Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Qupperneq 88

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Qupperneq 88
88 LÆKN ABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 Niðurstöðurnar sýna að sjúklingar með hækk- un á IgA RF fá meiri liðskemmdir en þeir sem einungis hafa hækkun á IgM RF. Mismunandi mótefnavakar geta haft áhrif á það hvaða tengsl finnast milli RF og sjúkdómseinkenna í iktsýki. V-56. Mælingar á IgAl og IgA2 RF hjá sjúklingum með iktsýki. Tengsl við sjúk- dómsvirkni og liðskemmdir Þorbjöm Jónsson, Houssien DA, Scott DL Frá rannsóknastofu í ónœmisfrœði á Landspítal- anum, gigtareiningu King’s College Sjúkrahússins í London Fyrri rannsóknir hafa bent til þess að hækkun á IgA gigarþætti (IgA RF) tengist slæmum sjúk- dómsgangi hjá sjúklingum með iktsýki (rheuma- toid arthritis, RA) og má þar nefna beinúrátur og einkenni utan liðamóta. Gildi IgAl RF og IgA2 RF hefur hins vegar aðeins verið kannað í fáum rannsóknum og hafa niðurstöður ekki verið sam- hljóða. Því er þýðing undirflokka IgA RF hjá iktsýkisjúklingum enn ekki ljós. Markmið rann- sóknarinnar var að varpa ljósi á það hvort mæling- ar á IgAl og IgA2 RF gæfi meiri upplýsingar um sjúkdómsvirkni og liðskemmdir en mælingar á heildarmagni IgA RF. Rannsakaðir voru 144 göngudeildarsjúklingar frá King’s College háskólasjúkrahúsinu í London. Sjúkdómsvirkni var metin með HAQ stuðli, sam- settum virknistuðli (DAS) og mælingum á CRP og sökki. Liðskemmdir voru metnar með aðferð Larsens. Heildarmagn IgA RF og IgAl RF og IgA2 RF undirflokkar voru mældir með ELISA aðferð. Sjúklingar með hækkun á heildarmagni IgA RF, IgAl RF eða IgA2 RF voru með virkari sjúkdóm og höfðu mun meiri liðskemmdir en þeir sem ekki voru með hækkun á IgA RF. Ekki var munur á IgA RF og undirflokkum þess að þessu leyti. Niðurstöðurnar staðfesta að iktsýkisjúklingar með hækkun á IgA RF hafa verri sjúkdóm en þeir sem mælast með lítið af IgA RF. Mælingar á undirflokkum IgA RF virðast ekki gefa meiri upplýsingar um sjúkdómsvirkni eða liðskemmdir en mæling á heildarmagni IgA RF. V-57. Athugun á fylgni sjúkdómsins rauðra úlfa við HLA-DR, -DQ og komp- líment C4 gerðir á íslandi Kristján Steinsson*, Sif Jónsdóttir**, Guðmundur Arason***, Helga Kristjánsdóttir***, Ragnheiður Fossdal**** Frá *lyflœkningadeild Landspítalans, **Rann- sóknastofu HÍ í meinafrœði, ónæmiserfðafræði- deild, ***Rannsóknastofu HÍ í ónœmisfræði, ****erfðafræðideild Blóðbankans Inngangur: Rauðir úlfar (systemic lupus eryt- hematosus) er sjálfsofnæmissjúkdómur sem ein- kennist meðal annars af myndun mótefna gegn einþátta og tvíþátta DNA og ýmsum kjarnapró- tínum svo sem Ro, La, Ul-RNP og Sm. Ymsar rannsóknir hafa sýnt fram á fylgni á milli rauðra úlfa og HLA gerðanna DRB1*03, DRB1*15, DQA1*0501, DQA1*0102, DQB1*0201 og DQB1*0602, en þó er munur á milli kynþátta. Einnig hefur verið sýnt fram á fylgni við komplí- ment C4 gerðina C4AQ0, það er skort á C4A prótíni, sem í flestum rannsóknum virðist óháð kynþætti. Genin sem ákvarða HLA-DR, -DQ og komplíment C4 sameindirnar eru mjög fjölbreyti- leg (polymorphic) og eru staðsett á styttri armi 6. litnings (6p21.1-6p21.3). Tilgangur þessarar rann- sóknar var að athuga hvort fylgni væri á milli rauðra úlfa og HLA-DR, -DQ og komplíment C4 gerða á íslandi. Aðferðir: Alls voru rannsakaðir 64 sjúklingar (58 konur og sex karlar) sem allir uppfylltu ARA flokkunarskilmerki um rauða úlfa og um það bil 200 viðmiðunareinstaklingar. HLA DR- og -DQ gerðir voru ákvarðaðar með sameindaerfðafræði- legum aðferðum svokölluðum PCR-SSP (poly- merase chain reaction with sequence specific pri- mers) en komplíment C4 gerðir voru ákvarðaðar með prótín rafdrætti. Niðurstöður: Tíðni C4AQ0 var marktækt hærri í sjúklingahópnum en í viðmiðunarhópnum (p = 0,002). Ekki var marktækur munur á tíðni mis- munandi HLA-DRBl, DQAl og DQBl gerða á milli sjúklingahópsins í heild og viðmiðunarhóps- ins. Ekki reyndist heldur marktækur munur á þessum HLA gerðum milli þeirra sem voru með alvarlegan sjúkdóm og vægan sjúkdóm. Hins veg- ar var nokkuð hækkuð tíðni á HLA-DRBP03 hjá þeim sjúklingum sem höfðu C4AQ0 miðað við þá sjúklinga sem höfðu aðrar C4A gerðir (p = 0,047). Ályktun: Ekki er fylgni á milli rauðra úlfa og HLA-DR og -DQ gerða á íslandi, ólíkt því sem sést hefur í flestum rannsóknum á hvíta kynstofn- inum, meðal annars í Svíþjóð og Danmörku. Hins vegar styðja niðurstöður þessarar rannsóknar þá kenningu að skortur á C4A prótíni gegni hlut- verki í meingerð rauðra úlfa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.