Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 88
88
LÆKN ABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34
Niðurstöðurnar sýna að sjúklingar með hækk-
un á IgA RF fá meiri liðskemmdir en þeir sem
einungis hafa hækkun á IgM RF. Mismunandi
mótefnavakar geta haft áhrif á það hvaða tengsl
finnast milli RF og sjúkdómseinkenna í iktsýki.
V-56. Mælingar á IgAl og IgA2 RF hjá
sjúklingum með iktsýki. Tengsl við sjúk-
dómsvirkni og liðskemmdir
Þorbjöm Jónsson, Houssien DA, Scott DL
Frá rannsóknastofu í ónœmisfrœði á Landspítal-
anum, gigtareiningu King’s College Sjúkrahússins
í London
Fyrri rannsóknir hafa bent til þess að hækkun á
IgA gigarþætti (IgA RF) tengist slæmum sjúk-
dómsgangi hjá sjúklingum með iktsýki (rheuma-
toid arthritis, RA) og má þar nefna beinúrátur og
einkenni utan liðamóta. Gildi IgAl RF og IgA2
RF hefur hins vegar aðeins verið kannað í fáum
rannsóknum og hafa niðurstöður ekki verið sam-
hljóða. Því er þýðing undirflokka IgA RF hjá
iktsýkisjúklingum enn ekki ljós. Markmið rann-
sóknarinnar var að varpa ljósi á það hvort mæling-
ar á IgAl og IgA2 RF gæfi meiri upplýsingar um
sjúkdómsvirkni og liðskemmdir en mælingar á
heildarmagni IgA RF.
Rannsakaðir voru 144 göngudeildarsjúklingar
frá King’s College háskólasjúkrahúsinu í London.
Sjúkdómsvirkni var metin með HAQ stuðli, sam-
settum virknistuðli (DAS) og mælingum á CRP
og sökki. Liðskemmdir voru metnar með aðferð
Larsens. Heildarmagn IgA RF og IgAl RF og
IgA2 RF undirflokkar voru mældir með ELISA
aðferð.
Sjúklingar með hækkun á heildarmagni IgA
RF, IgAl RF eða IgA2 RF voru með virkari
sjúkdóm og höfðu mun meiri liðskemmdir en þeir
sem ekki voru með hækkun á IgA RF. Ekki var
munur á IgA RF og undirflokkum þess að þessu
leyti.
Niðurstöðurnar staðfesta að iktsýkisjúklingar
með hækkun á IgA RF hafa verri sjúkdóm en þeir
sem mælast með lítið af IgA RF. Mælingar á
undirflokkum IgA RF virðast ekki gefa meiri
upplýsingar um sjúkdómsvirkni eða liðskemmdir
en mæling á heildarmagni IgA RF.
V-57. Athugun á fylgni sjúkdómsins
rauðra úlfa við HLA-DR, -DQ og komp-
líment C4 gerðir á íslandi
Kristján Steinsson*, Sif Jónsdóttir**, Guðmundur
Arason***, Helga Kristjánsdóttir***, Ragnheiður
Fossdal****
Frá *lyflœkningadeild Landspítalans, **Rann-
sóknastofu HÍ í meinafrœði, ónæmiserfðafræði-
deild, ***Rannsóknastofu HÍ í ónœmisfræði,
****erfðafræðideild Blóðbankans
Inngangur: Rauðir úlfar (systemic lupus eryt-
hematosus) er sjálfsofnæmissjúkdómur sem ein-
kennist meðal annars af myndun mótefna gegn
einþátta og tvíþátta DNA og ýmsum kjarnapró-
tínum svo sem Ro, La, Ul-RNP og Sm. Ymsar
rannsóknir hafa sýnt fram á fylgni á milli rauðra
úlfa og HLA gerðanna DRB1*03, DRB1*15,
DQA1*0501, DQA1*0102, DQB1*0201 og
DQB1*0602, en þó er munur á milli kynþátta.
Einnig hefur verið sýnt fram á fylgni við komplí-
ment C4 gerðina C4AQ0, það er skort á C4A
prótíni, sem í flestum rannsóknum virðist óháð
kynþætti. Genin sem ákvarða HLA-DR, -DQ og
komplíment C4 sameindirnar eru mjög fjölbreyti-
leg (polymorphic) og eru staðsett á styttri armi 6.
litnings (6p21.1-6p21.3). Tilgangur þessarar rann-
sóknar var að athuga hvort fylgni væri á milli
rauðra úlfa og HLA-DR, -DQ og komplíment C4
gerða á íslandi.
Aðferðir: Alls voru rannsakaðir 64 sjúklingar
(58 konur og sex karlar) sem allir uppfylltu ARA
flokkunarskilmerki um rauða úlfa og um það bil
200 viðmiðunareinstaklingar. HLA DR- og -DQ
gerðir voru ákvarðaðar með sameindaerfðafræði-
legum aðferðum svokölluðum PCR-SSP (poly-
merase chain reaction with sequence specific pri-
mers) en komplíment C4 gerðir voru ákvarðaðar
með prótín rafdrætti.
Niðurstöður: Tíðni C4AQ0 var marktækt hærri
í sjúklingahópnum en í viðmiðunarhópnum (p =
0,002). Ekki var marktækur munur á tíðni mis-
munandi HLA-DRBl, DQAl og DQBl gerða á
milli sjúklingahópsins í heild og viðmiðunarhóps-
ins. Ekki reyndist heldur marktækur munur á
þessum HLA gerðum milli þeirra sem voru með
alvarlegan sjúkdóm og vægan sjúkdóm. Hins veg-
ar var nokkuð hækkuð tíðni á HLA-DRBP03 hjá
þeim sjúklingum sem höfðu C4AQ0 miðað við þá
sjúklinga sem höfðu aðrar C4A gerðir (p =
0,047).
Ályktun: Ekki er fylgni á milli rauðra úlfa og
HLA-DR og -DQ gerða á íslandi, ólíkt því sem
sést hefur í flestum rannsóknum á hvíta kynstofn-
inum, meðal annars í Svíþjóð og Danmörku. Hins
vegar styðja niðurstöður þessarar rannsóknar þá
kenningu að skortur á C4A prótíni gegni hlut-
verki í meingerð rauðra úlfa.