Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 54
54
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34
vegis (17 tilfelli). Hjá 13 af 17 hafði undangengin
sýklalyfjameðferð um munn ekki borið árangur
(oftast amoxicillín með eða án klavúlan sýru 50
mg/kg/dag). Börnunum var fylgt eftir í þrjár vikur
eftir ceftríaxón gjöfina. Sýni til ræktunar var tekið
frá miðeyra og nefkoki fyrir og þremur dögum
eftir gjöf. Auk þess voru sýni tekin til ræktunar á
öðrum tímum ef grunur vaknaði um að meðferðin
hefði ekki tekist eða barnið hefði endursýkst.
Lágmarksheftistyrkur (MIC) penicillíns og ceft-
ríaxóns gegn pneumókokkum var ákvarðaður
með agar þynningarprófi og/eða E-prófi. Öll
börnin voru með pneumókokka í miðeyra af
hjúpgerð 6 sem voru ónæmir fyrir penicillíni
(MIC: 1-2 (pg/ml), erýþrómýcíni, tetracýklíni,
klóramfeníkóli, klindamýcíni, og trímeþóprím-
súlfa. Þeir voru allir með minnkað ceftríaxón
næmi (MIC: 0,5-0,75 (pg/ml). Auk þess voru
fimm með H. itifluenzae, þrír með M. catarrhalis
og einn með Staphylococcus aureus í miðeyra auk
pneumókokkanna.
Pneumókokkarnir voru upprættir í miðeyra hjá
14 af 17 (82%). Fimm af 17 löguðust ekki af ceft-
ríaxón meðferðinni þar af þrír með pneumó-
kokka og tveir með M. catarrhalis og H. influ-
enzae í miðeyra. Öll börnin voru með fjölónæma
pneumókokka í nefkoki fyrir meðferðina en hjá 11
af 16 (71%) ræktuðust fjölónæmir pneumókokkar
frá nefkoki ennþá þremur dögum eftir meðferð.
Einu aukaverkanir af ceftríaxón meðferðinni
voru væg eymsli á stungustað (þrír af 17). Ceft-
ríaxón gefið í vöðva í einum skammti (50 mg/kg)
virðist vera árangursríkt til að uppræta pneumó-
kokka ónæma fyrir penicillín og með minnkað
ceftríaxón næmi frá miðeyranu en ekki frá nef-
kokinu.
E-79. HIV-1 RNA mælingar meðal
eyðnismitaðra á íslandi
Gunnar Gunnarsson, Barbara Stanzeit, Arthur
Löve
Frá veirurannsóknadeild, lyflœkningadeild Land-
spítalans
Markmið: Annars vegar að mæla HIV-1RNA í
plasma sem flestra HIV sýktra einstaklinga á Is-
landi, meðal annars til mats á áhættu á versnun
sjúkdóms, og hins vegar að meta áhrif nýrra lyfja-
samsetninga á magn veiru í plasma og fjölda CD4
frumna í blóði.
Aðferðir: Fylgst er með öllum HIV sýktum
einstaklingum sem sýni hafa borist frá á árunum
1995 og 1996. Blóð var dregið til mælinga á RNA í
plasma og oftast einnig CD4 frumna á þriggja til
sex mánaða fresti nema þegar lyfjameðferð var
breytt, en þá voru sýni mæld fyrir breytingu,
þremur til fimm vikum síðar og á þriggja til sex
mánaða fresti í kjölfarið. Magn veiru í plasma er
ákvarðað með Amplicor HIV Monitor™ prófi frá
Roche. Fjöldi CD4 frumna er greindur með flúr-
ljómandi mótefnamerkingu og talningu.
Niðurstöður: Fylgst er með 39 sjúklingum.
Upphafsgildi RNA var frá 2,3 til 6,13 log10, meðal-
tal 4,33 log. Fjöldi CD4 frumna var á bilinu tvær
til 641 fruma/mm3, meðaltal 220 frumur/mm3.
Meðferð var breytt hjá 25 sjúklingum. Breyting
veirumagns hjá öllum hópnum fyrir og eftir með-
ferð var allt frá 0,7 log10 aukningu (+0,7 log) niður
í 3,02 log fall (-3,2 log), að meðaltali minnkun um
0,9 log. Breyting á fjölda CD4 frumna spannaði
fækkun um 195 frumur/mm3 í aukningu um 143
frumur/mm3, meðaltalið var aukning um 6,9
frumur/mm3. Hjá 10 sjúklingum sem meðhöndl-
aðir voru með tveimur hömlurum bakrita var
saquinavir (próteasa hamlara) bætt við meðferð-
ina. Breyting á veirumagni spannaði frá +0,7 log
til -0,78 log og meðaltalið var -0,17 log. Sex sjúk-
lingar voru meðhöndlaðir með einum hamlara
bakrita. Saquinavir og öðrum hamlarabakrita var
bætt við þá meðferð. Breyting á veirumagni var
frá +0,06 Iog í-3,02 log, meðaltal 0,71 log. Fjórir
einstaklingar voru lyfjalausir. Hafin var meðferð
með tveimur hömlurum bakrita og saquinavir.
Breyting á veirumagni var frá -1,8 log til -2,88
log, meðaltalið var -2,21 log.
Ályktanir: 1. RNA gildi HIV sýktra spönnuðu
allt svið mæliaðferðarinnar. 2. Breytingar á veiru-
magni í kjölfar breytinga á meðferð voru töluvert
einstaklingsbundnar. 3. Ekki mældist marktæk
lækkun veirumagns þegar saquinavir einu sér var
bætt við tvo hamlara bakrita. 4. Veirumagn í
lyfjalausum sjúklingum lækkaði að meðaltali
rúmlega hundraðfalt í kjölfar meðferðar með
saquinavir og tveimur hömlurum bakrita.
E-80. Fæðuvenjur og námsárangur ís-
lenskra unglinga
Guðrún Kristjánsdóttir, Rúnar Vilhjálmsson
Frá námsbraut í hjúkrunarfrœði HÍ
Nokkur umræða hefur átt sér stað á innlendum
og erlendum vettvangi um tengsl fæðuvenja og
námsárangurs skólanemenda. Því hefur verið
haldið fram að góðar fæðuvenjur og næringar-
ástand stuðli að aukinni ástundun náms og betri
námsárangri. Niðurstöður um þessi tengsl eru þó
enn af skornum skammti.
Rannsókn þessi byggist á landskönnun meðal
1131 grunnskólanemanda í 10. bekk. Fylgniút-
reikningar sýna að neysla hollrar fæðu og reglu-
legar máltíðir tengjast betri námsárangri, meðan
neysla óhollrar fæðu tengist lakari árangri.