amínósýruröð prótínsins myndast. I æxlum er eðlilega eintak gensins nær undantekn- ingalaust horfið og því er ekkert BRCA2 prótín framleitt. Við höfum sett upp próf til að skima fyrir stökk- breytingunni til að meta tíðni hennar í þjóðinni og í íslenskum brjóstakrabbameinssjúklingum. Skimuð hafa verið sýni úr um 1200 einstaklingum, úr rúmlega 500 óvöldum einstaklingum (hvorki valið með tilliti til aldurs né sjúkrasögu), rúmlega 600 konum sem fengið hafa brjóstakrabbamein og öllum körlum sem fengið hafa æxli í brjóst á síðustu 40 árum. Stökkbreyting í BRCA2 geninu fannst í 0,6% einstaklinga úr viðmiðunarhópi, 7,7% kvenna með brjóstakrabbamein og í 40% karla með sjúkdóminn. Breytingin er algengari í konum sem fá sjúkdóminn ungar, en ekki virðast vera tengsl við aldur hjá körlunum. Niðurstöður okkar benda til að greiningaraldur sé að lækka og hlutfallslega fleiri karlar greinast með breytinguna á síðustu 10 árum en á næsta 10 ára tímabili á undan. Auk þess að skipta máli hérlendis geta þessar rannsóknir varpað ljósi á áhrif BRCA2 stökkbreytinga almennt á myndun og hegðun brjóstakrabbameina. E-39. Skiptir p53 máli í viðbragði æxlis- frumna við geislun? Rut Valgarðsdóttir*, Garðar Mýrdal**, Jón Gunnlaugur Jónasson***, Sigrún Kristjánsdótt- />***, Þórarinn Sveinsson****, Helga Ögmunds- dóttir*, Jórunn E. Eyfjörð* Frá *Rannsóknarstofu KÍ í sameinda- og frumu- líffrœði, **geisladeild krabbameinslœkninga- deildar Landspítalans, ***Rannsóknastofu HÍ í meinafrœði, ****krabbameinslœkningadeild Landspítalans p53 er prótín sem skiptir miklu máli í viðbragði frumna við hverskyns áreiti sem skemmir erfða- efnið. Þegar fruma er án starfhæfs p53 getur hún ekki brugðist við DNA-skemmdum, frumuskipt- ingar verða óhindrað og ýmsar skemmdir hlaðast upp í frumunni. Gallað p53 getur þannig örvað og viðhaldið krabbameinsþróun og endurspeglast það meðal annars í því að stökkbreytingar í p53 geninu hafa marktæk áhrif á lífshorfur til dæmis brjóstakrabbameinssjúklinga. Meðferð við krabbameinum (geislameðferð og lyfjameðferð) byggir fyrst og fremst á því að nýta sér hæfileika frumnanna til að gangast undir apoptósu og er talið að p53 leiki þar stórt hlut- verk. Fram til þessa hafa rannsóknir á þessum viðbrögðum einkum verið gerðar á tilraunadýr- um og krabbameinsfrumulínum en ekki var vitað hversu vel hægt væri að heimfæra slíkar rannsókn- ir upp á brjóstavef í mönnum. Undanfarið hafa verið rannsökuð viðbrögð frumæxla brjóstakrabbameins við geislun á Rann- sóknarstofu KÍ. Fersk æxlissýni og eðlilegur vefur úr sama sjúklingi hafa verið geislaðir (4Gy) í geislameðferðartæki Landspítalans. Eftir geislun eru vefirnir ræktaðir í fjóra klukkutíma, þá eru þeir fixeraðir og steyptir inn í paraffín. p53, apoptósa og ýmislegt sem tengist apoptósu er síð- an rannsakað í vefnum. Rannsóknin hefur sýnt að eðlilegur brjóstavef- ur bregst við geisluninni með því að auka magn p53 prótínsins, æxlisvefir úr sömu einstaklingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.