Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Qupperneq 54

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Qupperneq 54
54 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 vegis (17 tilfelli). Hjá 13 af 17 hafði undangengin sýklalyfjameðferð um munn ekki borið árangur (oftast amoxicillín með eða án klavúlan sýru 50 mg/kg/dag). Börnunum var fylgt eftir í þrjár vikur eftir ceftríaxón gjöfina. Sýni til ræktunar var tekið frá miðeyra og nefkoki fyrir og þremur dögum eftir gjöf. Auk þess voru sýni tekin til ræktunar á öðrum tímum ef grunur vaknaði um að meðferðin hefði ekki tekist eða barnið hefði endursýkst. Lágmarksheftistyrkur (MIC) penicillíns og ceft- ríaxóns gegn pneumókokkum var ákvarðaður með agar þynningarprófi og/eða E-prófi. Öll börnin voru með pneumókokka í miðeyra af hjúpgerð 6 sem voru ónæmir fyrir penicillíni (MIC: 1-2 (pg/ml), erýþrómýcíni, tetracýklíni, klóramfeníkóli, klindamýcíni, og trímeþóprím- súlfa. Þeir voru allir með minnkað ceftríaxón næmi (MIC: 0,5-0,75 (pg/ml). Auk þess voru fimm með H. itifluenzae, þrír með M. catarrhalis og einn með Staphylococcus aureus í miðeyra auk pneumókokkanna. Pneumókokkarnir voru upprættir í miðeyra hjá 14 af 17 (82%). Fimm af 17 löguðust ekki af ceft- ríaxón meðferðinni þar af þrír með pneumó- kokka og tveir með M. catarrhalis og H. influ- enzae í miðeyra. Öll börnin voru með fjölónæma pneumókokka í nefkoki fyrir meðferðina en hjá 11 af 16 (71%) ræktuðust fjölónæmir pneumókokkar frá nefkoki ennþá þremur dögum eftir meðferð. Einu aukaverkanir af ceftríaxón meðferðinni voru væg eymsli á stungustað (þrír af 17). Ceft- ríaxón gefið í vöðva í einum skammti (50 mg/kg) virðist vera árangursríkt til að uppræta pneumó- kokka ónæma fyrir penicillín og með minnkað ceftríaxón næmi frá miðeyranu en ekki frá nef- kokinu. E-79. HIV-1 RNA mælingar meðal eyðnismitaðra á íslandi Gunnar Gunnarsson, Barbara Stanzeit, Arthur Löve Frá veirurannsóknadeild, lyflœkningadeild Land- spítalans Markmið: Annars vegar að mæla HIV-1RNA í plasma sem flestra HIV sýktra einstaklinga á Is- landi, meðal annars til mats á áhættu á versnun sjúkdóms, og hins vegar að meta áhrif nýrra lyfja- samsetninga á magn veiru í plasma og fjölda CD4 frumna í blóði. Aðferðir: Fylgst er með öllum HIV sýktum einstaklingum sem sýni hafa borist frá á árunum 1995 og 1996. Blóð var dregið til mælinga á RNA í plasma og oftast einnig CD4 frumna á þriggja til sex mánaða fresti nema þegar lyfjameðferð var breytt, en þá voru sýni mæld fyrir breytingu, þremur til fimm vikum síðar og á þriggja til sex mánaða fresti í kjölfarið. Magn veiru í plasma er ákvarðað með Amplicor HIV Monitor™ prófi frá Roche. Fjöldi CD4 frumna er greindur með flúr- ljómandi mótefnamerkingu og talningu. Niðurstöður: Fylgst er með 39 sjúklingum. Upphafsgildi RNA var frá 2,3 til 6,13 log10, meðal- tal 4,33 log. Fjöldi CD4 frumna var á bilinu tvær til 641 fruma/mm3, meðaltal 220 frumur/mm3. Meðferð var breytt hjá 25 sjúklingum. Breyting veirumagns hjá öllum hópnum fyrir og eftir með- ferð var allt frá 0,7 log10 aukningu (+0,7 log) niður í 3,02 log fall (-3,2 log), að meðaltali minnkun um 0,9 log. Breyting á fjölda CD4 frumna spannaði fækkun um 195 frumur/mm3 í aukningu um 143 frumur/mm3, meðaltalið var aukning um 6,9 frumur/mm3. Hjá 10 sjúklingum sem meðhöndl- aðir voru með tveimur hömlurum bakrita var saquinavir (próteasa hamlara) bætt við meðferð- ina. Breyting á veirumagni spannaði frá +0,7 log til -0,78 log og meðaltalið var -0,17 log. Sex sjúk- lingar voru meðhöndlaðir með einum hamlara bakrita. Saquinavir og öðrum hamlarabakrita var bætt við þá meðferð. Breyting á veirumagni var frá +0,06 Iog í-3,02 log, meðaltal 0,71 log. Fjórir einstaklingar voru lyfjalausir. Hafin var meðferð með tveimur hömlurum bakrita og saquinavir. Breyting á veirumagni var frá -1,8 log til -2,88 log, meðaltalið var -2,21 log. Ályktanir: 1. RNA gildi HIV sýktra spönnuðu allt svið mæliaðferðarinnar. 2. Breytingar á veiru- magni í kjölfar breytinga á meðferð voru töluvert einstaklingsbundnar. 3. Ekki mældist marktæk lækkun veirumagns þegar saquinavir einu sér var bætt við tvo hamlara bakrita. 4. Veirumagn í lyfjalausum sjúklingum lækkaði að meðaltali rúmlega hundraðfalt í kjölfar meðferðar með saquinavir og tveimur hömlurum bakrita. E-80. Fæðuvenjur og námsárangur ís- lenskra unglinga Guðrún Kristjánsdóttir, Rúnar Vilhjálmsson Frá námsbraut í hjúkrunarfrœði HÍ Nokkur umræða hefur átt sér stað á innlendum og erlendum vettvangi um tengsl fæðuvenja og námsárangurs skólanemenda. Því hefur verið haldið fram að góðar fæðuvenjur og næringar- ástand stuðli að aukinni ástundun náms og betri námsárangri. Niðurstöður um þessi tengsl eru þó enn af skornum skammti. Rannsókn þessi byggist á landskönnun meðal 1131 grunnskólanemanda í 10. bekk. Fylgniút- reikningar sýna að neysla hollrar fæðu og reglu- legar máltíðir tengjast betri námsárangri, meðan neysla óhollrar fæðu tengist lakari árangri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.